Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986. íþróttir íþróttir íþróttir Leggur Ami skónaá hilluna? „Ég reikna alveg eins með því að ég hætti að leika knattspyrnu. Ég myndi þá jafnvel hvíla mig í eitt eða tvö ár,“ sagði Skagamað- urinn Árni Sveinsson í samtali við DV í gærkvöldi en hann er fluttur til Reykjavíkur og býr þar ásamt konu sinni. „Ég var að tala við Framara um daginn en það kom ekkert út úr því. Ég get fullyrt að ef ég leik knatt- spyrnu næsta keppnistímabil þá leik ég með Akranesi. Annars á ég alveg eins von á því að ég hætti eins og ég sagði áðan,“ sagði Ami Sveinsson í gærkvöldi. Miklar sögur hafa verið í gangi varðandi framtíð Árna á knatt- spyrnuvellinum og ein slík hljóðaði upp á félagaskipti Árna yfir í 2. deild- arlið Víkings. Enginn fótur er sem sagt fyrir þessum sögusögnum. Það yrði mikið áfall fyrir Akurnesinga ef Árni leggði skóna á hilluna. Hann hefur um árabil verið einn allra besti leikmaður liðsins og jafnan verið fastur maður í íslenska íandsliðs- hópnum í knattspyrnu. -SK. 15 bAt-i-a í fkW ^rvlUl 1 er nigi — segir Ásgeir Sigurvinsson um þá f rétt í Kicker að hann sé jaf nvei á leið til Bayer Leverkusen. „Viðtalið tilbúningur,” segir Ásgeir „Ég var að koma hingað til Þýskalands eftir jólafrí á lslandi og var að sjá þetta í Kicker. Þetta er algert rugl. Ég er ekki á förum frá Stuttgart," sagði knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson i samtali við DV í gærkvöldi. í vestur-þýska íþróttablaðinu Kicker var fyrir skömmu grein um hugsanleg félagaskipti Ásgeirs og viðtal við hann. Þar var sagt að forráðamenn Bayer Leverkusen hefðu mikinn.áhuga á að fá Ásgeir til liðs við sig og haít eftir Ásgeiri að hann hefði jafnvel áhuga á að skipta um félag. Einnig var sagt í greininni í þýska blaðinu að samn- ingur Ásgeirs við Stuttgart rynni út í júní í ár. Ásgeir hafði eftirfar- andi um þetta að segja í gærkvöldi: „Ég hreinlega skil þetta ekki. Blaðamaðurinn sem skrifar þetta hefur algerlega rangt fyrir sér og ég kannast ekki við að hafa talað við hann. Þetta er því eintómur tilbúningur og enn ein vitleysan i blaðinu að samning- ur minn við Stuttgart renni út I I I I I I I I w~........... 1 í sumar. Hann rennur út í júní ■ 1987.“ I Á Stuttgart enn möguleika á að I verða þýskur meistari? ■ „Ekki held ég það. Möguleikar I okkar eru aðallega tengdir bikar*. : keppninni en þar erum við í undan- I úrslitum. Ef við fáum heimaleik í I undanúrslitunum og verðum eilítið ■ heppnir ættum við hæglega að geta I komist í úrslitin í bikarnum og ; jafnvel orðið bikarmeistarar. Hvað | viðkemur deildinni þá má ljóst vera ■ að möguleikar á meistaratitlinum I eru mjög litlir og ég tel mikla a möguleika á að Werder Bremen I verði meistari. Þeir náðu mjög I góðum árangri í fyrri hluta keppn- ■ innar fyrir jól og léku þá lengst af | án markaskorarans Rudi Völlers. - Hann mun hins vegar leika með | þeim síðari hlutann og ég reikna ■ með þeim mjög sterkum og líklega I sem meisturum þegar upp verður ■ staðið í vor. Við í Stuttgart höfum I hins vegar sett stefnuna á UEFA- ■ sæti og ég vona bara að okkur I takist að ná 5. sætinu," sagði Ás- geirSigurvinsson. I -SK.j „Norsku dómaramir stálu öllu f rá okkur7 segir Leif Mikkelsen, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, „Að við skulum ekki hafa sigrað í fyrsta leik okkar gegn íslending- um er einungis sök norsku dóm- aranna. Þeir hreinlega stálu sigrinum frá okkur. Dómgæsla þeirra var fyrir neðan allar hellur og fslendingar högnuðust mjög á henni.