Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Síða 5
DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986. 5 Vinsældir Davíðs Oddssonar borgarstjóra auka fylgi Sjálfstæðis flokksins í Reykjavik. Stjórnmál SAMSTAÐA UM KOSNINGAALDUR —sjálf stæðismenn vilja kjósa í maí Meirihluti virðist vera með því að kosningaaldur verði 18 ár í komandi bæjarstjórnárkosningum og kosið verði annan laugardag í júní, eða 14júní. Þessi ákvæði er að finna í frum- varpi um sveitarstjórnir sem enn hefur ekki hlotið afgreiðslu Al- þingis. Samstaða er innan allra flokka um að flýta afgreiðslu þess. Afstaða Sjálfstæðisflokksins er ekki alveg í samræmi við afstöðu hinna flokkanna. Friðrik Sophus- son, Sjálfstæðisflokki, skýrði frá því að hans flokkur væri hlynntur því að ákvæði frumvarpsins um nýjan kosningaaldur yrði notað. Hins vegar vilja sjálfstæðismenn að haldið verði við ákvæði núgild- andi laga um kosningadag, sem er 31 maí. Hann sagði að þessi afstaða byggðist á því að stærri kaupstaðir hefðu miðað áætlanir sínar við þennan dag og því ekki eðlilegt að kjósa annan laugardag í júní. -APH Karvel Pálmason aftur á þing Karvel Pálmason, þingmaður Sighvatur Björgvinsson hefur Alþýðuflokksins, mun taka sæti á gegnt störfum Karvels þennan Alþingi að nýju nk. mánudag. Eins tíma. Hann hverfur nú af þingi og og kunnugt er hefur Karvel átt við mun einbeita sér að starfi sínu sem slæm veikindi að stríða og hefur framkvæmdastjóri Norræna fé- af þeim sökum ekki getað sinnt lagsins. þingstörfum á yfirstandandi þingi. -APH Styðjum Jón Baldur Lorange Við viljum minna á ungan mann sem býður sig fram í 2. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor - Jón Baldur Lorange. Jón Baldur er fæddur í Reykjavík 26. apríl 1964. Hann lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla islands árið 1983. Á skólaárunum stundaði hann ýmis störf til sjós og lands. Hann gerðist strax herra yfir tækninni -tölvunni - og hefur unnið sleitulaust að því að þjálfa æsku landsins í notkun hennar. Jón Baldur star- far nú sem tölvukennari hjá grunnskólum borgar- innar og sér um Tölvuver Æskulýðsrás Reykja- víkjavíkur. Hann hefur og samið kennslubók í tölvufræði. Auk þessa er hann skrifstofustjóri Is- lensku hljómsveitarinnar. Hann hefursinntfélags- málum af áhuga og hefur m.a. setið í stjórn Taflfélags Seltjarnarness í tvö ár. Jón Baldur er fjölhæfur ungur maður sem sinnir störfum sínum af krafti og trúnaði afnaðar- maður, sem hefur verið valinn til ýmissa trúnaðar- starfa fyrir Alþýðuflokkinn. Hann er í stjórn Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og hefur tekið virkan þátt í starfi þess og situr m.a. fyrir hönd FUJ í fulltrúaráði flokksins í Reykjavík. Jón Baldur Lorange er, eins og sjá má af þessu stutta yfirliti, maður sem ekki lætur sitja við orðið tóm heldur gengur til verks af ákveðni og festu. Æskan, tæknin og menningin, allt á sinn sess hjá Jóni Baldri. Fullur áhuga og nýrra hugmynda bíður hann eftir að takast á við vandamál morgundagsins - vinna að þeim fyrir þig, unga fólkið, borgina og þjóðina alla. Stuðningsmenn. P.s. prófkjörið er opið öllum stuðningsmönnum Alþýðuflokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.