Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985.
3
Borgarráð:
VEini
GREIÐA-
BÍLUM LEYFI
TILEINS
ÁRS
„Við sóttum um framlengingu á
starfsleyfí sem var tekið fyrir á borg-
arráðsfundi í annað sinn í gær. 1
fyrra skiptið 13. desember sl. var
bókað að borgarráð treysti sér ekki
til að framlengja leyflð um eitt ár.
Bókunin var ekki samþykkt á síðasta
borgarstjórnarfundi en málinu vísað
aftur til borgarráðs. I gær var málið
tekið fyrir aftur í borgarráði og leyfið
veitttil eins árs.“
Þetta sagði framkvæmdastjóri
Greiðabíla á Steindórsplani, Guð-
mundur Ásmundsson, í samtali við
DV í gær. Framkvæmdastjórinn
sagði að Greiðamenn væru mjög
bjartsýnir enda hefur starfsemi
þeirra gengið mjög vel. Afkoma sjö-
tíu fjölskvldna hefði verið í hættu
ef framlenging á starfsleyfmu hefði
ekki fengist.
„Við sjáum mikinn árangur af
okkar starfí. Þjónusta okkar hefur
mælst afskaplega vel fyrir,“ sagði
Guðmundur. Hann sagði að allar
líkur væru á því að þeir þyrftu strax
á næsta ári að leita að annarri að-
stöðu „við erum að sprengja allt utan
afokkurhér“.
Eins og menn eflaust rekur minni
til stóð mikill styr um Steindórsstöð-
ina í fyrra og leigubílaakstur var
lagður niður á stöðinni en greiða-
þjónustan tekin upp í staðinn. Mikill
ágreiningur var á milli leigubifreiða-
stjóra af öðrum stöðvum og enn telja
'menn að einhver „ skæruhernaður"
sé í gangi. í púströr bílanna á Stein-
dórsplaninu hefur oft verið sprautað
kvcðu, de!:k hafa verið sprengd, lími
spr: utað í læsingar stöðvarhúss og
bíla og sitthvað fleira hefur angrað
greiðabílstjórana að undanförnu.
En framlenging á starfsleyfi fékkst
í gær og verður að líkindum sam-
þykkt á næsta borgarstjórnarfundi
2.janúar. -j>G
INGÓLFUR
SELUR
FLUGELDA
Björgunarsveitin Ingólfur, sem
hingað til hefur aðeins verið með
flugeldasölu fyrir félaga sveitarinn-
ar, verður nú með almenna flugelda-
sölu á tveim stöðum i bænum: í
Gróubúð á Grandanum og á Lauga-
vegi þar sem selt verður úr snjóbíl.
Megnið af vörum Ingólfs er flutt
inn frá Noregi en einnig er talsverð-
ur hluti frá björgunarsveitinni
Fiskakletti í Hafnarfirði. Sem dæmi
um verð má nefna að fjölskyldupakk-
ar eru á kr. 950 og 2200.
Ekiðákonu
Ekið var á konu á móts við Lækjar-
götu 6 um miðjan dag í gær. Var
konan flutt á slysadeild, en meiðslin
reyndust minniháttar.
-KÞ
Leiðrétting
Sá misskilningur slæddist inn í
flugeldablaðið að björgunarsveitirn-
ar fjórar: Fiskaklettur, Þorbjörn,
Sigurjón og Kyndill stæðu saman að
flugeldasölu. Hið rétta er að þær
standa saman að innflutningi flug-
elda en smásalan er aðskilin. Fiska-
klettur er ein þessara sveita með
flugeldasölu í Hafnarfirði og Kyndill
er aðeins með sölu í Mosfellssveit,
Þorbjörn í Grindavík og Sigurvon í
Sandgerði.
SNJÓFLÓÐK) Á SEYÐISFIRÐI:
ÁSTANDIÐ í FIÖR-
UNNIER ÓFAGURT
„Það ér alveg ljóst að það er ekki
glæsilegt um að litast í fjörunni
þarna. En við erum heppnir að því
leyti að alla olíuna hefur rekið í
suður, inn í höfnina. Það voru um
400 tonn sem fóru í sjóinn og nú er
unnið á fuilu við að hreinsa það upp.
