Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986. 13 Er lýðræðið 40 milljón króna virði? „Þótt afþreyingasjúkt þjóðfé- lagið hafi lítinn áhuga á póli- tísku karpi þá er hin pólitíska umræða, með gagnrýni og til- löguflutningi, hornsteinn lýð- ræðisins.“ DV hefur að undanförnu bent á það i fréttum og leiðurum að al- þingismenn hafa verið að veita 40 milljónum króna til útgáfu mál- gagna stjórnmálaflokkanna. Þetta gerist á sama tíma og reynt er að spara í ríkisrekstrinum. DV er hneykslað. Oft hefur DV hneykslast af stærra tilefni. Gagnrýni DV sagði meðal annars í leiðara: „Fráleitt er að allur almenningur leggi fram fé af sköttum sinum, til þess að haldið sé gangandi leiðin- legum blöðum, sem þetta fólk vill ekki lesa.“ Þetta er rétt hjá DV, að vissu marki. Pólitísk blöð eru nær und- antekningalaust leiðinleg. Fáir hafa áhuga á að lesa þau. Þetta eru áróðurspappirar. En þessi blöð eru hluti af því fyrirkomulagi sem við köllum lýð- ræði og teljum lífsnauðsynlegt. An lýðræðis væri lítið gaman að vera til. Forsendur lýðræðis eru málfrelsi og frjálsar kosningar. Þótt lýðræð- ið sé ekki gamalt hér á landi þá taka margir því sem sjálfsögðu og ekki nema gott eitt um það að segja. En lýðræðið er lifandi og breytilegt. Það kemur ekki af sjálfu sér. Hluti af virku lýðræði er virk stjórnmálaumræða. Málgögn póli- tisku flokkanna leggja sitt af mörk- um á þeim vettvangi. Pólitíkin er óvinsæl Þegar lýðræðið verður allt að þvi sjálfvirkt, eins og núna, þá breytast áhugamál manna. Þegar þeir þurfa ekki lengur að berjast fyrir mál- frelsi og kosningarétti þá snúa þeir sér að öðru. Sumir sökkva sér i vinnu, aðrir eignast myndbands- tæki og einhverjir fara að spila með Sinfóniunni. Stjórnmál eiga ekki sömu vin- sældum að fagna og hér áður fyrr, þegar þjóðin barðist fyrir sjálf- stæði. Þess vegna hafa færri áhuga á að lesa pólitísk málgögn. Það er svo margt annað sem glepur. Póli- tísku blöðin virka leiðinleg í sam- anburði við öll glæsilegu tímaritin, sjónvarpsþættina, skemmtikvöldin í Broadway og þvi um líkt. Pólitísku málgögnin eiga í vök að verjast. Fáir vilja lesa þau og enn færri vilja styrkja þau fjár- hagslega. Dagblöð, sem leggja meira upp úr pólitískum áróðri en heiðarlegum fréttaflutningi, hrein- lega deyja drottni sínum. Réttlætanlegur styrkur En lýðræðið þarf á þessum leiðin- legu sneplum að halda sem flokks- félög reyna að halda úti af veikum mætti. Einn af hornsteinum lýð- ræðisins er það aðhald sem stjórn- málamenn og aðrir veita með gagn- rýni sinni. Málgögnin flytja þessa gagnrýni. Þau gefa henni meira pláss en fjölmiðlar sem lifa á ann- arri tegund fjölmiðlunar. Það er sjálfsagt að stýrkja útgáfu flokksblaða. Sérstaklega á það við úti á landi þar sem Reykjavíkur- dagblöðin sinna illa stjórnmálaum- ræðunni. Hætt' er við að stjórnmálaleg umræða fari út á hálan ís ef hún á aðeins að fara fram í vinsælum og Ólafur Hauksson, ritstjóri og útgefandi hjá SAM-útgáfunni skemmtilegum blöðum á borð við DV. Að því stefnir jú ef málgögnin drepast öll úr peningaleysi. Gerir það nokkuð til? Sterk rök má færa að því að ef pólitísku málgögnin detta upp fyrir þá sé það einfaldlega vegna þess að þeirra sé ekki þörf. Pólitíska umræðan fari þá frekar fram á fundum eða því um líku. Einhver gæti meira að segja bent á að ef pólitísku blöðin deyja þá bendi það til þess að landinu og miðunum sé vel stjómað. Slíkt er tálsýn. Þótt afþreyingar- sjúkt þjóðfélagið hafi lítinn áhuga á pólitísku karpi þá er hin pólitíska umræða, með gagnrýni og tillögu- flutningi, hornsteinn lýðræðisins. 40 milljónir eru skitnar í saman- burði við aðra óráðsíu stjórnmála- manna. Þetta eru 40 milljónir sem landsmenn leggja úr sameiginleg- um sjóði til að viðhalda lýðræðinu. Ekki nema að menn vilji loka lýð- ræðið inni í Mjólkurstöðvarhús- inu. Spyrja má hvort tvöföld þessi upphæð, þ.e. 80 milljónir í þágu stjórnmálastarfsemi, gæti ekki gert meira gagn en marga grunar. Það hefur komið í ljós hvað eftir annað að sterkir fjölmiðlar, á borð við DV, sem þora að gagnrýna, geta oft komið í veg fyrir dæmalaust rugl stjórnmálamanna. Full ástæða er til að ætla að fjárhagslega sterk stjórnmálablöð gætu gert eitthvert gagn. En þau verða því miður ekki fjárhagslega sterk nema fyrir til- stilli opinberra styrkja. Ólafur Hauksson. 300—400 tilkynningar um heyrnartjón AMmók m> h Dæmið genp»* ekki «■-- 11 ■ n ft '.1•■£>&( iC Oryanyw 5» m &€KU6 WÓBMÁL J- 11 't’i;xbun k<n Hafskipsmálid Matador m r a „Einn af hornsteinum lýðræðisins er ™ það aðhald sem stjórnmálamenn og aðrir veita með gagnrýni sinni. Málgögnin flytja þessa gagnrýni.