Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Blaðsíða 2
2
DV. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985.
Ár heil-
brigðis og
bindindis
Næsta ár, 1986, verður tileinkað
heilbrigði og bindindi. Eru það bisk-
up íslands, landlæknir. Landssam-
band gegn áfengisbölinu, Áfengis-
varnarráð, Stórstúka Islands, ÍSÍ,
UMFÍ, Kvenfólagasamband íslands
ásamt 35 öðrum félögum og stofnun-
um sem gangast fyrir þessu.
Höfuðtilgangurinn er að vekja
athygli á áfengis- og eiturlyfjabölinu
og hvetja landsmenn til heilbrigðra
lífshátta. Meðal annars verða haldn-
ar þrjár ráðstefnur undir' forystu
landlæknis á árinu í Reykjavík, á^-
Akureyri og Egilsstöðum, auk
þriggja til (jögurra samkoma á Suð-
ur- og Vesturlandi, Vestfjörðum og
Suðurnesjum. Leitað verður sam-
vinnu við menntamálaráðherra um
aukna fræðslu um vfmuefni og bar-
áttu gegn þeim í skólum. Haldin
verður vika gegn vímuefnum, skipu-
lögð greinaskrif í blöð, gert verður
plakat með merki ársins og fleira.
-KÞ
Framkvæmdastjóri
Almannavarna:
íbeinni
útsendingu
spænska
sjónvarpsins
„Þátturinn var í beinni útsendingu
og áætlað að á milli sjö og átta millj-
ónir manna hafi horft á hann. Þetta
var skemmtileg reynsla. Og óg held
að íslendingar megi vera þokkalega
ánægðir með landkvnninguna."
sagði Guðjón Petersen, fram-
kvæmdastjóri Almannavarna ríkis-
ins. Hann var gestur senor Balbine
í einum þekktasta sjónvarpsþætti
Spánverja. LA CLAVE, 6.des. sl.
Þátturinn La Clave erá hverju föstu-
dagskvöldi á dagskrá sjónvarps og
stendur vfír ísex klukkustundir.
Að sögn Guðji'ns barst skeyti til
Almannavarna i bvrjun desember
þar sem einum aðila frá þeim var
boðið til Spánar til þátttöku í um-
ræddum þætti. Umræðuefnið var
náttúruhamfarirnar í Colombíu og
Mexíkó nýlega. Þátttakendur í
þættinum auk Guðjóns voru þrír
spánskir sérfræðingar. tveir jarð-
fræðingar og einn arkitekt.
Auk þeirra voru tvö „fórnarlömb",
læknir sem bjargaðist undan aur-
fljóti í Colombíu og stúlka sem bjarg-
aðist úr Mexíkóskjálftunum
„Eg hafði meðferðis kvikmynd Ernst
Kettler, „Days of destruction", um
Vestmannaeyjagosið," sagði Guðjón
er við ræddum við hann. „Það var
mikiðsýnt úr kvikmyndinni í þættin-
um."
Framkvæmdastjórinn sagði að mikið
væri leitað til íslendinga varðandi
almannavarnir enda byggjum við
yfir töluverðri reynslu í þessum efn-
um. Sjónvarpsþátturinn La Clave er
eini þátturinn á Spáni sem stjórnvöld
heimilabeinaútsendinguá. .
Jólahrað-
skákmót
Útvegs-
bankans
Árlegt jólahraðskákmót Útvegs-
bankans verður haldið á sunnudag-
inn í aðalbankanum við Lækjartorg.
Skákmótið hefst kl. 14 og því lýkur
um kl. 18. Ýmsir sterkustu skákmenn
landsins munu þar mæta til leiks.
Nú velta Reyðfirðingar fyrir sér hvort þeir eigi eftir að sjá verksmiðju sem þessa rísa þarna i firðinum.
Rio Tinto Zink á Reyðarfírdi:
Fyrírtækið veltir
um 360 milljörðum
—oghefur 75 þúsundmanns í vinnu í fímm heimsálfum
Kísilmálmverksmiðja er orðin
langþráður draumur Austfirðinga,
sérstaklega þeirra er búa á Reyðar-
firði. Þar hafa bæjarbúar beðið í
fjölmörg ár eftir að verksmiðjan
yrði að veruleika. Verksmiðjan
hefur látið bíða eftir sér og íbúar
á Austurlandi orðnir vonlitlir um
að verksmiðjan muni rísa.
