Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Síða 17
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 7. JANÚAR1986.
17
Dttir Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir
Dregið í ensku bikarkeppninni:
STÓRLEIKURINN Á BRÚNNI
— Chelsea ge|h Liverpool
Sigurður Jónsson, KR-ingur,
við ráspall á Evrópumeistara-
mótinu í Mónakó 1947.
þeirra og þeir skiptust oft á um að
sigra. Sigurður KR-ingur bætti meira
að segja Islandsmet sem Sigurður
Þingeyingur hafði náð frá honum.
-hsím
Stórleikur fjórðu umferðarinn-
ar í ensku bikarkeppninni verður
viðureign Chelsea og Liverpool á
Stamford Bridge í Lundúnum.
Þessi lið drógust saman þegar
dregið var til fjórðu umferðarinn-
ar í gær. Þau sigruðu bæði í leikj-
um sínum í 3. umferð á laugar-
dag. Vegna frestana sl. laugardag
og jafnteflisleikja er enn mjög
óljóst hvaða lið leika saman í 4.
umferðinni. Þó er greinilegt að
stórleikur verður á Maine Road i
Manchester. Þar leika Man.City
og Watford.
Nafn Sunderlands kom fyrst úr
’hattinum í gær og í 4. umferðinni,
sem háð verður laugardaginn 25.
janúar, fær Sunderland annað hvort
Man.' Utd eða Rochdale í heimsókn.
Forráðamenn Sunderland vona
auðvitað að United sigri 4. deildar
lið Rochdale því þá verður troðfullur
völlur á Roker Park ef bikarmeistar-
ar Man. Utd koma í heimsókn. York
fær heimaleik annað hvort gegn
Birmingham eða Altrincham. í fyrra
sló York Arsenal út í bikarkeppninni
sem 3. deildar lið og enn er York í
3. deild. Altrincham er eina liðið
utan deildanna sem enn er í bikar-
keppni - útborg Manchester.
Everton, sem lék til úrslita við
Man. Utd sl. vor í bikarkeppninni,
fékk heimavöll í 4. umferð. Leikur
annað hvort við Nottingham Forest
eða Blackburn. Þar gæti orðið stór-
leikur ef Forest sigrar Blackburn.
Hins vegar verður einnig spenna á
Goodison Park ef Blackburn, eitt af
betri liðum 2. deildar, sigrar. Það er
Lancashirelið eins og Everton. Hull 4 *
eða Plymouth leika á heimavelli
gegn Brighton. Fjárhagslega yrði
gott fyrir Plymouth að fá heimaleik
gegn Brighton, öðru liði af suður-
ströndinni. PlymouthBrighton
mundi draga að mikinn íjölda áhorf-
enda.
Er röðin komin aðþér
9
Tíminn er aö renna út!
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
Ekki hefur enn tekist að koma á
leik Middlesbrough og Southampton
en það liðið, sem sigrar í þeim leik,
fær Wigan úr 3. deild í heimsókn í
4. umferð. Aston Villa og Portsmouth
leika á ný annað kvöld og það liðið,
sem kemst í 4.umferð, fær Lundúna-
liðið Millwall í heimsókn. Arsenal
var heppið í drættinum, fær Rother-
ham á Highbury. West Ham fékk
einnig heimavöll, leikur annað hvort
við Ipswich eða Bradford. Það má
reikna með að mikið verði um bikar-
leiki í Lundúnum í 4. umferðinni.
Lánið lék við bæði Sheffield-liðin
á ný í drættinum. Þau éiga að vísu
bæði eftir að leika heimaleiki sína
úr 3. umferðinni. Sheff. Wed. við
WBA og ef liðið sigrar í þeim leik
leikur það næst á Hillsborough við
annað hvort Oldham eða Orient.
Sheff. Utd á eftir að leika við Fulham
í 3. umferð. Sigurliðið úr þeim leik ~
leikur annað hvort við Gillingham
eða Derby á heimavelli. Peterbrough
fær annað hvort Carlisle eða QPR í
heimsókn. Bristol Rovers leikur á
útivelli annað hvort við Crystal
Palace eða Luton. Tveir síðustu leik-
irnir eru hvað flóknastir. Hudders-
field eða Reading leika á heimavelli
annað hvort við Bury eða Bamsley
og Stoke eða Notts County leika á
heimavelli við Tottenham eða Ox-
ford.
-hsím
HSVvillfá
Kóreumann
Frá Atla Hilmarssyni, fréttarit-
ara DV í Þýskalandi:
V-þýska liðið Hamburger Sport-
verein hefur nú mjög mikinn
áhuga á að klófesta Kóreu-
manninn Hoi Soon Ho sem tví-
vegis hefur verið kjörinn knatt-
spyrnumaður S-Kóreu. Það eina
sem stendur í vegi fyrir kaupun-
um á Ho er það að hann þarf að
gegna herskyldu í tvö ár fyrir
land sitt en v-þýska liðið er von-
gott um að yfirvöld í S-Kóreu
muni ekki standa í veginum.
Hoi Soon Ho er framlinumaður
og er honum ætlað að fylla skarð
Horst Hrubesch en HSV hefur
reynst erfitt að fá arftaka hans.
-fros
„Meira samband
við leikmenn”
Frá Kristjáni Bernburg, frétta-
ritara DV í Belgíu:
„Arie Haan er með mun \
skemmtilegri æfingar en Paul
Van Himst var með. Þá ræðir
hann meiri taktik og er í nánara<c
sambandi við leikmenn en forveri
hans,“ sagði Arnór Guðjohnsen
sem líst mjög vel á hinn nýja
þjálfara Anderlecht.
„Sjálfur skokka ég bara á æf-
ingum og æfi sér. Eg mun gera
það í að minnsta kosti tvær vikur
í viðbót,“ sagði Arnór en hann
er að ná sér eftir uppskurð.
-fros