Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985. 7 Rokkspildan_________Rokkspildan_________Rokkspiidan „Þeir syngja rokkið í réttunum . .Stórhljómsveit Bubba Morthens flytur Rokkkalypsó Hauks frænda. DV-mynd Gunnar Bender. Þjórað undir Borg- artónlist Bubba á Þorláksmessu Borgin iðaði af lffi á Þorláks- messu eins og venja er til á þeim degi. En eftir því sem leið á kvöldið fór fólkinu fækkandi. Sumir drifu sig heim að pakka jólagjöfum, aðrir settust inn á sal hótelsins við Austurvöll. A lokunartíma versl- ananna klukkan ellefu höfðu verið auglýstir tónleikar, og það engir minni háttar tónleikar: Bubbi Morthens ásamt stórhljómsveit, gjörið svo vel. „Djamm-sessjón“ Á slaginu ellefu steig mannskap- urinn á svið. Bubbi tók kassagítar- inn, Kormákur settist við sneril- trommuna, Björgúlfur handlék bassann, Sigurgeir rafgítarinn, Jens saxófóninn og aldursforset- inn, Guðmundur Ingólfsson, settist við hljómborðið. Bubbi bauð gott kvöld og sagði fullum sal að spilirí- ið kæmi til með að vera hálfgerð „djamm-sessjón“. Engin örvænting greip um sig í áhorfendaskaranum þrátt fyrir það. Það höfðu nefnilega ýmsar lýs- ingar verið gefnar á efnisskránni þetta kvöld. Tónlistin hafði verið sögð frá stríðsárunum, jafnvel eldri. Með þetta í huga setti maður sig í þægilegar stellingar og var við öllu búinn. Samt komu þeir félagar mér, og örugglega flestum öðrum, í opna skjöldu. Samtíningur og sitthvað Erfiðast finnst mér að reyna áð lýsa tónlistinni í einu orði. Líkleg- ast er það ekki hægt. Þarna ægði öllu saman: swing, blues, bítlarokki og amerískri kántrítónlist brá jafnvel fyrir. Öll- um reglum um framsetningu þess- arar tónlistar var varpað fyrir róða. Bassinn, tromman og gítarinn hans Bubba mynduðu traustan grunn, síðan skiptust Sigurgeir, Guð- mundur og Jens á að taka sóló. Oftar en einu sinni tóku þeir allir rispu í sama laginu. Lag, sem kannski hafði byrjað sem bítlaslag- ari, endaði í hörku swingi! Bubbi stjórnaði bandinu eins og herforingi, gaf mönnum grænt ljós í sóló og ákvað hvenær lögin end- uðu. Hann söng sjálfur eins og engill og var ekki í minnstu vand- ræðum með að ná upp stemmningu í salnum, tók ásamt hljómsveitinni ísbjarnarblúsinn, Libba dóna og fleiri gömul, góð í einum rykk og söng í milli, „Yeeeeei...“. Yeeeeei bergmálaði salurinn og menn og konur réðu sér ekki fyrir kæti. Guðmundur axlar harmóníkuna Það var á slíkum stundum sem fólk rankaði við sér og var vel með á nótunum. Það var ekki laust við að sumir væru hálfhvumsa yfir samtíningnum s.em Bubbi bar fyrir þá. Bubbi virtist vera sér meðvitandi um þetta því brátt fóru allir nema hann, Guðmundur og Björgúlfur í pásu. Um leið og Guðmundur axl- aði harmóníkuna vissu allir hvað var í aðsigi. Ljúfir upphafstónar Paranounar liðu um salinn og allir tóku kröftuglega undir. Slík var stemmningin að það lá við að manni vöknaði um augu. Lagið er með því betra sem Bubbi hefur samið og hefur þó margt gott komið úr þeirri átt. Leynigesturinn gleymdist Bubbi tók nokkur gömul og góð til viðbótar og gestir, sem nú gerð- ust æ ölvaðri, sönnuðu fyrir sér og öðrum að þeir kynnu textana. „Þessu hlýtur að fara að ljúka," sagði ég dasaður við Guddu systur. Mannfjöldinn gerði sig líklegan til að ýta fremstu borðunum alla leið upp að sviðinu. í fimmta sinn bað ég kallinn, sem stóð fyrir aftan mig, um að reyna nú að drekka það sem hann væri með í glasinu. Taumarnir voru farnir að renna niðUr eftir hálsinum á mér. En í annað sinn þetta.kvöld var mér komið á óvart. Eða var þetta viljandi gert? „Magnús Þór Jóns- son, MEGAS“ tilkynnti Bubbi: ég hafði gleymt leynigestinum! Ann- ars er -það einkenni góðra leyni- gesta að leynast sem lengst, og Megas blés í mig nýju lífi. Rokkkalypsó a la Haukur Megas virðist hafa sérstakt dá- læti á gömlum dægurlögum um þessar mundir. Fyrsta lagið var sótt í smiðjuna hans Hauks sem, eins og flestir vita, er frændi Bubba. Rokkkalypsó var tekið með áhlaupi: „Þeir dansa rokkið í rétt- unum. La, la, la, la,...