Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Qupperneq 14
14
DV. FIMMTUDAGUR 30. JANtJAR 1986.
Frjálst.óháó dagbiað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKU R H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Félag verðursjóður
Þróunarfélagið hefur færzt nær uppruna sínum. Það
verður opinber sjóður, arftaki Framkvæmdastofnunar-
innar, svo sem Framsóknarflokkurinn alltaf vildi, þótt
hann sætti sig um tíma með semingi við hlutafélags-
formið. Ein fyrirgreiðslustofnun kemur í stað annarrar.
Þróunarfélagið hefur fengið framkvæmdastjóra for-
vera síns, -framsóknarmann, sem hefur öðlast reynslu
í fyrirgreiðslunni, sem jafnan hefur einkennt Fram-
kvæmdastofnunina og gert hana svo óvinsæla, að nafna-
skipti voru nauðsynleg. En sama stefnan heldur áfram.
Stjórnarformaðurinn og stjórnarmaðurinn, sem sögðu
upp, hafa verið sakaðir um sýndarmennsku. Sá fótur
er fyrir gagnrýninni, að þeir eru báðir hálfgildings
stjórnmálamenn, -hafa starfað innan Sjálfstæðisflokks-
ins og voru á hans vegum í stjórn Þróunarfélagsins.
Sú stjórn var mynduð í samræmi við helmingaskipta-
regluna, sem jafnan hefur einkennt samstarf Framsókn-
ar- og Sjálfstæðisflokks. Forsætisráðherra taldi rétt, að
flokkur sinn fengi framkvæmdastjórann, úr því að hinn
fékk formanninn og þrjá af fimm stjórnarmönnum.
Engum virðist hafa dottið í hug, að stjórn félagsins
skyldi skipuð mönnum , sem ekki væru þar á vegum
sérstakra stjórnmálaflokka. Þess vegna er tæpast frétt-
næmt, þótt Framsóknarflokkurinn vilji hugsa helm-
ingaskiptaregluna til enda, -til rökréttrar niðurstöðu.
Forsætisráðherra hefur líka bent á, að mestallt hluta-
féð komi frá ríkinu, stofnunum þess og sjóðum. Sam-
kvæmt siðalögmáli hans er sjálfgefið, að stjórnmála-
menn fari með umboð fyrir slíkt fé. Það siðalögmál
hefur raunar ríkt hér svo lengi sem elztu menn muna.
Einhvern tíma verður að rjúfa hefð siðalögmáls forsæt-
isráðherra. Einhvern tíma verðum við að losna við
hugarfarið að baki Framkvæmdastofnun. Einhvern tíma
verða stjómmálaflokkkar framkvæmda- og löggjafar-
valdsins að sleppa dauðahaldinu á peningavaldinu.
Fagna ber og ekki lasta, ef pólitískt kosnir fulltrúar
í Þróunarfélaginu verða fyrstir til að rjúfa hefðina og
heimta ópólitíska framkvæmdastjórn í því félagi. Ein-
hvers staðar verður að byrja á að hleypa út skítalykt-
inni, sem fylgir stjórnmálaflokkunum í atvinnulífmu.
Athyglisvert er, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
klofna í máli þessu. Annars vegar eru uppreisnarmenn
frá fyrirtækjum, sem standa vel. Hins vegar stendur
með Framsóknarflokknum pilsfaldakapítalisti, sem
varð í fyrra að segja fyrirtæki sitt til sveitar.
Þessi klofningur endurspeglar Sjálfstæðisflokkinn.
Þar er mikið af fólki, sem lifir á fyrirgreiðslukerfi hins
opinbera og vill halda áfram að hanga í pilsfaldinum,
meðan aðrir vilja koma upp heilbrigðu fjármálakerfi í
líkingu við það, sem tíðkast í öðrum löndum.
í þessari atrennu tókst ekki að rjúfa hin spilltu tengsli
stjórnmála og fjármála. Þróunarfélagið hefur verið
eyðilagt sem framfaraafl í þjóðfélaginu, svo sem Fram-
kvæmdastofnunarsinnar beggja flokka vildu.
Tilraunin var samt ekki gagnslaus, því að hún beindi
kastljósi að vandanum. Einhvern tíma skal siðalögmál
forsætisráðherra víkja. Það varð ekki í þetta sinn og
verður ef til vill ekki í hið næsta. En stefnan er í átt
til heilbrigðari tíma, -sjálfstæðs atvinnulífs.
Fyrirgreiðslustefnan mun víkja í fyllingu tímans,
þegar skorið verður á fjármálatengsli stjórnmála og
atvinnulífs, svo sem gerzt hefur í öðrum löndum.
Jónas Kristjánsson
„skítaskattarnir“
Einna ógæfulegastir allra skatta
hins opinbera eru smáskattamir,
„skítaskattarnir", eins og einn
vinur minn nefnir þá. Þessi skatta-
hrákasmíð, sem verið er að
klambra saman í óðagoti á engri
stundu vegna þess að mönnum fell-
ur ekki eða þeir þora ekki að sækja
ríkissjóði aukið fé eftir hefðbundn-
um leiðum.
