Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 26
"» 78 DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. íJkl >; DURAN DUR Dótturfyrirtaeki Duran Duran hafa sett artsi mikinn svip á popp ársins 1985-en þó kannski ekki eins mik- inn og margir hugðu. The Power Station reió á vaðið og I kjölfarið fylgdi hljómsveitin Aroadia sem þessa dagana ýtir úr vör sinni fyrstu breiðskífu. En hvað um Duran Dur- an? Lifir hún — lifir hún ekki? Samkvæmt almannarómi (þjóð- sagan hermir að hann ljiigi sjaldan) er Duran Duran varla mikið lengur annað en nafnið eitt: liðsmenn hljómsveitarinnar eru með hugann við þessi dótturdótturfyrirtæki sín og stórhljómleikar, sem Duran Duran ætlaði að halda vestur í Bandaríkjunum 27. desembermeð pompi og prakt og gervihnattarút- sendingum út um gervalla heims- byggðina, eru skyndilega úr sög- unni og skýringu hljómsveitar- innar tekið með efasemd: Við treystum okkur ekki til þess að gera þetta almennilega á svo knöppum tíma og aflýstum því hljómleikunum. Vera kann a§ fréttamenn hafi verið of fljótir á séraö draga álvkt- anir af þessari skýringu en, hún, ásamt einhverjum loðnurn svörum liðsmanna Duran Duran í bre.ska tímaritinu The Face, kom nýjum sögusögnum af stað ekki alls f'vrir löngu: DURAN DURAN AÐ SÖKKVA? Ef til vill kemur það ekki í ljós (fremur en í Hafskips- málinu) fyrr en eftir eínhverja mánuði að fréttir bresku blaðanna í þessum dúr eigi við rök að styðj- ast. Liðsmenn Duran Duran keppast við að bera þessa sögu til baka, segja engan fót fyrir henni og nýja sagan sé aðeins sú tíunda á árinu um endalok Duran Duran. Allt séu þetta eintómar getsakir. Talsmaður hljómsveitarinnar Íét hafa eftir sér: „Aðeins vegna þess að Power Station og Arcadia urðu til og við aflýstum þessum hljóm- leikum vestra finnur fólk þörf hjá sér til þess að hafa uppi eintómt blaður um Duran Duran. Hljóm- sveitin hefst handa um gerð nýrrar plötu strax á nýja árinu og sú plata ætti að geta komið út næsta sumar. Þc-ssa stundina sitja allir hljóm- sveitarmeðlimir við sama borð og bcra saman bækur sínar um fyrir- hugaða hljómleika á næsta ári.“ Svo mörg voru þau orð. Andy Taylor geystist líka fram á ritvöllinn til þess að árétta orð talsmannsins og sagði: „Enginn þarfnast Simons, Nicks, Rogers og Johns meira en ég. Og enginn þarfnast mín meira en þeir. Og við þurfum ekki að láta neinn segja okkur að hljómsveitin sé fyrir bi. Þetta er ekkert persónulegt. Duran Duran er það eina sem mun ævinlega þjappa okkur saman. Við getum allir hvenær sem er sest niður og rabbað saman, borðað saman kvöldverð eða árbít eða hvað sem er og hringt í hvem okkar sem er á hvaða tíma sólar- hringssem er. Ég held bara að Duran Duran sé við bestu heilsu! Arcadia Söngvarinn og sægarpurinn Sim- on LeBon er einn þriggja liðs- manna Arcadia en hinir tveir eru líka með lögheimili í Duran Duran. þéirNick Rhodes og Roger Tayior.. I.cBon var í fréttum fyrr á árinu þegar skútu hans hvolfdi í keppni skammt undan strönd Bretlands og honum var bjargað á elleftu stundu. En hvað er Arcadia? Nafnið er fengið úr grí.skri goða- fræði, nafn á nokkurs konar para- dís sem þar var að finna forðum tfð: samhengið við hljómsveitina bresku liggur hins vegar ekki á lausu og Simon LeBon segir ein- faldlega að nafnið hafi hljómað vel! Um tíldrög þess að Arcadia varð að veruleika sagði Símon í nýlegu viðtali að þegar Power Station hefði komist á legg hefði hann og Nick skyndilega haft nokkurn tíma afiögu. Og eftir því sem Power Station óx fiskur um hrygg hafi þeirra hugmynd þróast og niður- staðan orðið hljómsveitin Arcadia. „Við Nick höfum alla tíð unnið mikið saman að samningu laga og erum sterkir lagasmiðir, mjög sterkir. Og Roger er auðvitað frá- bær trommuleikari. Við uppgötv- uðum að hann var ekki að gera neitt sérstakt, svo við sögðum við sjálfa okkur; af hverju ekki að hafa einn besta trommuleikara heims með okkur alveg frá byrjun? Og Simon LeBon er beðinn um að lýsa tónlist Arcadia með hlið- sjón af tónlist Duran Duran: „Hún er afskaplega einlæg, ein- föld og nakin. Það er auðvitað annarra að dæma en ég held að platan okkar, So Red The Rose, sé mjög eðlileg og frjálsleg. Við höfum vikið af leið þessa hefðbundna popps og hlustum nú fremur eftir hljómum sem hafa verið á sveimi í höfðum okkar. Rauði þráðurinn á þessari plötu er frelsið, þó það sé dálítið dulið. Frelsi er auðvitað mjög nærtækt þegar hugsað er um það sem hefur gerst með Arcadiu og Power Station. Báðar þessar hljómsveitir eru tilkomnar vegna þess að við veittum okkur nauðsyn- legt frelsi. Skyndilega áttum við þess kost að njóta frelsisins og þuftum ekki að semja popplag eða danslag eins og við hefðum orðið að gera í Duran Duran. Við erum ekki lengur á rokk og ról línunni. Við höfum stokkið af lestinni fyrir fullt og allt. Ef til vill verðum við aldrei aftur þessi „vin- sæla popphljómsveit“. Um margra ára skeið hefur verið litið á okkur sem hina nýju hljómsveit ungling- anna en ég efast um að við séum ennþá á þeim stalli. Það er alltaf sú hætta fyrr hendi, þegar gefið er eftir, að einhver annar komi í stað- inn. * Tónlist Arcadiu er mjög evrópsk, þar sem tónlist Power Station sækir efnivið sinn til Bandaríkj- anna. Við eigum ekki von á stór- kostlegum vinsældum plötunnar, til þess er hún alltof persónuleg. Platan er fremur í rólega kantin- um, ef til vill seintekin. Þó er þetta ekki bakgrunnstónlist en til dæmis fremur í stíl Avalon Roxy Music en Thrillers Michael Jacksons. Platan er mjög afslappandi, hún á að fá fólk til þess að slaka á spennu. Það var kominn tími til þess að slappa af á einni plötu. Tónlist Duran er alltaf svo villt og spennt og áköf. Þetta sagði Simon LeBon. Ég hef engu við að bæta. -Gsal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.