Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Page 31
DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986. 31 Menning Menning Hasselbyslotið. Hásselby - nýtískulegasti herragarður á Norðurlöndum Þeir eru ófáir Islendingarnir sem sótt hafa ráðstefnur um aðskiljanleg menningarmál í Hasselby- slotinu í nágrenni Stokkhólms. Þetta slot er í raun herragarður frá 17. öld sem nú er staðsettur í lystigarði þar sem m.a. er að finna fornminjar frá vík- ingaöld. Slotið er byggt á þeirra tíma vísu, með þriggja hæða aðalbyggingu sem þungamiðju og vængi sem teygja sig í áttina að aðkomumanni. Stokk- hólmsborg eignaðist Hásselby árið 1931 og lengi vel vissu borgaryfirvöld ekki hvað þau áttu við slotið að gera. Það var svo árið 1963 að fulltrúar frá öllum höfuðborgum Norðurlanda fóru fram á að Hásselby yrði gert að menningarmiðstöð og ráðstefnusetri íyrir Norðurlöndin og gekk það eftir. f stórum dráttum hefur slotið verið látið halda sínu gamla lagi en hins vegar hafa verið gerðar nauðsynleg- ar breytingar á kjallara og tengi- byggingum. Þar er að finna ágæt gistiherbergi og matstofu sem hefur á sér gott orð. Margt er í bygging- unni sem minnir á hlutverk þess, t.d. samnorrænt bókasafn, auk þess sem hver höfuðborg Norðurlanda á sér sitt herbergi. Nýmóðins gistiaðstaða í herbergi Reykjavíkur er að finna íslenska listmuni og myndlistarverk sem ylja íslenskum gesti um hjartar- ætur. Nú hefur ýmislegt verið gert til að gera Hásselby kleift að gegna hlut- verki sínu enn betur. Byggður hefur verið fullkominn samkomu- og mat- salur á ská við gömlu aðalbygging- una. Þeim sal tengist síðan nýmóðins gistiaðstaða, 25 herbergi, með að- gangi að sundlaug og sánabaði. Þá hefur Hásselby yfir 110 gistihér- bergjum að ráða og getur séð um allt að 200 manna ráðstefnur. Þessar breytingar á Hásselby voru kynntar gestum og gangandi í síð- ustu viku. Þá voru einnig vígð lista- verk eftir listamenn frá öllum Norð- urlöndunum, sem gerð voru sérstak- lega fyrir nýbyggingarnar. Finnska listakonan Maija Lavonen gerði mikinn vef í fundarsal, norski mynd- listarmaðurinn Odd Tandberg hann- aði dyr aðalbyggingarinnar, Anders Tinsbo frá Danmörku gerði listaverk í mótttökuna, sænskur myndhöggv- ari, Leif Bolter, gerði útilistaverk við aðkomu og síðan unnu þau Rúna og Gestur Þorgrímsson veggmynd úr keramík í matsal. Allir gestir trakteraðir Forstjóri Hásselby, Torbjörn Fors- Menningarmál AÐALSTEINN INGÓLFSSON ell, hefur sömuleiðis lýst yfir áhuga sínum á því að auka enn á samnorr- æna starfsemi á staðnum. Hann vill stórauka áróður fyrir norrænu sam- starfi í Stokkhólmi, t.d. meðal skóla- fólks og félagssamtaka, og hyggst hvetja bókaverslanir til að setja á fót sérstakar deildir með norrænum bókmenntum. Alla gesti á Hásselby á einnig að traktera með bókagjöfum og uppá- komum af norrænum toga. Menn eru einnig velkomnir til staðarins ann- arra erinda en ráðstefnuhalds. í ly- stigarðinum við slotið er að finna vinnustofu, sem stendur norrænum listamanni til boða og brátt munu rithöfundar og blaðamenn geta sótt um styrki til dvalar í lítilli villu í námunda við Hásselby. -ai Torbjörn Forsell, forstöðumaður á Hásselby, með Flateyjarbók sem þar er að finna. Sandkorn Sandkorn Böðvar Bragason lögreglu- stjóri. Vinsæll lögreglustjóri Nýskipaður lögreglustjóri, Böðvar Bragason, mun þegar hafa aflað sér mikilla vinsælda í starfi. Lögreglu- menn eru sagðir