Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985. „Tónlist á íslandi“ Tilkynningar Dagatal með litprentuðum Reykjavíkurkortum í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavík- urborgar er komið út dagatal fyrir árið 1986 með litprentuðum Reykja- víkurkortum. Elsta kortið á dagatal- inu er frá 1715 sem er jafnframt elsta þekkta kort af Reykjavík og er hér prentað eftir frummyndinni sem er varðveitt í Kaupmannahöfn. Yngsta kortið er hins vegar Aðalskipulag Reykjavíkur 1981-1998. brjú kort- anna hafa ekki verið gefin út áður en það eru kort Björns Gunnlaugs- sonar frá því um 1850, kortið á for- síðu frá 1876 sem Benedikt Gröndal málaði og kort frá 1887 sem er eftir Svein Sveinsson. Kortunum ívlgja skýringartextar á íslensku og ensku. Dagatalið er gefið út af Arhæjarsafni og Afmælisnefnd Reykjavíkurbórgar og er prentað í Odda hf. bað verður til sölu í bókabúðum, hjá Sögufélag- inu, Garðastræti, og á Arbæjarsafni. (Kortin eru frá árunum 1715, 1787, 1802, 1836, 1850,-1876, 1887, 1902. 1920, 1947, 1961 OG 1981 98.) Margt um manninn i nýjasta Lúxus í nýútkomnu tölublaði tímaritsins Lúxus eru allmörg viðtöl við gott fólk. Ellý Vilhjálmsdóttir spyr fimm þjóðkunnar persónur að því hvað sé íúxus. Fjörlegt viðtal er við Jónas Kristjánsson, ritstjóra l)V, en það greinar um Saab 9000 og Ford Escort RS turbo. Sömuleiðis er sagt frá heimsókn blm. Lúxuss á bifreiða- verkstæði í London sem tekur að sér fyrir vænar fjárfúlgur að breyta og endurbæta dýrustu útgáfur lúxus- vagna eins og t.d. Benz 500 sel. Lúxus er gefinn út af SAM-útgáf- unni. Ritstjórn annast bórarinn Jón Magnússon og Unnur Steinsson. Stjörnustrið á KR-svæðinu kl. 17.30 ídag f dag kl. 17.30 halda KR-flugeldar sína árlegu flugeldasýningu á KR-svæðinu. KR-sýningar undan- farinna ára hafa vakið mikla athygli enda óvíða að f'rnna jafnmikið úrval stórflugelda en hjá KR-ingum. Sýn- ingin í dag mun j>ó slá öllu öðru við þvf til hennar hafa verið fluttir inn sérstaklega flugeldar fyrir hundruð þúsunda. Sýningin hefst stundvís- lega kl. 17.30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega því ekki verður hægt að hleypa áhorfendum irin á grasvellina vegna umfangssýningar- innar. Laugardaginn 28. desember opn- ar Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra eina viðamestu sýn- ingu sem Nórræna húsið hefur gengist fyrir til þessa. Sýningin nefnist Tónlist á íslandi og þar hefur verið reynt að safna saman sem flestu af því sem tengist þessu efni. I sýningarsölunum niðri er stikl- að á ýmsum helstu viðburðum tónlistarsögu Islands í ljósmynda- röð. Þar má sjá elstu ljósmynd sem til er á Norðurlöndum en hún er frá 1848. Á myndinni sést fyrsti barnaskóli i Reykjavík, sem var til húsa í gamla lóskurðarhúsinu, þar sem Pétur Guðjohnsen kenndi söng. I sýningarsölunum eru einnig sýndir ýmsir sögufrægir munir sem komið hafa við sögu tónlistarinnar, svo sem það sem eftir er af elsta orgeli Dómkirkjunnar, píanó úr eigu Péturs Guðjohnsen frá 1855, flauta Sveinbjarnar Sveinbjörns- sonar, kornett Helga Helgasonar, ferðaorgel Jóns Leifs og margt fleira. Einnig má sjá þar gömul hljómflutningstæki, t.d. spiladós úr fórum Péturs biskúps Péturssonar sem hann eignaðist rétt eftir miðja síðustu öld og handtrekktan grammófón með geysistórum lúðri frá Árbæjarsafni. Sá mun hafa verið notaður til að leika danslög á böllum og er því eins konar fyrir- rennari nútímadiskóteka. í innri salnum niðri verður stikl- að á stóru í útgáfu tónlistarefnis, þar verða m.a. handrit, prent og hljóðritanir. Uppi í anddyri og bókasafni verð- ur sýning á kennsluefni í tónlist, það elsta undir gleri en yngri gögn má fólk handfjatla og fletta þeim að vild. Þar má sjá myndir úr starfi tónlistarskóla og vísast þekkja margir sjálfa sig á þeim. Ekki má gleyma því að gestir sýningarinnar geta