“ Það var bókstaflega allt að verða vitlaust og ekki hjaðnaði stemmn- ingin þegar Dísa í dalakofanum fylgdi í kjölfarið. Það lag reyndist í lengra lagi og þegar hér var komið sögu virtist allt vera að fara úr böndunum. Fólk var orðið ofurölvi og lét öllum illum látum. Frakkagrey, sem sat við sama borð og ég, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en ég skildi hvað klukkan sló enda inn- fæddur. Ég fór að tygja mig og klukkan var kortér yfir eitt þegar ég gekk út í upphaf aðfangadags- ins. Þunnur, þynnri, þynnstur Ef á heildina er litið var þetta mjög skemmtilegt og ekki síst líf- legt Þorláksmessukvöld. Bubbi hefur aldrei verið betri og sýndi og sannaði að hann er en'n í fremstu röð í íslenskri popptónlist. Það er hreint ótrúlegt hvað Bubbi hefur afrekað og hann er óhræddur við að reyna eitthvað nýtt. Það verður spennandi að sjá afrakstur- inn af upptökunum í Svíþjóð. En fleiri létu ljós sitt skína þetta kvöld. Sigurgeir var traustur á gítarnum og Guðmundur tók sóló á hljómborðið eftir pöntunum. Bjartast skein þó Jens Hansson á saxófónana þrjá feikilega skemmtilegur spilari sem vex ás- megin með hverjum tónleikum. Það sem hins vegar spillti þessari frábæru skemmtun var ölvunin. Það'er í góðu lagi að fá sér létt í glas eftir búðarápið - en að drekka sig á skallann svona rétt fyrir jólin finnst mér heldur dapurt. Annars nenni ég ekki að vera að tuða um svona nokkuð. Fólk verður bara að eiga þynnkuna-yfir jólasteikinni viðsjálftsig. GLEÐILEGT NÆSTA ÁR! -ÞJV Jólatrésskemmtun Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun að Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 3. janúar 1986 kl. 15.00. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu félagsins á 8. hæð Húss verzlunarinnar á skrifstofutíma. Miða- verð 300 kr. fyrir börn og 175 kr. fyrir fullorðna. Miðarverða ekki afhentir við innganginn. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Happdrætti Styrktar- félags vangefinna 1986 Vinningsnúmer: 1. vinningur, Subaru station 1800 GL, 4 wd 1986, nr. 69008. 2. vinningur, Mada 323 Saloon, 4ra dyra, nr. 66947. 3. vinningur, bifreið að eigin vali að upphæð kr. 340 þús., nr. 52778. 4. -10. vinningur, húsbúnaður að eigin vali, hver að upphæð kr. 1 50 þús. nr. 7404, 7522, 25264, 40645, 45341,51503,75639. Styrktarfélag vangefinna. BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 6212 40 MMC Pajero dísil árg. 1985, ekinn 35.000 km. Verð kr. 980.000,- MMC Lancer GLX árg. 1984, ekinn 26.000 km. Verð kr. 360.000,- VW Goll árg. 1983, 4ra dyra, ekinn 64.000 km. Verð kr. 340.000,- Mazda 626 árg. 1981, ekinn 69.000 km. Verð kr. 290.000,- Daihatsu Charade árg. 1983, ekinn 43.000 km. Verð kr. 290.000,- Range Rover arg. 1982, ekinn 87.000 km. Verð kr. 950.000,- Mikið urval nýlegra bíla á staðnum. RUMGOÐUR SYNINGARSALUR — REYNDIR SÖLUMENN — OPIÐ: Mánud.—föstud.kl. 9.00—19.00. Laugard. kl. 10.00—19.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.