Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Side 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós A leiksviði lífsins Ekki ber á öðru - þetta er Karólína frá Mónakó á reiðhjóli með soninn unga. Fregnir herma að hún eigi nú von á öðru barni en sé ekki komin langt á leið og því fjallhress í líkamsræktinni. Hún hefur greinilega annað lífsmynstur en Kristín Onassis og gæti sú síðarnefnda gert margt vitlausara en losa sig við einkabilinn, bilstjórann, barnfóstruna og kókflöskuna og setjast upp á næsta reiðhjól með barnungann. Gott fyrir bæði líkama og sál. segja þeir sem vitið hafa á þeim málum. „Hann sagði mér aldrei frá sjúkdómnum." Augnabliksmynd af elskendum frá árinu 1984. Andlát kvikmyndakleikarans Rocks Hudson er eitt af því sem menn seint gleyma fyrir ýmissa hluta sakir. Hæst ber dánaror- sökina - Hudson var með sjúk- dóminn AIDS og er því eitt fórnarlamba þessa vágests sem hræðir Vesturlandabúa meira en nokkuð annað. Kjarnorku- sprengjur, krabbamein og önn- ur áhyggjuefni þykja barnaleik- ur samanborið við AIDS-veir- una. Því á elskhugi Hudsons síðustu þrjú árin, Marc Christian Mac- Ginnis, samúð almennings í kvikmyndaborginni Hollívúdd. Hann er eins konar gangandi auglýsingarskilti fyrir áhættu- hópana svonefndu, líka eftir að rannsóknir á honum sjálfum sýndu engin AIDS-mótefni I blóðinu. Það getur nefnilega komið fram síðar. Engum ætti að koma það á óvart að nú fer Marc Christian fram á bætur fyrir það rask á lífsmynstr- inu sem þessir atburðir hafa í för með sér fyrir hann. Og biður um litlar þrjátíu milljónirdollara fyrir ónæðið. Hann horfði út um gluggann „Rock sagði mér ekki að hann væri með AIDS," segir Marc Christian „og það var ekki fyrr en á dánarbeðinu að ég komst að hinu sanna. Og við höfðum búið saman síðustu þrjú árin!" „Þegar fyrstu fréttirnar bárust Elskhugi Rocks Hudson í mála- ferlum fékk ég óskaplegt áfall, bætir hann við „og ég flýtti mér strax upp á spítala til þess að fá stað- festingu hjá honum sjálfum. Fyrst í stað reyndu menn þar að losna við mig með góðu en þegar ég fékk móðursýkiskast komu nokkrir lífverðir og hentu mér út. Og það tók talsverðan tíma að ná sambandi eftir öðr- um leiðum." Þetta var erfiður tími fyrir elsk- hugann sem beið í húsinu í Beverly Hills og reyndi að forð- ast að hitta annað fólk. Einungis blaðagreinar færðu fréttir um hvað gerðist innan veggja spít- alans en smám saman fór að komast heilleg mynd á undan- farna atburði. Og taugaáfall sem Rock Hudson fékk í París skömmu áður varð skiljanlegt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.