“ Hættum að borga vitleysingaskatt Það er kominr, tími til að hætta að borga fleiri vitleysingaskatta en þegar er búið að leggja á okkur. Skattarnir, sem eru lagðir á okkur vegna rang- og offjárfestingar, eru að verða mánaðarkauþ á hverju ári fyrir flesta landsmenn. Það er sama hvort það er beint vegna ríkissjóða eða vegna of hás verðs á raforku eða þjónustu, við verðum að borga. En nú er komið nóg. Millibilsástand Á meðan þjóðin er að átta sig á að þær leiðir sem við í BJ viljum eru bæði færar og arðbærar fyrir þjóðina þá verður eitthvert milli- bilsástand. f þessu millibilsástandi verður að fara fram á eftirfarandi: Að Alþingi láti setja saman fyrir sig námstefnur um fiskirækt, um möguleika framvinnslu sjávaraf- urða, um nýbúgreinar, um stjóm- unartækni, um japönsk skattalög, um mismun þess að velja eigin leið- ir og reyna að vera jafnstiga öðr- um, en það er oft bæði arðbærara og ódýrara að vera á undan heldur en verajafnstiga. Þessar námstefnur verði síðan opnaðar þeim sem áhuga hefðu á og haldnar fyrir félagasamtök og almenning. Aðlögunarmenntun Það er meira í þessari tillögu en augað grípur við fyrstu sýn. f fyrsta lagi þarf löggjafinn að kynna sér Kjallarinn ÞORSTEINN HÁKONARSON I LANDSNEFND BANDALAGS JAFNAÐARMANNA hvað endurmenntun og aðlögunar menntun er, hvernig orðið er nauð- synlegt að taka til þess tíma að fræðast með skipulegum hætti oft á lífsleiðinni. Menntun, sem dugir um ævi, er aðferð gærdagsins, hún dugir ekki lengur. Þá er að kynna sér að námsefni þarf stundum að vera tilgangsbundið og það verður að sækja það um fjölda skóla og til fjölda stofnana og þeirra sem þekk- ingu hafa. Semsé, brestir eru að koma í skipulegt framboð námsefn- is, tilgangur verður að fara að ráða meiru um val þess. Til að koma í veg fyrir mistök og fara kannski eftir einum sér- fræðingi, sem sækir mál fast, þá er réttara að ná nokkurri yfirsýn. Aðlögunarmenntun á ekki síður við um löggjafa en aðra sérhæfða aðila samfélagsins og hún er ein af forsendum þess að koma í veg fyrir vitleysingaskatta. Japönsk stjórnun í íslenskum sjávarútvegi Það voru tveir Japanir vestur í Bolungarvík í vor. Þeir voru að stjórna í íslenskum sjávarútvegi. Þeir keyptu rækju af bátum sem frysta um borð. Til þess að minnka lagerkostnað létu þeir pakka eftir því hve mikið þeir seldu og í þær pakkningar sem þeir höfðu selt. Og þeir létu pakka nákvæmlega það magn sem þeir voru að selja. Síðan var skipulagt hvernig flutn- ingar færu fram. I þessu er ákveðin tækni þar sem reynt er að koma í veg fyrir svo- kölluð dulin vandamál mikils lag- ers og hindra óþarfa íjármagns- kostnað og sóun vegna framleiðslu sem ekki er þegar seld, og e.t.v. ekki seljanleg. Því fylgir mikið gæðaeftirlit að pakka nákvæmlega í þann fjölda kassa sem seldur er og afgreiða það kvörtunarlaust til kaupanda. Þessi fræði, sem Japanir hafa sett saman og farið er að nota meir og meir, hafa reynst þeim vel og geta reynst okkur vel, en það verður að kynna sér þau. Skattalögin jap- önsku, sem hafa vaxtagjöld ekki frádráttarbær og vaxtatekjur skattfrjálsar, gera miklar kröfur um arðbærni og leiða til lægri raunvaxta, meiri sparnaðar og framboðs á fjármagni. Og um leið möguleika á að nýta góð tækifæri. Vörn gegn þrýstihópum Mikið af vitleysingaskatti, sem við verðum að greiða, er vegna þrýstihópa um þeirra hjartans mál. Slíka þrýstihópa verður að vera hægt að gagnrýna gildum og góð- um rökum í þeirri viðleitni að koma í veg fyrir vitleysingaskattana. Til þess þurfa menn þekkingu á málum og til þess þarf að afla hennar með skipulögðum hætti. Þá er það pólitísk söltunaraðferð, sem ekki veitir af nú um stundir, að vísa máli til endurupptekningar eftir námstefnu um málið. Er þá næsta víst framkvæmda- bardagamönnum renni móðurinn á meðan og þeir reyni síður að sækja vitlaus mál eins og Krýsuvíkur- skóla og annað álíka vitlaust. Eitt lítilræði Sérstakar tilgangsbundnar nám- stefnur gefa möguleika á orðasmið og framsetningu á íslensku máli sem er viðunandi og leiðbeinandi fyrir hugtök og rök þeirra mála sem þærfjallaum. Það er meira atriði en menn almennt hugsa út i, því menn verða að skilja hvað um ræðir á því máli sem þeim er tamast. i Þorsteinn Hákonarson. a „í fyrsta lagi þarf löggjafinn að kynna ^ sér hvað endurmenntun og aðlögun- armenntun er, hvernig orðið er nauðsyn- legt að taka til þess tíma að fræðast með skipulegum hætti oft á lífsleiðinni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.