“ Þetta segir Leif Mikkelsen, danski landsliðsþjálfarinn í handknattleik, meðal annars í viðtali við eitt dönsku blaðanna eftir ferð danska landsliðs- ins í handknattleik til íslands milli jóla og nýárs. Mikkelsen er mjög sár út í norsku dómarana og segir þá hafa verið hlutdræga. Hann segir Tvö töp á heimavelli Tveir leikir fóru fram í ensku bikarkeppninni i knattspyrnu í gærkvöldi. Crystal Palace tapaði á heimavelli fyrir Luton, 1-2, og Oldham tapaði á heimavelli fyrir Orient með sömu markatölu. Fresta varð fimm leikjum þar til á morgun. -SK. ennfremur að frammistaða danska liðsins hafi verið mun betri en úrslit- in í leikjunum gegn íslendingum gefi til kynna. Dómaramir hafi komið í veg fyrir hagstæðari úrslit. Danska blaðið Politiken segir að norsku dómararnir hafi staðfest orðstír sinn sem miklir heimadómar- ar. Hvorki Mikkelsen né Politiken minnast einu orði á þá staðreynd að íslenska liðið var aðeins fullskipað í fyrsta leiknum gegn Dönum. í ís- lenska liðið vantaði sem kunnugt er þá Pál Ólafsson, Atla -Hilmarsson, Einar Þorvarðarson og Alfreð Gísla- son. Danir léku hér með sitt sterk- asta lið að sögn Leifs Mikkelsen. Hættir Helgi Helga? j Ármanns yrði áfall fyrir Völsung. Guðmundur þjálfar liðið næsta sumar ; þremur árum þegar krossbönd í 2. dcildinni. Þess má geta að I fóru i hnénu og þetta hefur ísfirðingurinn Guðmundur Ól- aldrei verið gott síðan. Ég meiddist síðan á æfingu í sum- ar og hef verið mjög slæmur,“ sagði Helgi. „Ég á alveg eins von á þvi að ég verði að hætta að leika knatt- spyrnu. Ég er mjög slæmur í hnénu og verð að fara í upp- skurð. Eftir hann kemur í ljós hvað þetta er,“ sagði knatt- spyrnumaðurinn Helgi Helga- son, sem leikið hefur undan- farin ár með Völsungi frá Húsa- vík, í samtali við DV í gær- kvöldi. Helgi lék áður með Vík- ingi. „Ég var skorinn upp fyrir Það yrði mikið áfall fyrir Völs- ung ef Helgi þyrfti að leggja skóna á hilluna því hann er mjög snjall knattspyrnumaður og hefur undanfarið verið einn af bestu leikmönnum Völsungs afsson, sem þjálfaði meistara- I fiokk kvenna í knattspyrnu hjá | Breiðabliki á síðasta keppnis- . tímabili, hefur verið ráðinn * þjálfarihjáVölsungifyrirnæsta | keppnistímabil. Skagamaður- . inn Sigurður Halldórsson, sem | þjálfaði Völsung í fyrra, mun ■ þjálfa lið Selfoss næsta sumar. ■ -SK. ! í einu dönsku blaðanna er Mikk- elsen spurður að því hvað hann hafi helst uppgötvað í sambandi við danska liðið í Islandsferðinni. Og Mikkelsen svarar: „Það að Poul Sörensen er besti markvörður Dan- merkur. Hann varði stórkostlega gegn Islendingum." Þá kemur fram í umræddu viðtali að Leif á enn eftir að gera upp hug sinn varðandi val leikmanna í fjórar eða fimm stöður í danska landsliðinu fyrir HM í Sviss. -SK. Þórður til Ármenningar hafa ráðið þjálfara fyrir meistaraflokk félagsins í knatt- spyrnu fyrir næsta keppnistimabil. Við liðinu tekur Þórður Lárusson sem þjálfað hefur yngri flokka Fram með mjög góðum árangri. Þórði til aðstoðar verður gamall refur innan Ármannsliðsins, Pétur Christiansen. Starf knattspyrnudeildar Ármanns hefur verið í nokkrum öldudal á undanförnum árum en engu er líkara en að vel _sé að rætast úr málum á þeim bæ. í fyrra var starfandi 4. og 5. flokkur hjá félaginu eftir margra ára hlé og næsta sumar hyggjast Ármenningar senda lið í 3. flokki karla og meistaraflokki kvenna til keppni. Er vonandi að þetta upp- byggingarstarf Ármenninga gangi að óskum. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.