hlustað á margvísleg tóndæmi í hljómflutn- ingstækjum, t.d. elstu stef sem dæmi eru um, grallarasöng, ein- söngs- og kórlög, hljómsveitarverk, popptónlist, jazz og elektróníska tónlist. Ýmsir hafa lagt hönd á plóg til þess að koma sýningu þessari á laggirnar, nefnd hefur starfað á vegum Norræna hússins frá því í sumar, Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið hafa veitt styrki, mörg söfn, stofnanir og einkaaðilar hafa góðfúslega lánað myndir, handrit, bækur, muni o.fl. og veitt aðstoð svo að sýningin mætti takast sem best. I tengslum við sýninguna verða haldnir fyrirlestrar um hverja helgi sem hún stendur, um sögu tónlist- arinnar á Islandi og verða þeir auglýstir.hverju sinni. Sýningin verður opnuð, sem fyrr greinir, laugardaginn 28. desember kl. 15.00. Happdrætti Bílavinnjngsnúmer í Jólahapp- drættiSÁA Toyoturnar í Jólahappdrætti SÁÁ komu á eftirtalin númer: 12. des: 26758, 13. des: 18970, 14. des: 220100, 15. des: 4857, 16. des: 71683, 17. des: 176945, 18. des: 136940, 19. des: 61993, 20. des: 42382, 21. des: 188513, 22. des: 224953, 23. des: 206601, 24. des: 7049, 12617, 17682, 28723, 45540, 51852, 66265, 91426, 147677, 152513, 169326, 212230. Á árinu voru gefin saman í Árbæjar- kirkju af séra Sigurði Hauki Guð- jónssyni Jón Hörður Jónsson og Sigríður Anna Elísabet Nikulás- dóttir. Heimili hjónanna er að Hof- teigi 48, Reykjavík. (Ljósm. Studio Mats.) Tapað-Fundið er skrifað af Franziscu Gunnars- dóttur. Þorsteinn Eggertsson ræöir við tvo erlenda listmiölara sem vinna að því að koma Gunnari Erni list- málara á framfæri í Bandaríkjunum og Páll Pálsson j-ithofundur ræðir við píanóleikarann Martin Ber- kofski. Ennfremur eru í blaðinu við- töl, grein um ungt fólk sem er líklegt til að verða meðal frambjóðenda í alþingis- og sveitarstjórnarkosning- um næstu ára. Fjallað er um vetrar- .tískuna, þeim sem undirbúa nú árs- hátíðahald eru gefin góð ráð, tónlist- arferill Louis Armstrong er rakinn. sagt frá megrunarvafningum. nýj- ung sem nokkrar snyrtistofur eru farnar að hjóða, og loks má nefna Heildverslun til sölu Ef þú átt 3 millj. í reiðufé og hefur gott veð fyrir öórum 3 millj. geturðu fengið arðbæra heildsölu í fullum rekstri. Svar sendist DV merkt „Heildverslun 1000" fyrir 5. janúar 1986. | Tónleikar | Tónleikar Halldórs Haraldsson- ar í Logalandi Laugardaginn 28. desember nk. mun Haldór Haraldsson, píánóleikari halda tónleika í Logalandi, Reyk- lioltsdal, og hefjast þeir kl. 15. Á efnisskránni er Appassionata t‘ft.ir Beethoven, 2 Scherzo eftir Chopin, 4 píanóverk eftir Liszt og Sónata eftir Béla Bartók. Nýkomnir amerísku skórnir frá í NÚ líöur mér vel! | t> cíJVuf^e (vj\iate§ L- ■ ' \z/ v*/ v y í svörtu, bláu og beis. V-X-X-tf-K-tt-X-H-Mt-K-k-X-tt-K-XH-tt-K-X-K ★ ★ Veislumiðstöðin ★ ★ Látiö okkur J sjá um veisluna. ★ Fullkomin þjónusta £ ★ varöandi öll veisluhöld. ★ ★ Útvexum veislusali ★ $ — áhaldaleiga * ★ - borðbánaóur. ★ ★ ru — J ★ T.d. árshátídir, þorrahlót, ★ ★ hrúðkaup, rádstcfnur, ★ $ fermingar, $ ★ einkasamkvœmi. $ ★ ★ A ðeins það hesta. * REMEDIA, Borgartúni 20. | Veislumiðstöðin ★ Lindargotu 12 — $ $ Símar: 1 00 24 • 1 12 50 $ ★-H-K-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-x-K-tt ★ ískross á Leirtjörn Bifreiðaklúbbur Reykjavíkur heldur ískross á Leirtjörn sunnudaginn 29. desember kl. 13.30.10 bílar hafa verið skráðir til leiks. Kisa týnd úr Kópavoginum Á sunnudagskvöldið sl. tapaðist 10 mánaða kisa frá Hamraborginni í Kópavogi og hefur ekkert spurst til hennar síðan. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um kisu vin- samlegast hringi í síma 641427. + Maðurinn minn Guðfinnur Sigmundsson vélsmiður frá ísafirði, búsettur að Lyng- holti 19, Keflavík, lést á sjúkrahúsi Kefla- víkur á aðfangadag. Guðríður Ásgeirsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.