Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUD AGUR 30. JANÚAR1986. 17 Kaldar kveðjur til Suðurnesjamanna Fyrrverandi „letingjar" hjá Vogum h/f skrifa: Eftir að hafa lesið grein Sigurður Garðarssonar í Morgunblaðinu þann 16. janúar og viðtal við hann í DV daginn eftir urðum við fyrst hissa og síðan reiðar vegna skrifa þessa manns. Við, höfundar þessarar greinar, eigum það sameiginlegt að hafa unnið hjá fyrirtæki hans í gegn- um árin en við erum búsettar í Vogum. Sigurður kallar Suðurnesjamenn letingja. Hann getur svarað fyrir sig hvað það varðar, en okkur finnst hann ómerkilegur og ósvífinn að kasta þannig skít í það fólk sem er búið að þræla hjá hans íyrirtæki á liðnum árum. Hann heldur því fram að það fólk sem hann hafi fengið af atvinnuleysisskrá séu tómir letingj- ar. Þar með hlýtur hann að telja þær örfáu hræður sem enn vinna hjá honum letingja, því að þær voru á atvinnuleysisskrá. Það kemur úr hörðustu átt að hann kallar þessar bætur leti- og tekjutryggingarbætur, því að hann hefur verið manna iðn- astur við að senda fólk á þessar bætur af því að hans fyrirtæki hefur aldrei getað skaffað starfsfólki sínu fulla atvinnu. Hann talar um að vinnandi fólk sinni ekki sínum skyldum í sambandi við uppsagnar- frest og annað. Hefur hann engar skyldur við það sama fólk? Er ekki gagnkvæmur uppsagnarfrestur? Hann hefur ekki farið eftir þeim skyldum sjálfur heldur sagt við fólk að loknum vinnudegi að hann hringi í það þegar vinna hefjist aftur. Svo bíður það og bíður heima eftir að kallið komi og lætur auðvitað skrá sig atvinnulaust á meðan, því ekki borgar þetta fyrirtæki kauptrygg- ingu. Svo hringir Sigurður í fólkið eftir 1-3 vikur og segir að það sé vinna daginn eftir. Þetta kallar hann leti! Ef hann heldur að einhver verði ríkur af að vera á atvinnuleysis- bótum þá ætti hann að prófa það sjálfur. Ætli hann gæti þá farið í utanlandsreisur nokkrum sinnum á ári? Svo eru atvinnuleysisbætur ekkert hærri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Við eigum til atvinnuleysisskráningarskírteini frá árinu 1984 en það ár unnum við hjá fyrirtæki hans. Þar kemur í ljós að frá 1. janúar til 10. ágúst voru 520 atvinnuleysistímar eða tæpir 4 MÁNUÐlRaf8. Lái okkur svo hver sem vill að hafa hætt hjá þessu fyrirtæki. Auð- vitað er fyrirtækið búið að auglýsa sig sjálft í gegnum árin og þess vegna fær það ekki fólk til starfa, hvorki til sjós né lands. di vera stór, feit og svö /iðtal við Ragnhildi Gísladóttur eitum engum bellibrögúdii lelgi Daníelsson rannsóknariögregluma og DeMck eitthvað sÉápgmtegt? c nn þo það weknimaður á rás tvo frá^v Hann talar um að fólk rápi á milli vinnustaða með sínar skoðanir. Hef- ur hann einn leyfi til að hafa skoðan- ir? Þó að hann líti á verkafólk sem letingja og aumingja þá er ennþá skoðanafrelsi í þessu landi, hvort sem honum líkar hetur eða verr. Þegar honum hefur verið bent á að ýmislegt, sem hann hefur sett á á sínum vinnustað, svo sem frumsamið launakerfi, sé ekki eftir gerðum samningum milli Vinnuveitenda- sambandsins og launþegasamtaka hefur svarið verið: ÉG hef ekki samið um þetta, stelpur! Við ætlum ekki að eyða fleiri orð- um í sambandi við þessa grein en vonum bara að hann og hans fyrir- tæki komi sér í burtu til þess staðar sem engir letingjar eru því að þetta fyrirtæki er hreinlega dragbítur á þessu sveitarfélagi. Meðal annarra orða: Er Sigurður Garðarsson virkilega í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórnar- kosningunum hér á Suðumesjum? Hvað segir forysta Sjálfstæðisflokks- ins við þessu skítkasti á verkafólk á Suðurnesjum? Er verið að reyna að minnka flokkinn? Þessi mynd er úr fiskvinnslu í Grindavík en bréfritarar mótmæla þvi að Suðumesjamenn séu letingjar. <• ABLAÐSOLUSTÖ Lesendur Lesendur Lesendur Dýrt eld- varna- kerfi Einn dálítið hissa skrifar: Hver er að plata hvern í sambandi við eldvarnakerfi í Kópavogshæli? Hvað kemur til að þurfi heilt húsverð fyrir svoleiðis kerfi? Venjulegur maður hefði talið að nokkur hundruð þúsund hefðu nægt, frekar en að nefna milljóna tölur. Er þarna kannski á ferðinni þessi venjulega óráðsía fslendinga? Eða hver er skýringin á þessu og hvert verður framhaldið á öðrum stofnunum? Mér bætti eaman að vita bað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.