Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
59
BRU
Tillaga Eurolink
Sptrairamp Tunnei
36 KILOMETRAR
GONG
Tillaga CT<
ENGLAND
Dover
/ w Calais
> FRAKKLAND
ERMARSUND
GONG OG BRU
Tiiaga Euroroute
E RMARSUND
BRÚAÐ
- Sex tillögur um brú eða göng (eða
hvort tveggja) í athugun.
Napóleon dreymdi þennan draum.
Hermennirnir, sem biðu örþreyttir
eftir flutningi yfir sundið við Dun-
kerque árið 1940, hefðu getað notað
brú. Hitler líka. Brú milli meginlands
Evrópu og Englands hefur verið í
hugum margra um aldir. Og nú
stendur til að gera þann draum að
raunveruleika. Franska ríkisstjórnin
og sú enska hafa fengið sex tillögur
til að velta vöngum yfir. 1 janúar
verður kveðinn upp úrskurður um
hvaða kostur verður fyrir valinu.
Bretland hefur löngum talið sig
heppið með legu landsins - að vera
í hæfilegri íjarlægð, umlukið hafi
sem stundum er svo úfið að ferjur
ganga ekki. Það er gott að vera utan
við meginlandið, hugsa Englending-
ar oft þegar átök verða handan við
sundið. En þegar þeir huga að efna-
hagslegum samböndum sínum við
meginlandið, þá finnst þeim ekki
lengur svo mjög gott að vera skornir
frá því. Efnahagsbandalagið hefur
breytt hugsunarhætti Bretanna
mjög. Og seinni árin hefur straumur
Breta, sem stefna mót Miðjarðar-
hafinu í sumarfrí, farið vaxandi.
Ferjurnar hafa iðulega ekki undan.
Gegnum árin hafa sprottið fram
margar hugmyndir um hvernig
komast mætti yfir Ermarsund án
þess að nota skip. Fyrir 183 árum
lagði Napóleon mikli það fyrir verk-
fræðinga sína að koma málum þann-
ig fyrir að komast mætti þurrum
fótum landveg yfir ti! Englands. En
eins og jafnan fyrr, og reyndar síðar
einnig, þá voru það fjármálin, tæknin
og pólitíkin sem hindruðu hann í
þeim stórkostlegu ráðagerðum.
Tvívegis hafa menn hugað alvar-
lega að þessum málum. Síðast árið
1973. Þá kom Verkamannaflokkur-
inn í Englandi i veg fyrir frekari
framkvæmdir þar eð flokkurinn var
þá mjög andsnúinn inngöngu Bret-
lands í Efnahagsbandalagið.
Nú eru Bretar í EB. Það þýðir að
60% af enskum útflutningi þarf að
flytja yfir til meginlandsins. Sam-
hliða því hefur umferðin yfir sundið
aukist margfalt. Ferjur og flugbátar
stefna stanslaust yfir Ermarsund,
örari ferðir heldur en nokkurs staðar
annars staðar og verðið á hverjum
farseðli er hátt miðað við hvern kíló-
metra sem farið er.
SEX TILLÖGUR
En nú er sem sagt komið að því
að gera draum að veruleika.
Frakkar hafa gengið á undan í
þessu máli. í fyrrahaust fékk Mitter-
rand Margréti Thatcher á sitt band
og ákveðið var að gera nýja tilraun.
Fallið var frá því að láta opinbert fé
standa undir framkvæmdum. Nú
skal nota fjármagn úr einkageiran-
um til að standa undir væntanlegum
ferðalögum yfir Ermarsund. Rösk-
lega 10 milljón ferðamenn fara þar
yfir árlega og einhver ósköp af varn-
ingi.
Nú þarf að gera upp á milli sex
tillagna. Kostnaðurinn við fram-
kvæmd þeirra er mishár, eða frá 200
til 500 milljarða króna. Þótt upp-
hæðirnar séu háar þá á fjármagnið
ekki að vera neinn höfuðverkur.
Einkafyrirtækin eru tilbúin i slag-
inn. Verkefnin teljast arðsöm.
Það ríkir mikil bjartsýni beggja
vegna sundsins i sambandi við brúna
eða göngin. Jafnvel þeir sem mest
hafa dregið úr eru nú orðnir vissir
um að England fái nú sinn nafla-
streng þvert yfir Ermarsund til
meginlandsins. Það ríkir og bjart-
sýni innan frönsku og bresku ríkis-
stjórnanna. Fyrir hálfum mánuði
héldu þau Thatcher og Mitterrand
með sér fund um málið. Bæði töluðu
siðan um vissu sína um að af verkinu
yrði. Rætt var um þann tíma sem
talinn er fara í brúar- eða gangagerð
og einnig hugsanlegar eða væntan-
legar afleiðingar þessa. Gangagerðin
verður nefnilega mesta verkfræði:
lega verkefni sem hingað tiJ hefur
verið unnið. Það er um að ræða
mannvirki sem lætur sér ekki bregða
við storma eða óveður Ermarsunds.
