Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Side 15
DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986. 15 Kaka án mjöls og gers Þá hafa vorir vísu landsfeður sest á rökstóla á nýjan leik. Vafalítið koma þeir hressir og endurnærðir til starfa sinna eftir vel heppnað jólaleyfi sem sjálfsagt hefur verið notað til þess að leita álits kjósenda á því hvar skórinn kreppir í þjóð- félaginu og hvað þeir vilja sjá gert á komandi mánuðum. Liggur það ekki í augum uppi að þingmenn vilja umfram allt inna störf sín þannig af hendi að hagsmuna umbjóðendanna sé sem best gætt? Það skyldi maður ætla - en raun- ar læðist á stundum að manni illur grunur um að á stundum geti pól- itískir og jafnvel persónulegir stundarhagsmunir vegið býsna þungt líka. Baráttan um brauðið Það sem einkenna mun störf þingsins næstu vikurnar verður baráttan um brauðið, það er skipt- ingu hinnar margétnu þjóðarköku. Framundan eru samningar um kjör á vinnumarkaðnum, bæði við hina almennu launþega og opinbera starfsmenn. Samhliða þessum samningum munu forsvarsmenn stjórnarandstöðu halda margar og hjartnæmar ræður í þingsölum, utan dagskrár og innan, um launamisréttið, arðránið og vinnuþrælkunina. Þeir munu undir drep reyna að endurtaka leikinn frá 1978 þegar einhver hrikalegasta stjórnmálablekking sögu okkar tókst og fólki var talin trú um að það gæti farið með kjarabaráttuna inn í kjörklefana í sveitarstjórnar- kosningunum. Síðan hefur kaup- máttur hægt og sígandi versnað á íslandi. Vitaskuld er það svo út af fyrir sig ekki því að kenna hvernig þær kosningar fóru. Kaupmáttur væri sjálfsagt mjög svipaður í dag þótt íhaldið hefði haldið Reykjavík þá, svo dæmi sé tekið. Það eru allt Kjallari á fimmtudegi MAGNUS BJARNFREÐSSON aðrar forsendur sem ráða því hvernig kjör manna eru í landinu en val fulltrúa í sveitarstjórnir. Eins og valdi og áhrifum Alþingis er í raun komið má með talsverðum sanni segja að val fulltrúa þangað hafi einnig takmörkuð áhrif á kjör fólks í landinu, þótt vissulega séu þau meiri en val sveitarstjórnar- manna hefur. Hvað veldur þessu? í fyrsta lagi það að því er ekki skipt sem ekki er til. Gallinn við þjóðarkökuna, sem nú á að skipta, er sá að í hana vantar bæði mjölið og gerið, og allir vita hvað verður um vatn sem sett er í bökunarofn. í öðru lagi er það að þótt einstaka menn gíni yfir miklum eignum og verðmætum í þessu þjóðfélagi - misjafnlega fengnum - þá virðist engin von að ná til þeirra, hverjir sem við stjórnvölinn sitja, enda eignimar vel varðar í skjóli banka- leyndar heima og erlendis. I þriðja lagi liggur við að maður efist á stundum um að nokkur raunverulegur vilji sé fyrir hendi til þess að skipta því sem til skipt- anna er á annan hátt en gert hefur verið. Kannski er það svo að menn vilji í raun ekki hafa skiptinguna rétt- látari. Þeir sem eru fulltrúar fyrir óréttlætið vilja það eðlilega ekki, hinir myndu missa spón úr aski sínum ef þeir gætu ekki lengur haldið ójafnaðargrýlunni að mönn- um og talið stórum hópi kjósenda trú um að það að þeir væru hinir einu sönnu riddarar sem hefðu af stakri fórnfýsi gert það að ævistarfi sínu að berjast gegn óréttlætinu. Og hver vill uppræta lifibrauð sitt? Er ekki einmitt drjúgur hluti af verkalýðsbaráttu í löndunum í kringum okkur fólginn í því að berjast gegn þeirri tækni sem kann að gera störfin óþörf? En á meðan ójöfnuðurinn helst óbreyttur er hægt að halda margar utandagskrárræður og fá af sér margar myndir í fjölmiðlum sem a „Gallinn við þjóðarkökuna, sem nú á ^ að skipta, er sá að í hana vantar bæði mjölið og gerið, og allir vita hvað verður um vatn sem sett er í bökunarofn.“ „Ég held að það yrðu heldur meinleg örlög fyrir Framsókn að knýja nú fram kosningar.“ stuðla að því að stjórnmálamenn- irnir haldi störfum sínum. Kosningafiðringur? Sú spurning gerist nú æ áleitnari hvort stutt kunni að vera í al- þingiskosningar. Augljóst má vera að mjög hefur stríkkað á ýmsum taugum i stjórnarsamstarfinu upp á síðkastið og það svo að ekki þarf mikið til að koma til þess að alvar- legur brestur verði. Ekki er gott að segja hvort þar er í raun og veru stefnt að kosning- um, eða hvort menn eru að ögra samstarfsmönnum í von um að þeir gefi meira eftir í ýmsum málaflokk- um þar sem ágreiningur er mikill. