Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Side 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Þeir brenna í skinn-
inu að hegna Gaddafi
Ætluðu hernaðarstorveldi á borð
við Bandaríkin og Israel að fara
með vopnum að Líbýu tii að hefna
fyrir meint tengsl Gaddafis ofursta
við hryðjuverkaöfl? Sú spurning
kom mörgum til að standa á önd-
inni alla síðustu helgi, sem leið þó
án þ'ss að til þriðju heimsstyrjald-
arinnar kæmi, eins og þeir voru
samt famir að kvíða, er mest tóku
mark á yfirlýsingum Gaddafis.
I Washington hefur því verið
haldið fram að Abu Nidal, leiðtogi
eins öfgafyllsta skæruliðahópsins,
sem klofið hefur sig út úr PLO
og talinn er bera ábyrgð á hryðju-
verkaárásunum í flughöfnum Vín-
ar og Rómar 27. desember njóti
dyggilegs stuðnings Gaddafis og
Líbýustjómar til ódæðisverkanna.
„Riki lögleysunnar"
Undir helgina hvatti Washing-
ton-stjórnin til þess að ríki heims
tækju höndum saman um að ein-
angra Líbýu, sem Reagan forseti
hafði áður kallað „ríki lögleysunn-
ar“. Hann hvatti til þess að Líbýa
yrði beitt efnahagsþvingunum,
diplómatískum einangrunarað-
gerðum og á kreik komst kvittur
um að Washingtonstjómin íhugaði
hemaðaraðgerðir.
Þar sem mörg vestræn ríki eru
háð Líbýu um olíu og aðra verslun,
þá em þeir í Washington ekkert
yfirmáta vongóðir um að hrinda
af stað alþjóðlegri vakningu til að
einangra Líbýu. Og einir á báti
eygja Bandríkjamenn ekki marga
góða kosti. Þegar eru í gildi hjá
þeim ýmis höft í viðskiptum við
Líbýumenn. Þeir banna útflutning
á hergögnum til Líbýu og tak-
marka kaup á olíuvörum þaðan.
Það hefur ekki miklu breytt í
stefnu Gaddafis og önnur efna-
hagsleg tök hafa Bandaríkin engin
á þessu Norður-Afríkuríki.
Og jafnvel þótt Washington-
stjórninni tækist að tryggja sér
samstarf mikilvægra bandamanna
til þess að koma strangari viður-
lögum yfir Líbýu, er ekki víst að
það hefði meiri áhrif heldur, eins
og sagan sýnir almennt af öðrum
efnahagslegum refsiaðgerðum.
Hitti þá sjálfa fyrir
Kornsölubannið, sem Banda-
ríkjastjórn setti á Sovétríkin eftir
innrásina í Afganistan, hitti þá
fyrir sjálfa, því að bannið bitnaði
harðast á bandarískum kornbænd-
um. Sovétmenn keyptu sér einfald-
lega korn annars staðar á meðan.
Enda var Reagan fljótur að afnema
bannið þegar hann náði kosningu.
Viðskiptabann, sem sett var seint
á árinu 1981 til höfuðs gasleiðslu-
lagningunni frá Síberíu vegna
þrýstings, sem Bandaríkjastjórn
fannst Sovétmenn beita pólsku
stjórnina, hafði ekki önnur áhrif
en vekja gremju bandamanna í
Vestur-Evrópu. Þeir vildu kaupa
gasið og aðstoðuðu við að leggja
gasleiðsluna. - Viðskiptahömlur,
sem Bandaríkin hafa sett á Víet-
nam, Norður-Kóreu, Kúbu og Nic-
aragua, hafa ekki valdið neinum
tiltakanlegum umskiptum á efna-
hagslífi.
Nýlega var birt skýrsla í Wash-
ington þar sem fram kom að af alls
68 efnahagslegum refsiaðgerðum,
sem Bandaríkjastjórn hefur gripið
til síðan 1914, hafa aðeins níu verk-
að eins og ætlast var til en margar
hafa algerlega mistekist.
Hernaðarihlutun
óaðlaðandi kostur
Annar möguleiki, sem óspart
hefur verið ræddur í Washington,
er hernaðaríhlutun, en þótt herráð-
ið í Pentagon hafi haft á reiðum
höndum ýmsar áætlanir úr að velja
fyrir menn í Hvíta húsinu, eins og
loftárásir eða eitthvað annað
ámóta, þá fylgdi öllum ærinn vandi
einhver.
Einn er sá að í Líbýu eru staddir
1500 Bandaríkjamenn, sem Líbýu-
menn gætu tekið gísla, og er Hvíta
hússtjórnin ekki of trúuð á yfirlýs-
ingu Gaddafis um að Trípólístjórn-
in líti á þá sem gesti sína og aldrei
kæmi til greina að skerða hár á
höfði þeirra. Raunar eru einnig um
15 þúsund ítalir í Líbýu og 8 þús-
und breskir ríkisborgarar. Raunar
hafa bæði Reagan og herráðið í
Pentagon margvarað við því að svo
hart væri brugðið við hryðjuverk-
um að viðbrögðin gætu bitnað á
saklausu fólki.
Særðir farþegar á Rómarflugvelli bæla sig undir kúlnahríð hryðjuverkamanna, sem grunur leikur á
að hafi notið aðstoðar Líbýu, en fyrir það vilja Bandaríkjamenn refsa Líbýu.