Ollum þessum „skítasköttum" er
það sammerkt að þegar þeir voru
fyrst í lög leiddir voru þeir afsakað-
ir í bak og fyrir með „sérstökum,
tímabundum aðstæðum“. Allir áttu
þeir að vera bara til eins árs. Allir
voru sammála um að útilokað væri
með öllu að hægt væri að hafa þá
lengur. Allir eiga „skítaskattarnir"
það hins vegar sammerkt að vara
til eilífðarnóns. Jafnvel skattar
eins og lestargjald, sem lagt var á
þegar Franklín Roosevelt var for-
seti Bandaríkjanna frekar en Tru-
man, og Stalín stýrði Rússlandi og
Þjóðverjanum, stendur enn og
stendur vel. Ekki man ég hvort
hann nemur einni krónu og fimm-
tán aurum á rúmlest skipa yfir 10
tonn að stærð eða hvort það eru
fimmtán aurar. - Ég man ekki
heldur hvort hann skilar tuttugu
þúsundum á ári í ríkissjóð eða
sextíu. Altént þótti hann vera svo
mikilvægur fyrir ríkissjóðstekjurn-
ar og skattajafnréttið á fslandi að
þegar við alþýðuflokksmenn lögð-
um til fyrir jólin að þessi „skíta-
skattur" yrði felldur niður ásamt
öðrum af sama toga þá jesúsaði
gervallt íhaldið sig og greiddi
samviskusamlega atkvæði á móti
öllum slíkum tillögum - líka á
móti afnámi hins stórmikilvæga
skatts, lestargjalds. Skattahreins-
un er nefnilega nokkuð sem íhaldið
má ekki heyra nefnt þegar það
stjómar landinu. Gunnar Schram,
sem sagði i grein í hittiðfyrra að
hann myndi skoða hug sinn til
þeirrar ríkisstjórnar sem ekki
stæði við ályktanir Alþingis um
afnám tekjuskatts í áföngum, lét
svo um mælt um jólin að hann
styddi áform um að slá nú öllu á
frest í t.rausti þess að það sem ekki
væri gert nú yrði gert næst.
Furðulegt viðtal
Því komu mér þessi „skítaskatta-
mál“ í hug að ég las á föstudaginn
var alveg furðulegt viðtal við Þor-
stein Pálsson. Viðtalið fjallar
nefnilega um „skítaskattana" og
þá ákvörðun Þorsteins að hækka
SIGHVATUR
BJÖRGVINSSOIM
FYRRVERANDI
ALÞINGISMAÐUR
nokkra þeirra eins og t.d. flugvall-
argjald og bifreiðagjald um
250-300% (en flugvallarskatturinn
var einn af þeim sem við alþýðu-
flokksmenn lögðum til í fjárlagatil-
lögum okkar fyrir jólin að yrði
hreinsaður út). f viðtalinu segir
fjármálaráðherrann orðrétt:
„Aðalatriði málsins er hins
vegar ekki það, hvort flugvall-
arskatturinn er 250 eða 750
krónur heldur hvort hann eigi
yfirleitt rétt á sér eða ekki.“
Á Alþingi fellir Þorsteinn Páls-
son tillögur um að þessi skattur sé
lagður niður.
Á sama þingi ráðgerir hann fyrst
og framkvæmir svo 250% hækkun
á skattinum.
Annars staðar í viðtalinu
rökstyður hann þessa niðurstöðu -
hækkunina - með því að skattur-
inn hafi stöðugt verið að tapa verð-
gildi sínu.
Hvaða heilvita maður getur lesið
annað út úr þessu en það að ráð-
herrann telji að skatturinn eigi
rétt á sér?
Samt ætlast hann til þess að les-
endur leggi þveröfuga merkingu í
orð sín!
Hvaða skrípaleikur er þetta?
Skattahreinsun
Fyrir nokkrum árum var sam-
þykkt á Alþingi tillaga frá alþýðu-
flokksmönnum um lagahreinsun -
þ.e. að farið yrði yfir gildandi lög
á íslandi, sem sum eru margra alda
gömul, og þau felld út sem orðin
væru úrelt eða merkingarlaus.
Sambærilega afgreiðslu þarf að
gera á skattheimtunni. Hreinsa
þarf út þá smáskatta hvers konar,
bæði á félög og einstaklinga, sem
lagðir hafa verið á af ýmsum tilefn-
um á liðnum árum og áratugum
og aldrei var ætlað að vera nema
til bráðabirgða en gera skatt-
heimtu óþarflega flókna og svara
jafnvel í sumum tilvikum alls ekki
kostnaði. Tillögu um einmitt svona
afgreiðslu fluttum við alþýðu-
flokksmenn fyrir jólin en fyrir
daufum eyrum. Meðal skatta, sem
við lögðum til að hreinsaðir yrðu
út með þessum hætti, var einmitt
margnefndur flugvallarskattur
ásamt vitagjaldi, lestargjaldi,
gjaldi af heillaskeytaeyðublöðum,
skoðunargjaldi á bifreiðir og
fjöldamörgum öðrum „skítaskött-
um“ af þessu tagi.
Sami grautur í sömu skál
Slíkar breytingar og nýmæli
hefðu átt að fylgja í kjölfar þess
að nýr og ungur fjármálaráðherra
kom í ráðuneytið sem sagðist ætla
að breyta og bæta í fjármálastjórn-
inni. Það gerðist bara ekki. Þvert
á móti bar hann á borðið sama
graut í sömu skál og brá á það ráð
að hækka „skítaskattana" meira
en nokkur fyrirrennari hans hefur
gert.
Miklu veldur sá sem upphafinu
veldur. Ekki líst mér svo á að þetta
hafi verið upphafið að nýjum og
breyttum tímum hjá íhaldinu.
Sighvatur Björgvinsson.
„Þvert á móti bar hann á borðið sama
^ graut í sömu skál og brá á það ráð
að hækka „skítaskattana“ meira en nokk-
ur fyrirrennari hans hefur gert.“