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að í báðum stjórnarflokkunum er óánægja með stjórnarsamstarfið. Til skamms tíma hefur þessi óán- ægja verið augljósari í Sjálfstæðis- flokknum vegna þess hve sterk staða formanns Framsóknar- flokksins hefur verið í flokknum, en nú virðist lítið hallast á. Aðaló- ánægjupostular Framsóknar hafa fengið vaxandi styrk frá ýmsum flokksbrotum og óánægjuhópum og svo kann að fara að Framsókn fari að verða býsna ótrygg í sam- starfinu og að upp á skorti að þingmenn flokksins skili sér til stuðnings þeim þingmálum sem ráðherrar samstarfsflokksins leggja áherslu á. Afleiðing þessa getur auðvitað ekki orðið önnur en sú að sjálfstæðismenn gjalda líku líkt og það þýðir að ráðherrar Framsóknar geta ekki setið lengur. Það þýðir kosningar, því svo langt er liðið á kjörtímabilið að ekki munu aðrir fást til að tylla sér í stólana þann skamma tima sem éftir er. Mér er þó nær að halda að engan langi í raun í alþingiskosningar eins og málin standa nú. Þær eru ekki glæsilegar fyrir stjórnarflokk- ana, síst í miðri kjarabaráttu, og stjórnarandstöðuflokkarnir eru hreint ekki vel undirbúnir sumir hverjir, því margt er óleyst þar innanstokks. En vissulega ræður stjórnarand- staða á hverjum tíma litlu um það hvenær kosið verður, svo framar- lega sem hún vill ekki setjast í stóla. Ég held að það yrðu heldur mein- leg örlög fyrir Framsókn að knýja nú fram kosningar. Flokkurinn þarf að leysa mörg mál, bæði á vettvangi þjóðmála og innan- stokks, áður en hann leggur út i harðvítuga kosningabaráttu, en vissulega geta „haukarnir" í sam- starfsflokknum gert honum lífið óbærilegt í samvinnu. En hvort sem kosið verður til þings í vor eða ekki er mest um vert að reynt verði að ná skynsam- legum kjarasamningum. Ef verð- bólgufjandanum verður sleppt á þjóðina að nýju í öllu sínu veldi skiptir litlu máli hvernig alþingis- kosningar fara. Þá skerðist kaup- máttur, skuldir aukast og þeir fá- tæku missa fleiri krónur í svissnesk bankahólf. Magnús Bjarnfreðsson. Það er verið að ganga af Ríkis mati sjávarafurða dauðu Ég undirritaður hef áður skrifað þrjár greinar, sem birtar voru í Morgunblaðinu, um Ríkismat sjáv- arafurða og reglugerð sjávarút- vegsráðherra um fyrirkomulag mats og eftirlits með sjávarafurð- um til útflutnings, útgefin 15. mars 1985. Þar sem öllum mátti ljóst vera að reglugerð þessi samrýmdist ekki nefndum lögum á ýmsum svið- um fékk ég Sigurð Líndal, lagapró- fessor við Háskóla íslands, til þess að gera úttekt á reglugerðinni gagnvart gildandi lögum. Alitsgerð Sigurðar, þar sem hann hugleiðir og ber saman nefhda reglugerð og lög nr. 53/1984 um Ríkismat sjévar- afurða, leiðir ótvírætt í ljós að reglugerðin stangast í veigamikl- um atriðum á við lögin og virðir þau ekki í framkvæmd. í stað þess að túlka lögin eins og Alþingi gekk frá þeim brýtur reglugerðin lögin. En eins og öllum ætti að vera ljóst þá eru gildandi lög rétthærri en reglugerð. Þrátt fyrir þetta situr allt við það sama og yfírvöld gera ekkert í málinu. Álitsgerð Sigurðar Líndals hefur ekki verið hrundið og lögbrotin halda áfram í fram- kvæmd. Þetta er hin lagalega hlið þessa máls. Með reglugerð Halldórs Ásgríms- sonar eru allir veigamestu þættir í útflutningsmati sjávarafurða tekn- ir úr höndum Ríkismats sjávaraf- urða og fengnir í hendur framleið- enda eða umboðsmanna þeirra. En þessir þættir eru úttekt afurðanna eftir mat, þegar þær eru fluttar úr landi, sem er yfirmat og hefur alla tíð verið í höndum ríkismatsins. Þá segir svo í 3. gr. reglugerðarinn- ar um önnur þýðingarmikil réttindi ríkismatsins sem sjávarútvegsráð- herra hefur afhent útflytjendum í hendur: „Þeir gefa út flokkunar- og pökkunarreglur og senda þær til framleiðenda og skulu þær til- greina hvernig hráefnisvali vinnslustöðvar, afurðamati, flokk- un, pökkun, vigtun og merkingu skuli háttað. Ríkismat sjávaraf- urða hefur aðgang að pökkunar- reglum." Öll