Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985. Greifinn af Monte Christo Salatborð í gamla bcenum Bixinu við göngukafla Lauga- vegs hefur farið fram, síðan það varð að Greifanum frá Monte Christo. Samt hefur verðlagið haldizt óbreytt, enda var það of hátt fyrir. Bezti kostur staðarins er, að þangað er hægt að skjótast í súpu með brauði og salatborð með eftirréttum fyrir 290 krónur, ekki aðeins í hádeginu, heldur einnig á kvöldin. Utlit staðarins hefur lítið breytzt. Hann er orðinn notalegri, án þess að ég geti fest hendur á orsökunum. Andrúmsloftið er fremur suðrænt. Veggir eru ljósir og þar hanga eldhúsáhöld, aðallega koparpönr,- ur, svo og körfur, þurrkaðar jurtir og hvítlaukur. Myndir af við- skiptavinum veitingahúsa eru blásnar í gler meðfram inngangi og í gluggunuhi út að götu. Viðskipti í síma Fremur rúmt er um gesti í 44 gylltum stálstólum með tágasetum við bleikdúkuð borð, þar sem logar á kertum og munnþurrkur eru úr pappír. í lofti eru vængjaviftur og á gólfi teppi. Innst er snyrtilegur bar eða skenkur og þar til hliðar setukrókur. Á miðju gólfi er svo salatborðið. Að tjaldabaki er nið- ursoðin tónlist, fremur hávær. Yfir borðum hanga tágakrónur, nema fornfáleg Ijósakróna yfir setukróknum. Þar sátu gjarna vinir hússins og stunduðu viðskipti gegnum síma. Ekki fer eiiis illa á því í Greifanum og í Sombrero, því að þar gerðist það í miðjum sal, en hér úti í horni. Þetta er frekar afslappaður eða slakaður staður. Gestum finnst jafnvel, að þeir fengju að sitja í setukróknum og stunda viðskipti í síma, ef þar væri rúm fyrir fleiri. Þjónusta er ágæt, færir gestum stundum óumbeðið ísvatn á borð og man stundum, hver. pantaði hvað. Og fumlaus er hún sem skó- luð væri. Greifinn er einn þeirra staða, sem fer illa að vera tómur og vel að vera fullur af gestum. Mannmergð samsvarar suðrænu útliti staðar- ins. Þá vantar eiginlega ekkert nema Miðjarðarhafseldhús til að fá dæmið til að ganga upp. En því er ekki til að dreifa. Eldamennskan er afar lítið spennandi. n Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og blóm fyrir umhvurfi og þjónustu, en krónupeningarnir tákna verðlagið. Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús Gersamlega hugmyndasnauöur Fastaseðillinn er gersamlega hugmyndasnauður, hinn dæmi- gerði matseðill íslenzkra veitinga- húsa. Hann skiptist að jöfnu milli fisk- og kjötrétta. Auk forrétta, aðalrétta og eftirrétta er boðið upp á ýmsa smárétti og barnarétti. Ennfremur tvenns konar fondue, bæði kjöts og osta. Skemmtilegasti titillinn á seðlinum er „Steik Gor- don Blue“, sem líklega á að tákna Cordon Bleu nautasteik. Vínlistinn sýnir örlítið meiri til- þrif en almennt gerist, hýður í rauðvínum upp á Chateau Cant- enac Brown og Santa Christina og í hvítvínum Riesling Hugel, BernkastelerSchlossberg og Hoch- heimer Daubhaus. Þótt við bætist Tio Pepe er þetta samt lítið í sam- anhurði við það, sem hægt væri að hafa, svo sem ég hef rakið á öðrum stað. I hádeginu var boðið upp á tvo rétti dagsins, að súpu og salatborði inniföldu. Súpan var rjómalöguð rósa- kálssúpa sæmileg. Pönnus- teikt rauðspretta var ágæt, mildi- lega elduð, borin fram með óþörfum dósakræklingi, hvítum kartöflum og smjöri, sem blessunarlega var haft í sérstakri skál til hliðar. Á salatborðinu voru tvenns kon- ar flautur, heilhveiti- og ostabrauð. Ennfremur fimmtán skálar með tvenns konar sósu, þreytulegum sveppum, möskuðum eggjum, tóm- ati, gúrku og sýrðri gúrku, papriku, maís, blaðlauk og kotasælu, svo og blönduðu hrásalati. Ennfremur voru þar