Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 4
GuUinog
glansandi
Þægilegt rautt og svart dress. Buxurnar eru úr glans-
efni og viö þær stuttur kjóll eða mussa úr glimmer-
efni. Utan yfir er síður frakki úr sams konar efni og
buxurnar og hann má að sjálfsögðu nota inni við.
Jólakötturinn, sá gamli ógnvaldur, er sagð-
ur sækjast eftir þeim sem ekki fara í ný föt á
jólunum. Hvort sem fólk trúir því eða ekki
þá er það venja hjá mörgum nð fá sér ný
spariföt fyrir jólin sem síðan eru notuð á
árshátíðirnar og þorrablótin eftir áramótin.
Það er því um að gera að vera hagsýnn í
innkaupum og saumaskapnum og fá sér eitt-
hvaðsem nota má oftaren einu sinni og við
fleiri en eitt tækifæri.
Tískan er erfitt og dýrt fyrirbæri að elta og
• sumirsegja að hún fari í hringi, kannski
svipað ( ’ kötturinn þegarhann leikursérog
revnir ao ná í skottið á sjálfum sér. Kannski
er heilmikið til í þessu því nú í svartasta
skammdeginu er ekki annað að sjá en gull
og glimmerséu ofarlega í hugum tískukóng-
anna og það erekki langtsíðan t.d. gull og
silfurskór þóttu það fínasta sem hægt var að
vera í. Það má sannarlega merkja áhrif frá
tísku sjötta áratugarins í tískunni nú en það
þýðir m.a. silfur, gull og glans. Nú eru gull-
skór aftur inni, ef svo má segja, og lítið sést
af lakkskónum sem voru allsráðandi í sumar
og haust.
Þó að tískukóngarnir séu að sjálfsögðu
löngu farnir að móta sumartískuna fyrir
næsta ár, þá er ennþá svart skammdegi hjá
okkur og jólin, hátíð Ijóssins, nálgast óðum.
Það er ekki hægt að segja annað en að klæðn-
aðurinn um þessi jól komi til með að bæta
við þá birtu því gull- og silfurblærinn og
glansandi efni eru greinilega allsráðandi.
Litadýrðin erlíka mikil og rauði liturinn er
að ryðja sér inn í bleiku og fjólubláu línuna
sem hefur verið svo áberandi í vetur og haust.
Þessi? íitir, eins og allir aðrir, eru með en
oftast eru þeir betrumbættir með glansáferð
eða einhvers konar munstri.
Rauði liturinn er mikið notaður með gullá-
ferðinni og það má reyndar líka segja um
svart en svart er samt ekki eins áberandi og
oft áður í vetrartískunni, enda er litadýrðin
það sem gildir. Efnin, sem notuð eru hvað
mest, eru t.d. silki, fínt flauel, viscose og
satín. Eins og áður sagði er áferðin oftast
glansandi og fötin eru höfð frekar þröng,
sérstaklega þó pilsin. Buxur eru ekki rajög
Hefðbundinn klæðnað-
ur fyrir herra en samt
sérstakur: fjólublá
skyrta með kraga og
jakki í brúnum lit með
giansáferð og flauels-
buxur í sama stil. Við
þetta er hann í þægi-
legum rúskinnsskóm.
áberandi en þær eru flestar frekar víðar og
oft úr sams konar efnum og blússurnar.
Pilsin og kjólarnir eru frekar stutt ög þá
cru oft notaðar þykkar sokkabuxur með gull-
eða silfurþráðum undir. Einnig má sjá skósíð
pilsog kjóla.
Það er ekki bara fatnaðurinn sem er gull-
ogsilfursleginn heldur líka veskin, hanskarn-
ir, beltin, varalitir, augnskuggar og allur
andlitsfarðinn. Allt á að vera í stíl, gullslegið
og glansandi frá hvirfli til ilja.
Herrafatnaðurinn er nokkuð hefðbundinn
en þó má líka sjá meira af flaueli, silki og
satíni þar. Bindi og hálstau víkja nú fyrir
lágum rúllukrögum eða þá að hálstauinu við
hvítu skyrturnar er bara sleppt. Rauð jakka-
föt með líningum og án bindis eru t.d. ágætis
tilbreyting frá hefðbundnum, dökkum jakka-
fötum með bindið reyrt upp í háls. Vitanlega
er þetta samt smekksatriði eins og klæðnaður
hlýtur alltaf að vera. Ný föt fyrir jólin er regla
hjá sumum en aðrir nota bara það sem til er
í fataskápnum og bæta kannski einhverjum
smáhlutum við, eins og t.d. belti, skóm eða
hönskum, til þess að fara ekki í fyrrgreinaan
óvin, jólaköttinn. Það má gera heilmikið fyrir
svartan kjól með því að setja á hann gullbelti
og fá sér stóra gulleyrnalokka, a.m.k. gulllit-
aða lokka við. Herrarnir geta t.d. sleppt bind-
inu eða fengið sér rúllukragapeysu undir
jakkafötin, svo eitthvað sé nefnt. Það er um
að gera að láta hugmyndaflugið ráða en línan
er sumsé gyllt, silfruð og glansandi og ef I
einhver hefur áhuga á að eltast við slíkar
línur þá fylgja hér nokkrar myndir til nánari
glöggvunar. - SJ.
■.¥ *