Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Síða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hentug blómaupphengi Glærir krókar með lími aftan á eru tilvaldir til ýmissa nota, m.a. til þess að hengja plöntu í gluggann. Það getur verið erfitt að festa greinarnar á lítil upphengi en með því að líma krókana á rúðuna er auðvelt að láta greinarnar sitja á þeim. Ef vill er hægt að „framlengja" krókinn með pípuhreinsara, helst grænum. Með þessu móti er engin fyrirhöfn að fjarlægja bæði plöntu og króka þegar á að hreingera gluggann. Gæðakönnun á tölvum í nýja Neytendablaðinu NEYTENDAblaðið 1 Neytendablaðinu, síðasta tölu- blaði, er gæðakönnun á heimilistölv- um og markaðskönnum á þvottavél- um og þurrkurum. Verðlagsstofnun gerði markaðskönnunina á þvotta- vélunum og þurrkurunum í sam- vinnu við Neytendasamtökin. Kann- að var verð og greiðsluskilmálar svo og ýmis önnur atriði sem máli skipta •*---------------m. Margs ber að gæta við kaup á þvottavélum og tauþurrkurum. Neytendur eru leiddir í allan sannleikann við val á þessum tækjum í nýja Neytendablaðinu. fyrir neytendur við val á þessum tækjum. Markaðskönnun þessi ætti að koma neytendum að góðum notum og spara þeim sporin sem eru í kaup- hugleiðingum á þessum tækjum. Gæðakönnunin á heimilistölvun- um er komin frá bresku neytenda- samtökunum Consumers Associat- ion. Gerður er gæðasamanburður á átta tölvutegundum. Margt annað mjög gott neytenda- efni er í blaðinu sem er fjörutíu síður að stærð. Blaðið er sent til félags- manna en einnig selt í bókabúðum og kostar það 100 krónur. -ÞG Raddir neytenda Sápan vinnur með tímanum „Ég ætla að segja ykkur nýjar fréttir af blettasápunni Vanish," segir m.a. í bréfi frá húsmóður bú- settri í sveit, í bréfi til neytendasíð- unnar. „Ég á börn sem stundum eru með tússpenna og krota e.t.v. á veggi. Ég hef átt í talsverðum erfiðleikum með að ná því af og reynt hin ýmsu efni. Eftir að ég fékk Vanish sápuna er þetta mun auðveldara og þó svo blettirnir hverfi ekki fullkomlega strax er eins og sápan vinni með tímanum því nú eru blettimir alveg horfnir af veggnum. Sama má segja um önnur efni svo sem smurolíu, berjasaft og óhrein- indi á skyrtukrögum, sokkum o.fl. Nuddið sápunni vel á blettinn og látið bíða í 20-30 mín. Burstið blett- inn með volgu eða köldu vatni. Endurtakið ef fyrsta tilraun dugir ekki.“ til samauburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendiö okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þcr orðinn virkur þátttak- * andi í uppltsinnamiðlun meðal almennings um hvert sc meðaltal heimiliskostnaðar i fjölskvldu af sömu starð or vðar. r 1 Nafn áskrifanda ! ------------- Heimili i i Sími l l Fjöldi heimilisfólks I I I Kostnaður í desember 1985. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. í INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS í 1. FL. B 1985 Hinn 10. januar 1986 er annar fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskirteina rikissjoðs með vaxtamiðum i 1. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr 2 verður fra og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiðimeö 5.000,-kr. skírteini kr. 223,72 Vaxtamiðimeð 10.000,-kr. skírteini kr. 447,45 ___________Vaxtamiði með 100.000,- kr, skírteim kr. 4.474,50 Ofangreindar fjárhæðir eru vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir timabilið 10. júl í 1985 til 10. janúar 1986 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 1364 hinn 1. janúar 1986. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 2 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar n.k. Reykjavik, 7. janúar 1986 SEÐLABANKI ÍSLANDS ÚTSALA pöntunarlistinn Frábært verð Góðar vörur Hólshrauni 7, Hafnarfirði. Síðumúla 8, Reykjavík, opið 1-6.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.