Hins vegar er ljóst að það tekur
töluverðan tíma að ná olíunni upp
og óvist er hve vel það gengur,
tíminn einn verður að leiða það i
ljós.“
Þetta sagði Þorvaldur Jóhannes-
son, bæjarstjóri á Seyðisfirði, í sam-
tali við.DV í gær.
Aðspurður hvort örýggisráðstafan-
ir hefðu verið vanræktar sagði Þor-
valdur: „Það er ljóst að það hefði átt
að vera búið að gera eitthvað varð-
andi þessa tanka. En það er eins og
menn læri ekkert fyrr en óhöppin
eiga sér stað. Svo er þetta líka spurn-
ing um tíma og forgangsröð. Þarna
hafa fallið snjóflóð áður svo það var
ljóst að þetta var hættusvæði. Hins
vegar áttu menn ekki von á snjóflóði
núna.“
Ekki vissi Þorvaldur hvernig stað-
ið yrði að bótamálum, taldi hann að
það væri tryggingamál. „Það er hins
vegar ljóst að margt í þessu máli
verður seint bætfc Þetta bætir t.d.
ekki fuglalíf í firðinum þó það ráðist
auðvitað af því hvernig til tekst með
hreinsun i firðinum. Tíminn verður
að leiða það í ljós hvaða áhrif þetta
hefur," sagði Þorvaldur.
1 samtali við Þórð Ásgeirsson, for-
stjóra Olíuverslunar Islands, kom
fram að þeir hjá Olíuversluninni
vissu af skýrslunni sem siglinga-
málastjóri vitnar til. „Það var hins
vegar ekki hægt að gera allar þær
endurbætur sem þar voru lagðar til
í einu. Þetta verður að gera smátt
og smátt og því miður var ekki komið
að þessum tanki,“ sagði Þórður. væri hugsað um það eitt að ná ol-
Ekki sagðist Þórður vita hvernig íunni upp sem fyrst. -SMJ
tjónið af þessu slysí yrði greitt, nú
Var um vanrækslu að ræða?
Þannig var umhorfs á vígvellinum i flugafgreiðslunni á flugvellinum í Vínarborg þegar hildarleiknum
lauk. Jólatréð til hægri á myndinni fór ekki varhluta af bardaganum á þriðja degi mestu friðarhátíðar
kristinna manna. ^
HRYDJUVERK A
ÞRIDJA DEGIJÓLA
Farþegar voru að gefa sig fram
við afgreiðslulúgu E1 A1 í Fiumic-
ino-flughöfninni í Róm vegna flugs
til Tel Aviv. Biðröð var við næstu
lúgu hjá TWA og þröng var við
næsta bar þegar hryðju"erkamenn
hófu árás kl. 9.15 að staðartíma í
gærmorgun með því að varpa
handsprengju að ísraelsku af-
greiðslunni.
Harðurbardagi
Flugvallarlögreglan brá við strax
og starfsmenn E1 A1 gripu einnig
til vopna en hryðjuverkamennirnir
létu rigna yfir þá kúlnahríð úr
Kalashnikov-hríðskotarifflum. Sló
í harðan bardaga milli hryðju-
verkamannanna fimm og flugvall-
arlögreglunnar.
Þrír hryðjuverkamannanna, sem
lögreglan segir að hafi haft á sér
yfirbragð manna frá Austurlöndum
nær, féllu í skothriðinni i brott-
fararsalnum í Fiumicino-flughöfn-
inni. Hinir tveir særðust báðir og
voru handteknir.
„Afgreiðslumaðurinn var að
kveðja mig með handabandi þegar
ein kúlan hæfði hann en hann brá
upp skammbyssu og hóf strax að
skjóta á móti,“ sagði ítalskur ferða-
maður sem ætlaði með Tel Aviv-
fluginu.
Hryðjuverkamennirnir vörpuðu
ítalskur lögreglumaður á Róm-
arflugvelli sést hér á myndinni
handsama einn hryðjuverka-
mannanna sem sagðir eru
arabískir.
handsprengjum að öryggisvörðun-
um en þessum hildarleik lauk samt
með því að réttvísin fór með sigur
af hólmi, en æði blóðugan þó.
Fjórtán létu lífið og 75 særðust.
Önnur árás á Vínarflugvelli
Samtímis þessum atburði gerðu
tveir arabískir hryðjuverkamenn
árás á afgreiðslu flugfélagsins E1
A1 í Vínarborg í gærmorgun með
sama hætti, vörpuðu handsprengj-
um að viðstöddum farþegum,
starfsfólki og öryggisvörðum og
skutu af hríðskotarifflum. Drápu
þeir tvo og særðu þrjátíu.
