Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Síða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Umsjón: Hannes Heimisson og Guðmundur Pétursson „Sem blautur vettlingur í andlitið á Færeyingum” Deilur um danskt styrkjakerfi í Færeyjum Eðvarð T„ Jónsson, fréttaritari DVíFæreyjum: Er tilfinning Færeyinga fyrir sínu eigin þjóðerni að deyja út? Þessi spurning hefur verið mjög til umræðu í færeyskum blöðum að undanförnu, meðal annars vegna þess að færeyski félagsmála- ráðherrann, Niels Paoli Daniels- en, upplýsti í síðustu viku að nú væri afráðið að breyta hinum umdeilda styrk sem veittur er Færeyingum árlega úr danska rík- iskassanum. Styrkurinn nemur nú um 700 milljónum danskra króna. Þessu fé hefur mestmegnis verið varið til skóla-, félags- og heilbrigð- ismála. „Ölmusa“ Þjóðveldisflokkurinn hefur ætíð barist hatrammlega fyrir því að þessi „ölmusa", er flokksmenn nefna svo, verði lögð niður og Fólkaflokkurinn, með formann sinn Jogvan Sundstein í farar- broddi, hefur viljað breyta þessu kerfi og fastsetja upphæðina í eitt skipti fyrir öll. Það myndi hafa í för með sér að hún minnkaði smám saman og yrði loks úr sögunni. Sambandsflokkurinn hefur and- mælt þeirra hugmynd harðlega og nú hefur þingflokksformaður Jafn- aðarflokksins, Jakob Lindenskov, bæst í hóp þeirra mörgu er líta með kvíða til þess tíma þegar stóra ávísunin hættir að berast úr „neðra“ en þannig vísa Færeyingar til þess er kemur frá Danmörku. í grein, sem Jakob Lindenskov skrifar í málgagn jafnaðarmanna nýverið, segir hann að það hafi vakið ugg hjá fólki að heyra félags- málaráðherrann lýsa því yfir að ekki yrði hjá því komist að breyta danska styrknum í fasta árlega upphæð. „Þetta er eins og blautur vettl- ingur í andlitið á Færeyingum,“ segir Lindenskov „og síðasta kveðjan sem okkur er send frá danska íhaldsflokknum og Vens- tre.“ Gróf mismunun Lindenskov segir því næst að þeir sem helst fái að finna fyrir breytingum á núverandi styrkja- kerfi verði ellilífeyrisþegar og ör- yrkjar, þetta sé mismunun af gró- fasta tagi gagnvart þeim þegnum danska ríkisins er byggi Færeyjar. „Við fómum velferð okkar og velmegun meðan aðrir íbúar Dana- veldis fá sinn ellilífeyri óskertan," segirLindenskov. I lok greinarinnar mælir hann þungum orðum til Paula Ellefsens, fyrrverandi lögmanns og formanns Sambandsflokksins, en hann, ásamt ritstjóranum og fólkaflokks- manninum Óla Breckmann, er annar fuiltrúi Færeyinga á Dana- þingi. Segir Lindenskov þá félaga hafa staðið sig illa og unnið hagsmunum Færeyja mikið ógagn með mál- flutningi sínum. Thor Heyerdahl á Páskaeyju á ný Norski könnuðurinn og ævin- týramaðurinn Thor Heyerdahl sneri á dögunum aftur til Páska- eyju, þrjátíu árum eftir að hann var þar fyrst. Að þessu sinni ætlar hann að reyna að leysa helstu dulargátu þessarar Kyrrahafseyj- ar. Og hann ætlar að freista þess Stytturnar gengu Þessar sex hundruð steinmyndir, hér og hvar um eyjuna, hafa lengi heillað fornleifafræðinga sem velt hafa vöngum yfir því hvernig hið löngu týnda mannfélag eyjarinnar færði höggmyndirnar alla leið frá eldfjallinu, þar sem þær voru Eins og tunna færð á lögginni Tékkneski verkfræðingurinn, Pavel Pavel (27 ára gamall), heldur hins vegar að þjóðsagan sé nær sanni að þessu sinni og að stytt- urnar hafi „labbað" en með tilstilli reipa og handafls manna. Hann las um „Moai“myndirnar í bók Hey- Aldurinn segirtil sin „Moai“stytturnar eru auðvitað orðnar ævagamlar og veðraðar og ekki eins bjargtraustar og þegar þær voru gerðar fyrir hundruðum ára, svo að við verðum að fara gætilegar með þær en forfeðurnir til þess að eiga ekki á hættu að „Fornleifagrúsk á eyjum hefur ávallt verið mitt aðaláhugamál. Það hefur verið mér hjartans mál að sanna að hafið var eybúum forn- menningar samband við umheim- inn en ekki einangrun," segir Heyerdahl, sem fyrir löngu varð vellauðugur af bókum sínum, kvik- myndum og fyrirlestrum um leið- angra sína. í þessari ferð vonast hann til þess að auka við fornminjauppgröft