Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Blaðsíða 29
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 7. JANÚAR1986. 29 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Garðar Kjartansson afhendir sigurvegaranum i skákkeppni FÍGP - Hermanni Gunnarssyni - glæsileg skíðaverðlaun. Á milli þeirra er Karl Harry Sigurðsson sem hafnaði í öðru sæti eftir harða baráttu. DV-myndGVA á tanum ■ ■ ■ Hermann Gunnarsson um væntanlegan skíðaferil. Glæsilegu .skákmóti FÍGP - Fé- lags íslenskra grjónapunga - lauk með sigri íþróttagarpsins og út- varpsmannsins Hermanns Gunn- arssonar og af því tilefni fór fram verðlaunaafhendi ng í Torfunni þar sem vinningshafmn varð glæsileg- um skíðum ríkari. „Líklega er skíðaiðkun eina íþróttin sem ég hef ekki komið nálægt," sagði Hermann glaður og ánægður með sigurinn, „ enda af- sakað mig með því að ég væri svo kulsæll - yrði bara kalt á tánum.“ „Reyndar gerði ég eina tilraun og þá á Akureyri fyrir nokkrum árum. Fékk lánuð gtæsileg skíði og viðeigandi búning hjá kunn- ingja mínum og dreif mig upp í Hlíðar(jall,“ bætir Hermann við, hinn hressasti með sigurinn í þessu skákmóti FÍGP sem staðið hefur í rúmt ár. Þetta var útsláttarkeppni, háð á Torfunni í Reykjavík og verðlaunaafihending fór fram á sama stað. „I öðru sæti varð vinur minn Karl Harry Sigurðsson í Útvegs- bankanum - frægasta banka lands- ins - en þátttakendur voru úr Fé- lagi íslenskra grjónapunga. Með- limir þar eru aðallega gamlir íþróttafuglar sem ekki hafa nennt heim í hádeginu og hittast því á Torfunni, inntökuskilyrði er að vera í góðu skapi á staðnum. Núna liggur væntanlega næst fyrir hjá mér að snúa sér að skíðaíþróttinni, þeirri einu sem ég ekki hef komið nálægt um árin, að undanteknu eftirmiðdeginu á Akureyri um árið. Þar var ég örugglega flottasti maðurinn á staðnum ef litið er á útbúnaðinn, veltist þar um dags- part í brekkunum og eyðilagði fyrir öðrum annars ágætar brautir. Svona eftir á að hyggja finnst mér ekki ósennilegt að þama hafi verið byrjað á öfugum enda þannig að núna verður útbúnaðurinn ekki jafnglæsilegur en tékkað á því hver'nig tæmar taka íþróttinni áður en lengra er haldið.“ baj FATAVERKSMIÐJAN GEFJUN, Snorrabraut 56, óskar að ráða í eftirtalin störf: 1. Saumastörf. 2. Sníðslu (fóður). Hér er um framtíðarstörf að ræða fyrir áhugasamt fólk. Vinnutími erfrá kl. 8 til 16. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 16638 og 18840. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA íþróttafélagið Gerpla, símar 74807 og 74925 Innritun er hafin í öllum deildum félagsins. Fimleikadeild, byrjendur, stelpur og strákar. Karatedeild, byrjendur og framhald. Júdódeild, byrjendur og framhald. Badmintondeild, unglinga- og barnaflokkur. Þjálfari Helgi Magnússon. Einnig eru nokkrir vellir lausirtil útleigu. Kvennaleikfimi, aerobic og jass, byrjendur og framhald. Æfingar eru að hefjast, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.30, 19.30 og 20.30. íþróttafélagið Gerpla. Útsala í Skólavörðustíg 12 og Vogue Hafnarfirði Ódýr handklæði, KR. stærð 70x140 150 stærð 50x100 100 Sængurfataefni 150 Acryl gardínuefni 150 Handofin bómullarefni, hentug í sumarbústaðinn 120 Rifflað flauel 350 Óuppúrklippt flauel 250 Ýmis efni, verð frá 75 kr. til 350 kr. Sem dæmi um verðlækkun. Flauel kr. 639, nú kr. 350. Kápuefni áður kr. 689, nú kr. 350. Bómullarefni áður kr. 340, nú kr. 120. Bútar í öllum Vogue-búðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.