sallaó- nægðir með yfirmann sinn enda mun hann hafa lagt sig allan fram um að kynna sér alla þætti lögreglu- stjórastarfsins en ekki bara mýkt stólsins. Það var til dæmis sér- staklega til þess tekið um daginn þegar lögreglustjór- inn stóð heila næturvakt. Fór hann á milli stöðva og fylgdist með sinum mönn- um í starfi. Þótti þetta framtak mjög af hinu góða. Og svo leggur Böðvar mikla óherslu ó að bæta kjör lögreglumanna. Það þykir aldrei skaða... Úrþrifaráð Hæstvirtur alþingismaður, Sighvatur Björgvinsson, mun hafa brugðið sér til ísafjarðar í jólafríinu. Þar hélt hann fund með heima- krötum. Nokkur örvænting mun hafa grípið um sig á Sighvatur Björgvinsson. samkundunni ef marka mó frásögn blaðsins Bæjaríns besta. Er einn fundar- manna sagður hafa hlaupið út, reikað aö húsabaki og skotið þar á loft neyðar- blysi. Þjarmað að smáfuglunum Bakarar hafa verið nokkuð í sviðsljósinu að undan- förnu. Hafa kastararnir beinst að þeim vegna þeirr- ar umræðu um vörugjald ó sætabrauð sem staöið hefur yfir. Sem kunnugt er ætlaði Þorsteinn Pálsson fjár- málaráðherra að skatt- leggja sætabrauö. En bak- arar svöruðu fullum hálsi og sögðust ekki kæra sig um neinar álögur ó sitt bakkelsi. Síðan hefur verið hringlað með skattinn fram og til baka. En eitthvað varð að gera til aö bjarga ríkissjóði ón þess að fórnardýrunum gæfist tækifæri til að rakka stjórnina niður í svaðið. Og lausnin var í sjónmáli. Það var einfaldlega lagður 25% söluskattur á smáfuglafóð- ur núna rétt fyrir frost- hörkurnar. Það er ekki ofmælt að vegir Þeirra séu órannsak- anlegir. Húsmæður og heilsufar Ofangreindur hringlanda- háttur fjármólaráðherra með kökugjaldið var tekinn upp á þingi nú þegar það kom saman eftir jólafrí. Voru menn afar ósammála um þessa hegðun hans og hvort hún kæmi neytend- um vel eða illa. Guðrún Agnarsdóttir kvennaUstakona taldi gjaldið af hinu illa. Kæmi það einkum niður á hús- mæðrum og væri því bein- línis aðför að þeim. Friðrik Sophusson. Friðrik Sophusson, vara- formaður Sjálfstæðis- flokksins, sá að þarna yrði að koma krókur á móti. bragði. Sté hann þvi í pontu og lýsti því yfir að gjaldið værí aðeins tæki fjármála- róðherra til að beina neysluvenjum landsmanna inn á heilsusamlegri braut- ir. Þykir þessi alþýðuskýr- ing sjálfstæðismanna ein sú nýstárlegasta þeirrar teg- undar sem fram hefur komið í seinni tíö. Guörún Agnarsdóttir. Fangaverðir áskóm En það eru fleiri en bakarar sem staðið hafa í deilum við stjómvöld. Fangaverðir hafa lengi deilt við þau um hvort þeir skuli fá að ganga á skóm i vinnunni eða ekki, Telja fangaverðir að skóm- ir séu hluti af einkennis- búningi og beri ríkinu að greiðafyrirþá. t Félagstiðindum SFR er greint frá þessu máli og segir þar að fangaverðir hafi leitað til félagsdóms til að ná fram rétti sínum. Og það gekk eftir, þeir höföu fullan sigur. Fjórmólaráðu- neytið hefur nefnilega við- urkennt skyldu sína til að leggja fangavörðum til, þeim að kostnaðarlausu, allan þann einkennisfatnað sem reglugerð kveður á um að þeiri eigi að hafa, þar á meðal skó. Að auki samþykkti róðu- neytið að greiða 25 þúsund í mólskostnað. Sú upphæð hefði auðvitað átt að renna í sokkasjóð fangavarða. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu í sama símtali. Hámark kortaúttektar í síma er kr. 2.050,- Hafið tilbúið: 'Nafn - heimilisfang - síma - nafnnúmer -kortnúmer' og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.