LEST Á KORTÉRS FRESTI
Tihögurnar sex, sem til athugunar
eru, leysa vandann hver með sínum
hætti. Spurningin snýst um brú eða
göng eða jafnvel hvort tveggja.
Göng - segja þeir hjá „Channel
Tunnel Group“ (CTG) - við gerum
göng, rúmlega 50 km löng, 40 m undir
hafsbotni. Jarðfræðingar segja að
þar séu krítarlög sem verndi göngin
fyrir vatni að ofan. Tvenn göng hlið
við hlið og þjónustugöng á milli og
aðeins lestir eiga að fara um þau.
Við ráðum ekki við ,að blása burtu
útblæstri bílanna niðri í gangakerf-
inu ef umferðinni af þjóðvegunum
verður beint þarna niður. Fólkið og
bílarnir verða að fara með lest.
Arkitektar þessarar áætlunar
hugsa sér lest á kortérs fresti. Ferðin
tekur um það bil 30 mínútur - bílar
uppi á sérstökum flutningsvögnum
en farþegar skemmta sér við að njóta
skattfrjálsra veitinga í þægilegum
sætum. CTG lofar því að þeirra göng
verði tilbúin á innan við fimm árum.
Fyrirtækið eða hópur sem kallar
sig Euroroute, sem hefur rætur bæði
í Englandi og Frakklandi, hefur lagt
fram róttæka tillögu; um er að ræða
sambland af brú og göngum.
Bílstjóri fer frá Englandi eða meg-
inlandinu á miklum brúarsporði út á
eyju sem menn hafa búið til. Þaðan
er ekið niður í spíral (eða gorm) niður
á hafsbotn og haldið svo áfram í
göngum sem hvíla á botninum út á
aðra eyju, sérbyggða, og þaðan er
farið á brú.
Yfir Chesapeake flóann milli
Karlshöfða í norðri og Norfolkborg
í suðri á austurströnd USA er einmitt
sams konar lausn - þ.e. bæði brú og
göng.
Eins og þeir hjá Euroroute hafa
hugsað sér þetta á járnbrautin að
vera í göngum yfir sundið allt. ■
Enska samsteypan Eurolink hefur
kynnt mönnum þriðju lausnina. Það
er tveggja hæða brú með aðskildum
brautum fyrir járnbrautarumferð og
bíla. I þeirri tillögu er gert ráð fyrir
því að í brúarstöplunum verði raf-
stöð, ein i hverjum, sem er knúin
áfram af sjávarhreyfingum vegna
flóðs og fjöru. Sérfræðingar hafa
reiknað út að rafmagnsframleiðslan
greiði upp kostnað við brúna og skili
reyndarhagnaði.
UMHVERFISVERNDARMENN
AÐ ÓKYRRAST
Sem stendur er beðið eftir því að
ákvörðun verði tekin um hvern kost
skal velja. Höfundar þeirrar tillögu.
sem valin verður, fá síðan nóg að
gera við að framfylgja hugmyndum
sínum og áætlunum. Fjöldi fólks
hlakkar til að komast yfir Ermar-
sund þurrum fótum og fyrir eigin
orku. I Hollandi er t.d. mikill áhugi
á byggingu brúar eða jarðgangagerð.
Þar í landi búa menn jafnframt yfir
mikilli reynslu í því að etja kappi
við hafið. Flóðgarðar þeirra eru víð-
frægir og þau brögð sem þeir hafa
gripið til við að temja ógnarkraft
hafsins. Þeir eru án efa heimsins
frægustu byggingarmeistarar þegar
um brýr og stíflur er að ræða.
En sumir eru farnir að ókyrrast
vegna þessara áætlana. Umhverfis-
verndarmenn álíta að tiltekið nátt-
úruverndarsvæði í nágrenni Kent á
Englandi sé í hættu ef gerð verða
göng og brú. Reiknað er með að gera
þurfi sérstaka, djúpa höfn Englands-
megin. Sú höfn mun hugsanlega hafa
áhrif á flóð og fjöru og þar með rugla
viðkvæma náttúru á verndarsvæð-
inu.
Heimsbyggðin öll mun fylgjast með
þessum miklu framkvæmdum. Ekki
síst Skandinavar. Áætlanirnar um
göng eða brú yfir Ermarsund hafa
ýtt undir hugmyndir um brú yfir eða
göng undir Eyrarsund. Og verði af
þeim framkvæmdum er reiknað með
stórauknum ferðamannastraumi til
og frá Norður-Evrópu til Miðjarðar-
liafsflanda.
-GG snaraði.