I allri ringulreiðinni i Schwec-
hat-flughöfninni komust hryðju-
verkamennirnir undan og út í bif-
reið þar sem þriðji maðurinn beið
þeirra. Hófst mikill eltingarleikur
þar sem arabarnir vörpuðu hand-
sprengjum og skutu að lögreglubíl-
unum en voru þó króaðir af og
yfirbugaðir. Einn þeirra var drep-
inn og tveir særðust alvarlega.
-GP
í viðtali við Magnús Jóhannesson
siglingamálastjóra kom fram að það
hafði verið bent á snjóflóðahættu þar
sem snjóflóðið féll. „Við hjá Sigl-
ingamálastofnun gerðum á sinum
tíma úttekt á öllum olíubirgðageym-
um á Austurlandi. Var þetta árið
1976 og voru þá jafnframt gerðar
tillögur til úrbóta. Hins vegar var
ekki hægt að krefjast þess að úr-
bætur væru gerðar fyrr en reglugerð
þar að lútandi var gerð 1982 og gilti
hún aðeins um geyma sem voru settir
upp eftir það. Ég get ekki lagt mat
á það hvort hér hafi verið um van-
rækslu að ræða en það var búið að
benda á að geymarnir væru á snjó-
flóðasvæði og það var lagt til að þeir
væru færðir. Einnig var lagt til að
fleiri geymar á Seyðisfirði væru
færðir en ég hef grun um að það
hafi ekki verið gert.“
- En hver greiðir kostnað af
hreinsuninni og því tjóni sem meng-
unin veldur?
„Mengunarvaldur greiðir kostnað
í svona málum. Að þessu sinni er
mengunarvaldurinn annaðhvort
verksmiðjan eða Olíuverslunin. Það
er ljóst að það er ófyrirsjáanlegur
kostnaður af þessu slysi,“ sagði
t'
Magnús.
-SMJ.
„Erfittað
segja til
um tjónið
„Það er erfitt að segja hve mikið
tjónið er. Það er hins vegar ljóst að
allar fjörur hér eru útataðar og höfn-
in er full af svartolíu. T.d. eru trillur
hér í höfninni ataðar í svartoliu."
Þetta kom frarn í samtali við The-
odór Blöndal, verksmiðjustjóra
loðnuverksmiðju ísbjarnarins á
Seyðisfirði.
Varðandi ummæli siglingamála-
stjóra um að það hefði verið varað
við snjóflóðahættu þarna fyrir löngu
sagði Theodór: „Það er alltaf hægt
að segja svona eftir að slysin hafa
gerst. Það er alveg staðreynd að
tankurinn og staðsetning hans var
ekki eftir ströngustu kröfum enda
er þetta gamall tankur. Ég hafði ekki
heyrt um þetta áður en ég kannast
við þessa skýrslu sem siglingamála-
stjóri er að vitna í. Annars er þessi
tankur í eigu Olíuverslunar Islands
og þjóna þeir honum algerlega. við
kaupum aðeins olíu af þeim. Þetta
tjón út af fyrir sig er verksmiðjunni
óviðk.omandi.“
Þess má geta að öll verksmiðjan
er á snjóflóðasvæði. -SMJ.
Eyðmveiran
breiðist út
á íslandi
Um 300 sýni vegna eyðni hafa
verió tekin til greiningar á
Landspitalanum. Þá eru ótalin
þau sýni sem berast frá Blóð-
bankanum en blóð allra blóð-
gjafa er skoðað.
Fjöldi smitaðra er ekki lengur
10. Fleiri hafa bæst í hópinn og
miklar likur á því að sjúkdómur-
inn eigi eftir að breiðast hér út
og fylgja svipaðri þróun og ann-
ars staðar i Evrópu, að sögn
Sigurðar Guðmundssonar smit-
sjúkdómalæknis.
Mikið annriki er því hjá þeim
sem vinna við greinigu á eyðni-
sýnum. Unnið er nótt og dag.
Áðstaðan á Borgarspítalanum er
mjög léleg eins og er. Kaupin á
Vörumarkaðshúsinu eru því
góðar fregnir að sögn Sigurðar.
-KB