Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Side 35
atimamotum útflutning á hóhyrningunum, um sinn í það minnsta, vegna áhrifa hvalfriðunarmanna. Andstaða hvalfriðunga „Við erum enn með tvo háhyrninga sem komu í safnið árið 1984. Enn hefur ekki tekist að selja þá,“ sagði Jón Kr. „Tregðan á sölunni stafar af því að kaupendurnir erlendis fá ekki innflutningsleyfi fyrir dýrunum. Núna er þetta eins og að vera með opinn restaurant því dýrin þurfa geysimikið fóður. Við erum þó ekki vonlausir um að losna við háhyrn- ingana á endanum. Það er alltaf nokkur eftirspurn eftir þeim.“ Þótt hvalfriðungum líki ekki vel „fangelsun" á þessum gáfuðu skepn- um una þær hag sínum vel í hinni stóru laug safnsins. Þar njóta þau félagsskapar sæljóns sem var svo ráðríkt í hópi félaga sinna að til vandræða horfði. Sambúðin við háhyrningana gengur mun betur. Sæljónið var þó ekki til í að leika sömu listirnar og þeir - þáði síldina sína en lét allar kúnstir eiga sig. Háhyrningarnir eru aftur á móti hinir mestu námshestar. „Það er kaldhæðnislegt að það var ekki fyrr en farið var að hneppa hvali í varðhald að uppgötvaðist hvað þetta eru skynsöm dýr. Þá var líka farið að berjast gegn veiðunum, jafn- vel þó ekki væri til annars en að rannsaka þau,“ sagði Jón Kr. „Öf- garnar eru svo miklar. Hér við land eru þúsundir af háhyrningum þannig að veiðar á nokkrum þeirra hafa engin áhrif á stofninn. Þetta er engin tilraun til að útrýma háhyrningun- um eins og reynt var að gera með sprengjum stuttu eftir 1950.“ Framtíðin Jón Kr. Gunnarsson sagði að rekst- ur safnsins stæði nú á tímamótum. Unnið er að því á vegum opinberrar nefndar að finna grundvöll fyrir reksturinn. Enn sem komið er hefur þó ekkert skýrst í því máli. Hingað til hefur safnið fengið lítilsháttar styrk frá Hafnarfjarðarbæ og Reykjavíkurborg en meira þarf til. „Það er engin leið eins og nú er fyrir einstaklinga að standa undir rekstri safnsins svo vel sé. Hjá millj- ónaþjóðunum þykir sjálfsagt að styrkja svona söfn af opinberu fé. Þar er þó aðsóknin miklu meiri. Mér finnst eðlilegt að líta á dýrasafn sem einn af skólunum. Núna fara börn ekki lengur í sveit í sama mæli og var til skamms tíma. Það er því augljóst að þörfin er mikil fyrir dýra- safn. Vandinn er að fá nóg fjármagn til að gera safnið nógu vel úr garði. Vantar viljann? Núna er félag um reksturinn. For- maður þess er Hörður Zóphaníasson skólastjóri í Hafnarfirði. „Skóla- menn eru hlynntir þessum rekstri. Við bíðum bara eftir að sjá hvort sá vilji nær einnig til stjórnmálamann- anna. Úti í löndum er rekstur dýra- garða talinn sjálfsagður hluti af borgarlífi,“ sagði Jón Kr. Gunnars- son. -GK I fóður- og launadeildinni Það er otrúlegur kraftur í höfrungunum. Þeir fara lett með aö stökkva hæð sína til að ná til belgsins sem er um fjóra metra yfir vatnsborðinu. Þorleifur Geirsson er fóðurmeistari Sædýrasafnsins. Hann er sjálf- menntaður í faginu en löng reynsla og mikill áhugi gera menn að meisturum. „Ég hef alltaf verið hrifinn af skepnuskapnum frá því ég var í sveit á yngri árumsegir Þorleifúr og hlær við. Fóðurmeistari þarf að kunna skil á fóðri fyrir hverja skepnu, nauð- synlegum bætiefnum og lyfjum ef með þarf. Hvert dýr hefur sínar sérþarfir. Störf fóðurmeistara taka allt að 11 tímum á dag. Það er því full vinna og vel það. Fóðurmeistari ber líka ábyrgð á uppeldi og góðum siðum dýranna. Tamning íiáhyrninganna byggist á stífri fóðurpólitík þar sem vel unnin störf eru launuð ríkulega með síld. Og það er ekki sama hver gefur síldina. Ókunnugum treysta þeir ekki til að standa við laun fyrir alla snúningana. Háhyrningarnir eru fjörlegir á svip og til í að leika sér ef áhorfend- ur vilja launa leikinn. Bægsla- gangurinn getur líka orðið mikill þegar mest gengur á. Jafnvel sæ- ljónið, sem deilir lauginni með háhymingunum, hafði hægt um sig meðan leikurinn stóð sem hæst. Það er þó ekki þekkt fyrir neina hlédrægni. -GK St- J ( \ i \ 55

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.