appelsínubátar, melónu- Hádegismatseöill •'C3 1 3§: I f' 42J Nau/asmásteik meb raubvínssósu 3JJ Pönnusteikf raubspretta meb kraikHngi Súpa og salatbarfylgir 290 S/ípa og salatbar Fastaseöill 190 Rjómalögub bumarsúpa 27J Ra'kjnk-okteil/ meb hvítvinssósu og ristubu braubi 160 Frönsk lauksúpa 2J0 Gratinerabir krœkJingar í hvítvínssósu 320 irivitlauksristabir sniglar meb hvítlauksbraubi 39J Pönnusteiktýsa meb mkjum og krceklingi JIO Gufusobin smálúba meb bvítvínssósu 46J Pónnusteiktur skötuselur meb hrísgrjónum og karrísósu v 49J Gratinerabir sjávarrétiir meb ristubu braubi jlO SHdarbakki meb rúgbraubi og hvítum kartöf/um 890 Hvítláuksristabur humar 68/ Pónnusteiktar svínakótekttur meb grábostasósu J9J Steik Gordon B/ue meo smjórsteiktum kartöflum 620 luimbasteik Monte Christo með bearnaise-sósu 690 Enskt buffmeb /auk oghvítum kartöflum 790 Piparsteik ab hattigreifans meb bakabri kartöf/u 210 Súkkuláðihjúpabur ananas meb rjóma 180 1 'anilluís meö rjóma, súkkulaðisósu og ískexi 2J0 B/andaðir ávextir með Gra/td Marnier og rjóma 297 Djúpsteiktur camembert með rifsberjasósu 27J Kaviar með lauk og eggjaraubu J20 Bufj tartar meb eggjaraubu, lauk og kapers }20 Djúpsteiktar rœkjur með ristuðu braúbi 29O E.ggjakaka meb rœkjum og spergli eba skinku og sveppum 9jo Kjótfondue ( minnst fyrir tvo) JJ0 Ostafondue 200 v Hamborgari eba samloka ebagri/labar pylsur meðfrónskum bitar og vínber, sem kjörið var að nota til eftirréttar. Þetta salatborð er svo sem ekki fallégra eða betra en gengur og gerist á stöðum, sem bjóða slíkt og er alls ekki í fremsta flokki. Eigi að síður er það alfa og ómega stað- arins. Ekki má heldur gleyma, að það er hið eina slíka í gamla mið- bænum. Ég man að minnsta kosti ekki eftir öðru. Rækjukokteill var góður, borinn fram með mildri hvítvínssósu, sítr- ónu og ristuðu brauði með smjöri í álpappír. Eggjakaka með svepp- um var fremur þurr. Humarsúpa var vel rjómuð og með miklu aí þeyttum rjóma ofan á, en humar- bitarnir voru of þurrir. Staðlað meðlæti Kræklingur var borinn fram heit- ur undir gífurlegu magni af sósu með skán og með ristuðu brauði brenndu. Meðlætið var hinn sami „garnitúr“, sem fylgdi öllum for- réttum og aðalréttum staðarins, tómatsneið, tvær gúrkusneiðar, sítrónusneið og salatblað. Krækl- ingur er betri upp úr dósinni en gratineraður á þennan hátt. Pönnusteiktur skötuselur var ágætur, vel kryddaður, borinn fram með rækjublönduðum hrísgrjónum og mjög sterkri karrísósu. Gufu- soðin smálúða var stórum lakari, afar þurr, borin fram upprúlluð í fylgd með hvítvínssósu og kartöfl- um. Hún var prófuð tvisvar og reyndist ofelduð í bæði skiptin. Lambasteik Monte Christo var næstum hæfilega snöggt elduð og sæmilega meyr. Henni fylgdu miðl- ungi soðnar gulrætur og rósakál, svo og bökuð kartafla og frambæri- leg bearnaise-sósa. Enn betri var pipar- steik, hæfilega hrásteikt, en henni var spillt með afar sterkri og ekki góðri piparsósu og gassa- lega elduðu brokkáli og sveppum. Kaffi var sæmilegt, þótt í þynnra lagi væri, borið fram með áfengu konfekti og innifalið í verðinu. Súpa, salat og eftirréttur kosta 290 krónur sem fyrr segir. Miðju- verð rétta dagsins í hádeginu er 390 krónur, að súpu, salati og eftirrétti inniföldu. Á fastaseðli er miðjuverð þriggja rétta máltíðar með kaffi og hálfri flösku af víni á mann 1258 krónur. Það er dæmigert meðal- verð íslenzkra veitingahúsa. Jónas Kristjánsson OPIÐ TIL KL. 41 DAG ,r N/erB'! o ^a^ð.nbe8, /A A ▲ A ▲ ▲ V/SA Jlg Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sífni 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.