Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Side 26
26
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986.
Andlát
Afmæli
Happdrætti
Dregiö í happdrætti styrktarfé-
lags vangefinna
Á aðfangadag var dregið í happ-
drætti Styrktarfélags vangefinna og
hlutu eftirtalin númer vinning: 1.-3.
Þóra Franklín lést 28. desember sl.
Hún fæddist 7. mars 1919 í innbænum
á Akureyri. Foreldrar hennar voru
ajónin Valgerður Friðriksdóttir og
Jónas Jóhannsson Franklín. Ung að
árum giftist Þóra Ólafi Daníelssyni
en hann lést árið 1980. Þeim hjónum
fæddist eitt barn. Útför Þóru verður
gerð frá Akureyrarkirkju í dag kl.
13.30.
Sigríður Tómasdóttir,Hverfisgötu
70, lést í St. Fransiskusspítalanum í
Stykkishólmi sunnudaginn 5. janúar.
Margrét Árnadóttir, Lyngholti,
Þórshöfn, lést föstudaginn 3. janúar.
* Hekla Sæmundsdóttir, Grettisgötu
45, andaðist í Borgarspítalanum 4.
ianúar sl.
Kristrún Kristófersdóttir, Reyni-
hvammi 34, Kópavogi, sem lést þann
31. desember, verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu fimmtudaginn 9.
ianúarkl. 13.30.
Guðný Guðmundsdóttir frá
Minna-Núpi, Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
föstudaginn 10. janúar kl. 13.30.
Gunnlaugur J. Guðmundsson,
Stýrimannastíg 11, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju miðvikudag-
inn 8. janúar kl. 13.30.
80 ára afmæli á i dag, þriðjudaginn
7. janúar, frú Svanhildur Guð-
mundsdóttir, Dunhaga 11, Reykja-
vík. Hún verður í dag á heimili sonar
síns í Granaskjóli 50.
Guðmundur Magnússon,fræðslu-
stjóri Austurlands, Mánagötu 14,
Reyðarfirði, verður 60 ára fimmtu-
daginn 9. janúar nk. Hann hefur
gegnt fræðslustjórastarfi Austur-
lands undanfarin 9 ár, en var áður
m.a. skólastjóri Breiðholtsskóla og
Laugalækjarskóla í Reykjavík. Guð-
mundur og kona hans, Anna Frí-
mannsdóttir, taka á móti gestum í
Félagslundi, Reyðarfirði, laugardag-
inn 11. janúarkl. 16-19.
Kennara vantar
nú þegarað Iðnskóla Patreksfjarðar.
Upplýsingar í síma 94-1257 og 94-1466.
£)□ □□□□□□□□□□□□□
3
3
3
3
0
0
□
□
3
3
+ 3
3
3
3
3
3
□
□
□
□
□
□
□
Blaðbera vantar
AKUREYRI
Blaðberi óskast i innbæ.
Upplýsingar á afgreiðslu DV, sími 96-25013.
□ □□□□□□□□□□□ niO
vinningur, bifreiðar: 69008, 66947,
52778. 4. 10. vinningur, húsbúnaður:
7404, 7522, 25264, 40645, 45341, 51503,
75639. Á gamlársdag var aðalvinn-
ingurinn afhentur og var myndin
tekin við það tækifæri. Félagið þakk-
ar veittan stuðning og óskar lands-
mönnum farsældar á nýja árinu.
Ný fyrirtæki
Ymislegt
Pennavinir
Jónleikar Sinfóníuhljómsveitar
íslands í janúarmánuði
Sinfóníuhljómsveit íslands heldur
þrenna tónleika í janúar, tvenna
fimmtudagstónleika og eina stjörnu-
tónleika. Fyrstu fimmtudagstónleik-
arnir á árinu verða 9. janúar og er
einleikari Joseph Ognibene, horn-
leikari, og stjórnandi Páll P. Pálsson.