Nú þegar ákveðið hefur verið að
hefja formlegar viðræður við fyrir-
tækið Rio Tinto Zink geta þeir fyrir
austan farið að vona aftur. Þessar
viðræður munu taka langan tím&
og ekki víst hver niðurstaðan verð-
ur.
Fyrirtækið Rio Tinto Zink, oftast
nefnt RTZ samsteypan, er ekkert
smáfyrirtæki. Um þessar mundir
starfa hjá því um 75 þúsund starfs-
menn. Fyrirtækið samanstendur af
ótal dótturfyrirtækjum sem starfa
í fimm heimsálfum. Og til að gera
sér aðeins betur grein fyrir stærð
RTZ getum við upplýst að veltan
hjá því er um 360 milljarðar á ári.
Það er með öðrum orðum um 10
sinnum hærri upphæð en þing-
menn hafa verið að rífast um und-
anfarið á fjárlögum. Höfuðvið-
fangsefni RTZ eru á sviði náma-
reksturs, iðnaðar og orkuvinnslu.
Fyrirtækið hefur ítök í nærri öllum
tegundum af járngrýtisvinnslu sem
fram fer í heiminum.
Þetta fyrirtæki var stofnað 1962
úr tveimur öðrum fyrirtækjum.
Höfuðbækistöðvar þess eru í Lon-
don. Það samanstendur af 83 þús-
und hlutabréfum. 65 prósent þeirra
eru í eigu stofnana, tryggingafé-
laga og lífeyrissjóða. Enginn einn
aðili á meira en 5 prósent í fyrir-
tækinu.
Ef úr verður er gert ráð fyrir að
verksmiðjunni verði valinn staður
á Revðarfirði, nánar tiltekið upp
af svonefndri Mjóeyri sem er í 4
km fjarlægð frá Reyðarfirði. Þar
er gert ráð fyrir að tveggja ofna
verksmiðja rísi með stækkunar-
möguleikum síðar. Öll hráefni,
kvarts, kol, koks og kurl, verða
flutt laus til verksmiðjunnar um
höfn sem verður við verksmiðjuna.
Hráefnisflutningar eru miklir.
Flytja þarf 125 þúsund tonn til
verksmiðjunnar til að framleiða 25
þúsund tonn af kísilmálmi. Við
þetta ættu að skapast verulegir
möguleikar fyrir íslensk skipafé-
lög.
Árið 1980 voru framleidd 500
þúsund tonn af kísilmálmi í heim-
inum. Hann er aðallega notaður í
sambandi við álúrvinnslu og í svo-
kölluðum silikoniðnaði.
Ef þessi verksmiðja verður að
veruleika verður mikið rask á
Reyðarfirði. Allnokkrar bygging-
arframkvæmdir verða í sambandi
við verksmiðjuna. Þegar hefur
verið unnin undirbúningsvinna.
Lagður hefur verið vegur úr þorp-
inu að nesinu þar sem verksmiðjan
á að rísa. Á næstu mánuðum reyn-
ir á hvort þessi verksmiðja verður
eitthvað meira en þessi vegur sem
vongóðir Reyðfirðingar lögðu fyrir
fjórum árum. - -APH
Hér á myndinni sjást þeir lögregluþjónar sem voru á vakt á aðfangadag i Reykjavik. Sl. 20 ár hafa þeir
lögregluþjónar, sem hafa verið á vakt, komið saman í hádeginu og borðað brauð og drukkið jólaöl - að
sjálfsögðuekkiáfengt. DV-myndS.
Lítið að gera hjá
lögreglunni í Reykjavík
um jólin:
„Reykvíkingar
erugottfólk”
„Reykvíkingar eru mjög gott fólk.
Öll umferð gekk mjög vel um jólin
og það var lítið sem ekkert að gera
hjá okkur. Engin alvarleg óhöpp áttu
sér stað,“ sagði Óskar Ólason, yfir-
lögregluþjónn í Reykjavík.
„Þeir sem voru á vakt á aðfanga-
dag komu allir saman um hádegið
þar sem farið var yfir verkefni dags-
ins. Við bárum síðan út bækur til 175
barna sem unnu til verðlauna í get-
raun okkar. Þá vorum við á vakt við
kirkjugarðana til kl. 18 til að aðstoða
fólk og stjórna umferðinni við garð-
ana,“ sagði Óskar.
„Já, jólin voru mjög gleðileg -
mikill friður ríkti yfir öllu.“ . SOS