Kosningaskjálfti bandarískra forsetaframbjóöenda:
Hart leiöir nú demókrata
Frá því að Edward Kennedy,
öldungadeildarþingmaður frá
Massachusetts, opinberaði þá ák-
vörðun sína í desember síðastliðn-
um að gefa ekki lengur kost á sér
til útnefningar sem forsetaefni
Demókrataflokksins hefur starfs-
bróðir hans í öldungadeildinni,
Gary Hart frá Colorado, verið tal-
inn líklegastur til að hljóta út-
nefninguna.
Það er ekki einungis skoðun
demókrata heldur einnig almennt
álit þeirra manna er undirbúa nú
af kappi Repúblikanaflokk Reag-
ans forseta fyrir væntanlegan
kosningaslag.
Samkvæmt skoðanakönnunum
frá því í sumar er Kennedy sá
demókrati sem líklegastur var tal-
inn til að hljóta útnefningu flokks
síns. Samt grétu hann engir hærra
en einmitt höfuðandstæðingarnir í
höfuðstöðvum repúblikana.
„Sá andstæðingur, er við vorum
vissir um að sigra í forsetakosning-
unum, hefur tilkynnt að hann verði
ekki með,“sagði Edward J. Rollins,
kosningastjóri Reagans í kosn-
ingasigrinum 1984, og átti þá við
Edward Kennedy.
Hart úr öldungadeild
Kjörtímabil Gary Harts í öld-
ungadeildinni rennur út í nóvemb-
er á þessu ári.
Hart tilkynnti það á blaða-
mannafundi þann 4. janúar síðast-
liðinn að hann hygðist ekki stefna
að endurkjöri í væntanlegri kosn-
ingabaráttu um öldungadeildar-
sætið.
Þrátt fyrir opinbera tilkynningu
um að verða ekki með í öldunga-
deildarslagnum hefur Hart ekki
enn formlega tilkynnt framboð sitt
til forseta.
Sumir stjómmálaskýrendur hafa
sagt að forsetaframbjóðandi, er
ekki á sæti á þingi, komi til með
að eiga í vandræðum með að vekja
athygli á sjálfum sér, missi af sviðs-
ljósi fjölmiölanna. Telja þeir þetta
veikja stöðu Harts.
Aðrir telja ákvörðun Harts hafa
verið þá einu réttu. Segja þeir að
öldungadeildarþingmaðurinn fyrr-
verandi verði ekki í neinum vand-
ræðum með að verða í sviðsljósinu.
„Hart er þannig persónuleiki að
hann verður ekki í neinum vand-
ræðum með að ná athygli," segir
Kevin Sweeney, einn aðalaðstoð-
armaður Harts.
Segir hann ennfremur að frjáls-
ræði það er hlýst af brottför úr
öldungadeildinni og aukinn tími til
raunverulegrar kosningabaráttu
komi til með að virka jákvætt fyrir
Hart.
„Sagan hefur sýnt okkur að það
er vita vonlaust að vera á kafi í
störfum öldungadeildarinnar á
sama tíma og barist er um útnefn-
ingu til forsetaframboðs," sagði
David Spear, kunnur stjórnmála-
skýrandi í Washington eftir að
ákvörðun Harts var opinberuð.
Kosningabarátta um helgar
Spear ætti að vita um hvað hann
talar. Maðurinn er fyrrum aðstoð-
armaður Howard Baker sem nú er
talinn einn af líklegri frambjóðend-
um repúblikana 1988.
Baker barðist fyrir útnefningu
repúblikana fyrir kosningarnar
1980, en með litlum árangri. Þar
varð Baker bókstaflega að heyja
kosningabaráttu sína um helgar á
sama tíma og mótframbjóðendur
hans, Bush og Reagan, einbeittu
sér alfarið að kosningabaráttunni.
Hvað peningahliðina varðar
virðist ákvörðun Harts skynsam-
leg. Kosningabarátta um öldunga-
deildarsæti er bæði dýr og tímaf-
rek. Hart skuldar enn yfir þrjár og
hálfa milljón dollara frá því í kosn-
ingaundirbúningnum 1984 er
Mondale sigraði hann naumlega
og hlaut útnefningu flokks síns.
Edward Kennedy.
Byrði þess er fremstur fer
Það fylgja alltaf vissar kvaðir
þeim frambjóðanda er talinn er
hafa forystuna innan síns flokks í
bandarískum slag um forsetaemb-
ættið.
„Þú ert með heila hjörð af með-
frambjóðendum á hælunum og allir
bera þeir sig saman við manninn í
forystunni og allir vilja þeir nálg-
ast hann,“ segir Lee Atwater, einn
nánasti ráðgjafi Bush varaforseta.
Maðurinn í fyrsta sæti á auðveld-
ast með að safna áheitum í kosn-
ingasjóði og hann á auðvelt með
að vera í sviðsljósinu en hann má
alltaf eiga von á gagnrýni frá öllum
hinum frambjóðendunum saman-
lagt.
Naumir sigrar í forkosningum
teljast tæplega sigrar fyrir þann
sem fremstur telst heldur frekar
ósigur.
Um manninn á toppnum segir
Lee Atwater ennfremur.
„Toppmaðurinn vekur alltaf
gaumgæfilega athygli. Hann verð-
ur að teljast sigurvegari í hverju
því sem hann tekur sér fyrir hendur
daginn út og inn. Hann hefur
ekkert að vinna en öllu að tapa.“
Líklegastir frambjóðenda demókrata eru nú:
Gary Hart, öldungadeildarþing maður frá Colorado.
Mario Cuomo, rikisstjóri í New
York.
Joseph R. Biden Jr., öldunga
deildarþingmaður frá Delaw-
are.