framangreind atriði hafa allt frá upphafi ríkismats á fslandi verið í höndum þess, enda hlýtur öll starfsemi Ríkismats sjávaraf- urða að hanga í lausu lofti án nauðsynlegs jarðsambands sé þetta frá því tekið. Með þessu er raun- verulega verið að afnema ríkismat á íslandi en innleiða í þess stað mat framleiðenda sjálfra á útflutt- um sjávarafurðum. En til hvers er þá verið að halda uppi stofnun rekinni af ríkinu sem heitir Ríkis- mat sjávarafurða? Á þessi stofnun máski að vera til þess að láta er- lenda kaupendur standa í þeirri trú að hér starfi áfram óbreytt ríkis- mat? Því er ekki gengið hreint til verks og viðurkennt með lagasetn- ingu að útflutningsmat útflytjenda , hafi tekið við af því ríkismati sem hér er búið að starfa og þróast í 80 ár? Hvað á þessi blekking og feluleikur valdhafa að þýða? Frádæmda rækjan í Súðavík Sá atburður gerðist á sl. hausti að yfirmatsmaður á Vestfjörðum dæmdi frosna rækju í Súðavík óhæfa til útflutnings sökum skemmda. Síðar gerðist það svo í Kjallarinn PETUR H. OLAFSSON FISKMATSMAÐUR málinu að Hjalti Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og meðlimur í Fiskmatsráði og í stjóm Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins, biður um eftirmat á hinni frá- dæmdu rækju, en SH er útflytjandi afurða fyrir frystihúsið í Súðavík. Fiskmatsstjóri gekk inn á slíkt endurmat og var Pétur Geir Helga- son, fulltrúi Ríkismats sjávaraf- urða, látinn vita um hvað til stæði, en Pétur Geir er sérfræðingur í rækju og yfirmaður alls rækjumats á landinu. Var hann af ríkismatinu beðinn að vera viðstaddur mats- gjörðina. En rétt áður en mats- gjörðin fór fram er Pétri Geir vikið til hliðar og honum sagt að þess sé óskað að hann verði ekki við- staddur. Síðan er matsgjörðin framkvæmd hjá útibúi Rannsókn- ast. fiskiðn. á ísafirði. Engin opin- ber tilkynning hefur verið gefin út um niðurstöðu þessa eftirmats, hins vegar hefur sú saga komist á kreik að skoðunarmenn SH hafi komist að sömu niðurstöðu og yfir- fiskmatsmaðurinn, að rækjan væri óhæf til útflutnings. Þá er uppi orðrómur um að verið sé með þrýst- ingi að fá samþykki til þess að setja rækjuna í niðursuðu. Gott væri ef sá orðrómur væri ekki á rökum reistur því sú rækja, sem ekki er hæf til manneldis frosin, er það ekki heldur þó hún sé sett í dós. Pétri Geir þótti stöðu sinni misboðið Þau eftirmál hafa orðið vegna þessa rækjumáls að Pétur Geir telur að á rétt sinn sem embættis- manns ríkisins hafi verið freklega a „En ríkismat, sem byggir tilveru sína ^ á slíkum vinnubrögðum, það er ekki sjálfstætt og óháð lengur heldur verkfæri í höndum þeirra sem það á að hafa eftirlit með.“ gengið þegar honum var vikið til hliðar og honum bannað að vera viðstaddur matsgerðina á rækj- unni. Ut af þessu fór hann fram á það við fiskmatsstjóra að mál þetta yrði rannsakaðð og hann leystur frá störfum á meðan sú rannsókn færi fram. Þetta hefur ekki verið tekið til greina og er málið í eins konar óútkljáðri biðstöðu. Starfs- mannafélag Ríkismats sjávaraf- urða hefur rætt þetta mál og er haft fyrir satt að þar vilji menn styðja rétt Péturs Geirs í málinu. Þegar þetta mál er skoðað af mönnum sem þekkja til fram- kvæmda á ríkismati sjávarafurða gegnum árin verður að vekja at- hygli á því að með reglugerð Hall- dórs Ásgrímssonar er verið að gera Ríkismat sjávarafurða að eins konar lepp sem samþykkir að við- komandi starfsmaður víki til hliðar í skyldustarfi ef útflytjandi vöru eða framleiðandi biðja um það. Þannig verður öll framkvæmd á ríkismati marklaus og til aðhlát- urs. Því er hins vegar ekki að neita að líkar beiðnir komu fram öðru hvoru frá framleiðendum, sem ekki þóttu alltaf nógu vandir að virð- ingu sinni, í hinni löngu sögu um ríkismat á Islandi. En þeim var ævinlega neitað. Nú er slík beiðni hins vegar tekin til greina og óskin uppfyllt um leið og hún er fram 1 borin. j En ríkismat, sem byggir tilveru j sína á slíkum vinnubrögðum, það I er ekki sjálfstætt og óháð lengur j heldur verkfæri í höndum þeirra { sem það á að hafa eftirlit með. Pétur H. Ólafsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.