Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Blaðsíða 20
20 DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986. Enska bikarkeppnin í gærkvöldi: Aston Villa átti aldrei Millwall —sem vann, 1:0. Oruggur sigur Man. Utd gegn Sunderland, 3:0, og Tottenham vann N. County, 5:0 Jesper Olsen, sló í gegn. Hann lék í skoraði tvö markanna, annað úr víti, fremstu víglínu með Frank Stapleton og átti auk þess skot í þverslá. Nor- vegna leikbanns Mark Hughes og manWhitesideskoraðiþriðjamarkið eftir að markvörður Sunderland hafði hálfvarið skot frá Olsen. Bryan Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: Óvæntustu úrslitin i knattspyrnu- leikjum í Englandi í gærkvöldi litu dagsins ljós í leik 2. deildar liðs Mill- vall og 1. deildar liðs Aston Villa i ensku bikarkeppninni. Millvall sigr- aði, 1-0, og sló liðið þar með Aston Villa út úr keppninni. Fyrri leik lið- anna lauk með jafntefli. Aston Villa átti aldrei möguleika gegn Millvall. Leikmenn 2. deiidar liðsins yfirspiluðu andstæðinga sína og sigurmarkið kom á 56. mínútu og það var John Fashanu sem skoraði markið. Áður hafði hann átt skot í stöng. Mark Fashanus var hans 11. mark fyrir Millvall á keppnistímabil- inu. Steve Lovell var klaufi að skora ekki fyrir Millvall þegar hann lét varamarkvörð Aston Villa, Kevin Poole, verja frá sér vítaspyrnu. Eina marktækifæri Aston Villa í leiknum fékk Simon Steinrod en Peter San- some, markvörður Millvall, varði skot hans af sex metra færi af stakri snilld. Millvall mætir Southampton á heimavelli í 16-liða úrslitum bikar- keppninnar á heimavelli sinum. Robson lék með allan leikinn. United mætir Ipswich eða West Ham í 16- liða úrslitunum á útivelli. brotthvarfs Alan Brazil til Coventry og skilaði sínu hlutverki mjög vel, Sigur Man. Utd en Strachan meiddist Meiðsli Gordons Strachan á 15. mínútu gegn Sunderland skyggðu nokkuð á annars mjög öruggan sigur Manchester United gegn Sunderland í leik liðanna í bikamum í gærkvöldi. Strachan tognaði nokkuð illa á ökla og varð að yfirgefa leikvöllinn. Ekki fyrsti leikmaður United sem meiðist í vetur og greinilegt að stöðug meiðsli leikmanna liðsins fylgja lið- inu eins og skugginn. United vann, 3 0. á Old Trafford og Daninn litli, • Jesper Olsen lék í fremstu víglínu hjá Manchester United í gærkvöldi og átti snilldarleik gegn Sunderland. Hann skoraði tvö markanna og var óhepp- inn að skora ekki þrennu. Jeppesen tryggði Ribe útisigurinn gegn Skovbakken en liðið mátti síðan sætta sig við tap heima gegn Helsingör og er nú í þriðja sæti í dönsku deildinni Lið Ribe í fyrstu deild handboltans í Danmörku lék tvo leiki í vikunni. Liðið vann góðan útisigur á Skov- bakken, 19-18, síðasta fimmtudag en mátti síðan þola tap á. heimavelli sínum gegn Helsingör í spennandi viðureign á sunnudaginn, 18-17. Liðið er því í þriðja sæti deildarinnar þegar sex umferðum er ólokið. Frábær markvarsla Jeppesen Lið Skovbakken var allsráðandi í byrjun leiksins við Ribe. Liðið komst i 8-3 en þá tók gamli skröggurinn í marki Ribe, Mogens Jeppesen, til sinna ráða. Hann hreinlega lokaði marki liðsins og nýliðar Ribe náðu að tryggja sér sigurinn á lokamínút- unum eftir að staðan í hálfleik hafði verið 11-9 Skovbakken í hag. Anders Dahl Nielsen, þjálfari og leikstjómandi Ribe liðsins, átti mjög góðan leik og skoraði níu mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Gunnar Gunn- arsson komst einnig vel frá leiknum, hann skoraði fjögur mörk. Bikarmót í Bláfjöllum Bikarmót Skíðasambands íslands fer fram í Bláfjöllum á laugardag og sunnudag um næstu helgi. Á laugar- dag hefst keppni klukkan ellefu og verður þá keppt í stórsvigi karla og svigi kvenna. Á sunnudag heldur „Hi-C-mótið“, en svo er það nefnt, áfram og verður þá keppt í svigi karla og stórsvigi kvenna. -SK. Slakur sóknarleikur Ribe Leikurinn gegn Helsingör var að sama skapi spennandi. Mogens Jeppesen stóð einnig í marki Ribe þann leik og er það í fyrsta sinn sem hann eða Gísli Felix fá að leika tvo leiki í röð, þeir hafa hingað til alltaf skipst á að leika. Ástæðan fyrir því var að sjálfsögðu frábær markvarsla Mogens í leiknum við Skovbakken. Það er skemmst frá því að segja að sóknarleikmenn Ribe náðu sér aldrei á strik í þessum leik. Leikur- inn var þó allan tímann jafn