Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Qupperneq 28
28 JS' * DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986, Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós um. Hin hamingjusama brúður Simon LeBon, söngvara Duran Duran, get- ur nú andað léttar eftir að henni tókst að leiða stjörnuna upp að altar- inu. Það er nefnilega ekki heiglum hent að standa í sambandi við mann sem er helsta átrúnaðargoð kvenna víða um heim. Yasmin, en svo heitir brúðurin, er (væntanlega) sú síðasta í langri röð kvenna sem hafa átt vingott við goðið. Sumir segja að þær skipti hundruðum konurnar sem Símon hefur verið með síðan liðs- menn Duran Duran urðu frægir. Það stafar væntanlega af því hve Símon er veikur fyrir langleggjuðum stúlk- Anna Björns var með Símoni í 18 mánuði Það eru sérstaklega sjö stúlkur sem eru nefndar til sögunnar sem mjög nánar vinkonur Símonar áður en hann kynntist henni Yasmin sinni. Eru það allt frægar'módelstúlkur en þó er þar ein sem vekur sérstaka athygli okkar íslendinga, nefnilega Anna Björns. Að vísu er hún sögð vera sænsk í ensku pressunni en samkvæmt þeim myndum sem fylgja með, þá leynir sér ekki að um Önnu Björns er að ræða. Segir í fréttinni að Símon og fögur sænsk „ljóska“ að nafni Anna hafi búið saman í íbúð í London í 18 „hamingjusamlega" mánuði. Anna, sem samkvæmtheim- ildum okkar starfaði sem módel, málari og fatahönnuður, yfirgaf síð- an Símon og hélt aftur til „Svíþjóð- ar“. Annars er það síðast af Símoni að segja að enska pressan telur ástæð- una fyrir giftingu hans vera þá lífs- reynslu sem hann varð fyrir þegar kappskúta hans sökk og hann var nærri drukknaður. Það hafi styrkt samband hans við Yasmin og sann- fært hann um tilgangsleysi þess lí- fernis sem hann áður ástundaði. Eftir þetta slys vildi hann ólmur giftast og sjálfsagt hefur það ekki spillt fyrir að Yasmin var farin að þykkna undir belti. 1. Það er hin fagra Yasmin sem að lokum leiddi goðið upp að altarinu. Segir sagan að hún sé eitthvað farin að þykkna undir belti hvað svo sem satt er í því. 2. Kanadíska stúlkan Lísa Roberts hitti Símon í Japan og voru þau saman um tíma. 3. Janine Andrews var lengst af með John Taylor, félaga Símonar í Duran Duran, en sást einnig í fylgd Símonar um tíma. 4. Unglingsást Símonar var Melanie Corfield. 5. Það er ekki að sjá annað en að þetta sé Anna Björns sem Bretar segja sænska og að hafi verið með Símoni í 18 mánuði. 6. Jordana, sem er 17 ára gömul, var með Símoni um tíma. 7. Hér má sjá Símon og Clare Stansfield.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.