Á efnisskránni vérður frumflutt nýtt
verk, Sinfónía eftir John Speight, en
hann fékk styrk frá Tónskáldasjóði
Ríkisútvarpsins til þess að semja
þetta verk. Ognibene verður einleik-
ari í hornkonsert í Es-dúr, sem Ric-
hard Strauss samdi, og síðasta verkið
á efnisskránni er eftir Respighi,
Furur Rómarborgar. Fimmtudaginn
16. janúar verða haldnir árlegir
Vínartónleikar hljómsveitarinnar
þar sem flutt verður sívinsæl tónlist
eftir Johann Strauss og Robert Stolz.
Síðustu fimmtudagstónleikar fyrra
misseris verða haldnir 23. janúar
undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat.
Einleikari á þeim tónleikum verður
Guðný Guðmundsdóttir konsert-
meistari. Að gefnu tilefni eru tón-
leikagestir vinsamlegast beðnir að
athuga að þrenns konar áskriftar-
kort eru nú í gildi: á fimmtudagstón-
leika, helgartónleika og sérstaka
tónleika (Stjörnutónleika). Tónleik-
arnir verða haldnir í Háskólabíói og
hefjast allir kl. 20.30. Miðar á ein-
staka tónleika í janúar eru nú til
sölu í bókabúðum Sigfúsar Ey-
mundssonar og Lárusar Blöndal, og
í ístóni.
Embætti
Hinn 12. nóvember 1985 veitti heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
ið Steinunni G.H. Jónsdóttur, cand.
med. et. chir., leyfi til þess að stunda
almennar lækningar hér á landi.
Hinn 13. nóvember 1985 veitti heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuney-
tið cand. med. et. chir. Kjartani B.
Örvar, leyfi til þess að stunda al-
mennar lækningar hér á landi.
Forseti íslands hefur hinn 13. nóv-
ember sl. skipað Halldór Kristinsson
sýslumann í Þingeyjarsýslu og bæj-
arfógeta á Húsavík, frá 1. desember
1985 að telja.
Tapað-Fundið
DV hefur borist bréf, skrifað á bjag-
aðri íslensku, frá 19 ára enskum
strák sem vil skrifast á við íslenska
stelpu. Hann hefur mikinn áhuga á
að læra íslensku og segir að penna-
vinkona sin geti lært af sér ensku.
Áhugamál hans eru ljósmyndun,
bíóferðir, söngur og ferðalög. Heim-
ilsfang hans er: Darian Sole, 15 Delhi
St., London N.I.OAN., England.
Brandur er týndur
Þessi fallegi högni, sem gengur undir
nafninu Brandur og er ómerktur, er
týndur. Hann hvarf sl. fimmtudags-
kvöld frá heimili sínu að Austurbergi
2. Þeir sem einhverjar upplýsingar
geta veitt um ferðir hans vinsamleg-
ast hringi í síma 71358. ATH. Þeir
sem búa í nágrenni Austurbergs eru
vinsamlegast beðnir að athuga í bíl-
skúra eða kjallara því Brandur gæti
leynst þar.
Þórdís Helgadóttir og Þorgerður
Tryggvadóttir reka í Kópavogi sam-
eignarfélag undir nafninu Gott útlit
sf.. Tilgangur félagsins er rekstur
hár- og snyrtistofu.
Eirikur Þórðarson, Leirubakka 16,
Reykjavík, rekur einkafyrirtæki í
Kópavogi undir nafninu Danska
smurbrauðið. Tilgangur með starf-
seminni er að selja smurt brauð.
Kristján Sigurbjörnsson, Lyngmóum
16, Garðabæ, rekur í Hafnafirði
einkafyrirtækið Kjötás. Tilgangur:
vinnsla matvæla og tilheyrandi
starfsemi.
Þorvaldur Hermannsson, Syðra-
Kambhóli, Arnarneshreppi, Þor-
steinn Hermannsson, s. st., Jóhannes
Hermannsson, Hjalteyrarskóla, Arn-
arneshreppi, Sigurður Þorbergsson,
Syðri-Reistará, Arnarneshreppi,
reka í sameiningu sameignarfélag á
Hjalteyri undir nafninu Hlein sf.