en stór- leikur Jens Eric Roepstorf tryggði Helsingör sigur. Roepstorf er einn aðalleikmaðurinn í HM-liði Dana og hann var sannarlega í essinu sínu í leiknum á sunnudaginn. Skoraði átta af átján mörkum liðs síns sem vann 18-17 sigur. Fleming Pedersen varð markahæstur leikmanna Ribe með fjögur mörk, Gunnar skoraði þrjú. Gladsaxe er nú í efsta sæti deildar- innar með átján stig eftir tólf leiki, HIK hefur sextán og Ribe fjórtán. Næstu lið eru Holte með þrettán stig, Kolling, Viruin og Helsingör hafa tólf stig en Helsingör hefur aðeins leikið ellefu leiki. Neðstu liðin eru Skovbakken með níu stig eftir þrett- án leiki, Stadion með átta eftir þrett- án og Holberg með sex stig eftir ell- efu leiki. Tvö neðstu lið falla og það þriðja neðsta þarf að leika aukaleik um fall við þriðja efsta liðið í annarri deild. Næsti leikur Ribe er við Kolling á útivelli en það veikir nokkuð stöðu Ribe að liðið á eftir að leika fjóra útileiki gegn aðeins tveimur heima- leikjum. -fros Stórsigur Tottenham Tottenham vann öruggan sigur í ensku bikarkeppninni í gærkvöldi er liðið mætti Notts County í öðrum leik liðanna. Leikið var á White Hart Lane og úrslitin 5-0. John Chidozie, Clive Allen, Mark Falco, Chris Waddle og Glenn Hoddle skor- uðu mörkin fyrir Tottenham sem mætir Everton á heimavelli i 16-liða úrslitunum. -SK. Wallace skoraði ífyrsta leiknum — þegar England vann Egyptaland, 0:4, íKaíróígær Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: Englendingar áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sigur gegn slöku liði Egypta er þjóðirnar léku vináttulandsleik í knattspyrnu í gær. Enskir sigruðu og skoruðu þeir þau fjögur mörk sem skoruð voru í leiknum. Það kom fljótt í ljós að Englending- ar voru í allt öðrum gæðaflokki en Egyptar. Strax á 16. mínútu skoraði Trevor Stevens fyrsta mark Englend- inga og þremur mínútum fyrir leiks- Iok skoruðu heimamenn sjálfsmark. I síðari hálfleik skoruðu Englending- ar einu marki fleira en í þeim fyrri. Dariny Wallace, sem lék sinn fyrsta lanrlsleik fyrir England, skoraði á 55. mínútu og síðasta markið skoraði svo Gordon Cowans á 74. mínútu. Egyptar. áttu skyndisóknir öðru hvoru en gamla brýnið Peter Shilton varði allt sem á enska markið kom. Mjög fáir áhorfendur voru á leiknum enda var honum sjónvarpað beint um allt Egyptaland, ekki á hverjum degi sem landslið á borð við það enska heimsækir Egyptaland. -SK. • Gunnar Guðmundsson, formaður I hér bjóða Marcelo Houseman velkom inni er Marcelo ásamt eldri bróður sín en Rene þessi varð heimsmeistari í kna DV-my nd Gunnar Bendcr. „LITLIE K0MI Yngri bróðirinn frá Argei Argentinumaðurinn, Marcelo Hou- seman, sem mun leika með KR-ingum í 1. deildinni i knattspyrnu i sumar, kom til landsins í gær. Eldri bróðir hans, Rene Houseman, kom ekki með „litla bróður“ en hann er væntanlegur í herbúðir KR-inga eftir vikutíma. Marcelo Houseman fannst ekkert sérstaklega kalt þegar hann kom til landsins i gær og sagði sem svo að Lota í 210 mín. HjáQPRogCKelsea Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: Leikmenn Queens Park Rangers komu mjög á óvart í gærkvöldi er þeir gerðu sér lítið fyrir og slógu Chelsea út úr mjólkurbikarnum í Englandi. Leikið var á heimavelli Chelsea en það kom ekki í veg fyrir að QPR færi með sigur af hólmi, 0-2. Þeir 27 þúsund áhorfendur sem mættu á leikinn urðu engu að síður að bíða í 109 mínútur eftir marki í leiknum. Framlengja þurfti leikinn þar serp fyrri leik liðanna á gervi- grasinriá Loftus Road lauk með jafn- tefli, 1-1. Það var sem sagt á 4. mínútu síðari hálfleiks framlenging- arinnar sem fyrra markið kom og það skoraði miðvörðurinn Alan McDon- ald. Síðara markið kom síðan þegar örstutt var til leiksloka og var Mike Robinson 'þar að verki. Hann skaut af 30 metra færi yfir markvörð Chelsea sem var kominn út úr víta- teignum. Samtals þurftu liðin að leika í 210 mínútur til að knýja fram úrslit. Leikmenn Chelsea geta nú einbeitt sér að toppbaráttu 1. deildar enda liðið dottið út úr öðrum keppnum. Lið QPR er nú komið í undanúrslit í mjólkurbikarnum og mætir þar Liverpool á Loftus Road. Hinn leik- urinn í undanúrslitunum er leikur Aston Villa/Arsenal og Oxford. Leik- ið er heima og heiman. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.