landstjóra eyjarinnar, Sergio Rapu. Rapu fékk áhuga fyrir forn- leifafræði drengur að aldri þegar Heyerdahl var á eyjunni í sínum fyrsta leiðangri. Heyerdahl segir að rannsóknir Rapus hafi sýnt fram á mikilvægi þess að grafið verði dýpra í Anakemafjöruna, sem var miðdepill mannabyggðar á eyjunni að láta einn „grjótkarlinn“, tröll- vaxna guðamynd úr tilhöggnum steini, sem Páskaeyjan er fræg af, spásséra um eyjuna. Heyerdahl, sem er orðinn sjötíu og eins árs, varð heimsfrægur af leiðangri sínum á flekanum Kon- tiki. Jók hann enn orðstír sinn með siglingum papírusbátanna Ra I og Ra II. Hann er nú kominn til Páskaeyju í fylgd þriggja manna, sem með honum voru í fyrstu ferð- inni til eyjarinnar fyrir þrjátíu árum. Fimmti maðurinn hefur bæst í hópinn, ungur tékkneskur verk- fræðingur sem hefur gruflað upp aðferð til þess að færa tuttugu smálesta „Moai“steinmyndirnar úr stað. höggnar til, og til þeirra staða þar sem þær hafa staðið síðan i gegnum aldanna rás. Þjóðsagan, sem Heyerdahl fékk að heyra í leiðangri sínum fyrir þrjátíu árum, hermdi að „Moai“ myndirnar GENGJU. Nútímamað- urinn er ekki ýkja trúaður á þjóð- sögur og reyndi því að gera sér aðrar hugmyndir, sem leyst gætu gátuna. Einhverjum datt í hug að myndasmiðirnir hefðu notað velti- tré en tilgáturnar voru nærri jafn- margar mönnunum. Svissneski rit- höfundurinn Erich von Daniken varpaði fram þeirri kenningu að æðri verur utan úr geimnum hefðu gert steinmyndirnar og haft á valdi sínu að yfirstíga þyngdarlögmálið. erdahls. Olli það honum miklum heilabrotum uns honum kom í hug aðferð sem hann ætlar nú að reyna í þessum sex vikna leiðangri. Með aðferð hans þarf ekki nema átján menn til þess að flytja eina „Moai“ styttu. Fyrir þrjátiu árum í Heyer- dahlsleiðangrinum reyndu menn að hrófla við styttunum og ráku sig á að það þurfti sameinað átak 180 manna. En Pavel hefur gert tilraun heima í Tékkóslóvakíu með sína aðferð á 20 tonna „styttu" sem hann gerði úr steinsteypu. Flutti hann styttuna upprétta með fjórum reipum, en aðferðinni mætti helst líkja við það þegar maður vagar til tunnu á lögginni. brjóta þær. Því verðum við að nota meiri mannafla en þyngslin ein krefjast," sagði Thor Heyerdahl við fréttamenn við komuna til Páska- eyju. Páskaeyja, sem liggur 3.200 km vestur af Chile í Kyrrahafinu, hef- ur lagt kenningum Heyerdahls til margar sannanir. Þegar hann fyrir íjörutíu árum hélt því fram að forn- menn hefðu siglt yfir höfin heim- sálfa á milli var hlegið að honum fyrir vitleysuna. Hann lagði í Kon-tiki leiðangurinn til þess að færa fullyrðingu sinni stað. Hann sigldi flekanum frá vesturströnd Suður-Ameríku til Polynesíu-eyja í Suður-Kyrrahafi og papírusbátun- um Ra I og Ra II sigldi hann frá Egyptalandi til Vestur-Indía. til forna, heldur en gert var í fyrsta Heyerdahls-leiðangrinum. Svo virðist sem flóðbylgjur hafi fært elstu byggðarlög á kaf í sandinn. En varasamt þykir þó að grafa of djúpt vegna hættunnar á að veggir hinna fornu húsa hrynji, ef þeir eru ekki lengur studdir af sandinum. Heyerdahl segir að Rapu hafi verið fyrstur til þess að uppgötva sérkenni augna „Moai“myndanna og færa sönnur fyrir því að þau hafi fyrst verið sett í stytturnar eftir að þær voru komnar á lokaá- fangastað. Guðirnir voru hafðir blindir þar til þeim hafði verið komið fyrir í musterunum. Þá fyrst voru augun sett í þá og þau voru úr aðskildum kóral með gler fyrir augndepil. Færeyingar eru ekki vel ánægðir með áætlanir dönsku stjórnarinnar um niðurskurð á fjárveitingum til félagsmála, sem þeir segja að bitni harðast á öldruðu fólki. Thor Heyerdahl fyrir þrjátíu árum á Páskaeyju, en til þess að færa stað kenningum sínum um aðflutta menningu eyjabúa gerði hann út Kon- tikiflekann til þess að hafið einangraði ekki eybúa fornmenningar. Papírusbátarnir Ra I og Ra II, sem Thor Heyerdahl lét smiða eftir sinni hugmynd um hafskip Forn-Egypta, voru einnig til þess að færa sönnur á kenningar hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.