Tilgangur félagsins er rekstur frysti-
klefa og fiskverkun.
Borgarsalan sf., Ráðhústorgi 1,
Akureyri rekur verslun með sælgæti
og fleira að Hafnarstræti 100B,
Akureyri, undir nafninu Turninn.
Brynjólfur Snorrason, Gröf, Öngul-
staðahreppi og Bergmundur Stefáns-
son, Löngumýri 26, Akureyri, reka
sameignarfélag á Akureyri undir
nafninu Nuddstofa Brynjólfs sf.
Tilgangur félagsins er rekstur Nudd-
og gufubaðsstofu og skyldur rekstur.
Ólæti á Selfossi:
Lögregluþjónn slasadist
Gífurleg ólæti brutust út á Sel-
fossi í gærkvöldi þegar unglingar
geystust um götur bæjarins á
þrettándanum. Lögreglan á Sel-
fossi fékk liðsauka. Átta lög-
regluþjónar komu frá Reykjavík
og fékk einn lögregluþjónninn
flösku í andlitið. Var hann fluttur
á slysadeild Borgarspítalans.
Fjöldi unglinga gekk berserks-
gang um bæinn. Kveiktur var
eldur víða um götur og slökkvi-
liðsbíll var stórskemmdur. Rúður
voru brotnar víða, flestar í Gagn-
fræðaskólanum, eða alls 30. Þá
voru unnar skemmdir á Brauð-
og kökugerð Kaupfélagsins. Það
má segja að allt hafi verið á tjá
og tundri á Selfossi.
- -sos
RÖSKUN A FLUGI
INNANLANDS
Innanlandsflug gat ekki hafist í
morgun þar sem flugumferðarstjóra
vantaði til að stjóma blindflugi.
Fyrsta vél fór í loftið eftir klukku-
stundar seinkun. Búist er við töfum
ídag.
Óánægja flugumferðarstjóra með
nýtt skipulag, sem tók gildi um ára-
mót, virðist eiga stóran þátt í vand-
anum. Flugumferðarstjórar tregast
við að manna stöður, sem myndast í
millibilsástandi vegna breytinganna,
og afþakka áukavaktir í mótmæla-
skyni.
Ekki virðist um skipuleg veik-
indaforföll að ræða. I morgun voru
tveir menn af tólf á vaktinni veikir
en tvær aðrar stöður voru ómannað-
ar.
Tvennum sögum fer af veikindun-
um í gær. Flugmálastjóri spgir að sex
hafi verið veikir en talsmaður flug-
umferðarstjóra segir aðeins þrjá hafa
verið veika, þar af einn vegna bíl-
slyss.
Hjálmar Diego Arnórsson, formað-
ur Félags flugumferðarstjóra, sagði
að vegna mikillar yfirvinnu að und-
anförnu væru menn þreyttir og tregir
til að taka aukavaktir.
-KMU.
Teflir Kasparov
ekki v/ð Karpov?
Skákheimurinn bíður þess nú með
öndina í hálsinum hvað úr rætist
með heimsmeistaratitilinn í skák, en
i gær rann út frestur Kasparovs hins
nýbakaða heimsmeistara til þess að
svara tilboðum um hvar hafda skuli
í febrúar næsta einvígi þeirra
Karpovs. Kvisast hefur að Kasparov
hafi neitað að tefla einvígi svo fljótt
aftur um titilinn.
„Forseti alþjóðaskáksambandsins
hefur lagt svo fyrir að engar upplýs-
ingar skuli veittar fyrr en hann gefur
út yfirlýsingu um málið, en hann er
á ferðalagi og ég veit ekki hvar,“
sagði dr. Lim, ritari þegar DV hafði
samband við skrifstofu FIDE í Luz-
erne í morgun og spurði hann hvort
svar hefði borist frá Kasparov.
- Verður Kasparov sviptur titlinum
eins og Bobby Fischer forðum ef
hann neitar að tefla einvígið við
Karpov? Það er ein af spurningunum
sem brennur og beðið er eftir því að
Campomanes forseta gefist stund frá
ferðalögum til að svara.