Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Qupperneq 20
Surtla heitin, frá á fæti
Surtla úr Herdísarvík er sennilega
frægust íslenskra sauðkinda. I fjár-
J skiptunum 1952, þegar allt fé var
skorið á svæðinu milli Hvalfjarðar
og Rangár, var hún lengi vel ein
sauðkinda á lífi afsfnum kynstofni.
Við rákumst á hausinn af henni
ofan við dyr uppi á Keldum, þar sem
Rannsóknarstofnun Háskólans í
meinafræði er. I þeirri stofnun hefur
margt göfugt handtak verið unnið í
þágu visnurannsókna sem nú
tengjast rannsóknum á eyðni (sem
nefnist Aids á útlendum tungum).
Stór og stygg
Herdísarvíkur-Surtla var stór og
stygg. Hún var eign Hlínar í Herdis-
arvík og hafði náð miklum vexti og
styrkleika í hrauninu þar sem hún
- hefur trúlega gengið úti alla tíð. í
Öldinni okkar segir m.a. um Surtlu:
„Surtlu mun fyrst hafa orðið vart í
leitum í fyrrahaust. Var hún þá með
lambi, en hvort tveggja gekk mönn-
um úr greipum. Þegar kom fram á
veturinn varð hennar vart, og tókst
mönnum að ná frá henni lambinu.
En sjálf slapp Surtla, enda kom betur
í ljós síðar að við kræfan var að
kljást þar sem hún var.
Leiðangrar á eftir Surtlu
'f Þegar líða tók á síðasta vetur fóru
fjárskiptavfirvöld að hafa áhyggjur
af Surtlu, sem þótti í meira lagi
óæskileg á fjárskiptasvæði þegar
nýtt fé kæmi, enda þótt kindin virtist
síst af öllu mæðiveikileg. Kom þar,
að fjárskiptanefnd tók að gera út
leiðangra til þess að elta hana uppi.
Misstu menn af henni hvað eftir
annað, enda fór lnin hiklaust kletta.
þar sem menn og hund.ar treystu sér
ekki. I vor og sumar hafa hvað eftir
annað verið gerðar tilraunir til að
handsama Súrtlu, en menn hafa
ýmist ekki fundið lrana eða hún
gengið þeim úr greipum.
Fé til höfuðs kindinni!
‘j Og nú má búast við að enn fleiri
fari á stúfana. þar eð svo er komið
að fé hefur verið lagt til höfuðs
henni, eins og Gretti forðum. Hafa
fjárskiptanefnd og sauðfjársjúk-
dómanefnd heitið tvö þúsund krón-
um hverjum þeim, sem handsamar
Surtlu eða fellir. Líður óðum að þeim
tíma er nýja féð kemur á íjárskipta-
svæðið. svo að líklegt má telja að
brátt týni Surtla frelsi sínu eða fjöri."
Einhverjir höfðu á því fullan hug
að ná Surtlu lifandi því eintakið var
vissulega friskt og gott dæmi um
hinn íslenska fjárstofn. En þegar
yfirvöld höfðu lagt fé til höfuðs henni
greip um sig veiðigleðin og feigri
rollunni var ekki forðað.
„Herdísarvíkur-Surtla féll fyrir
skoti í klettahlíðinni ofan við Hcr-
dísarvik." segir í Öldinni okkar.
„Fjórir menn vopnlausir fundu
Surtlu og tókst að koma henni fram
á hamrabrúnirnar ofan við Herdísar-
vík, en þá bar þar að þrjá rnenn
vopnaða, sem einnig voru í Surtlu-
leit, og féll hún fyrir skotum þeirra."
Banamenn Surtlu fóru svo með
höfuð hennar í skrifstofu Sauðfjár-
veikivarna og kröfðust sinna víga-
launa fyrir.
Surtla mun hafa verið fimm eða sex
vetra - sögð ákaflega fönguleg ær -
og þótt hún sé löngu fallin að velli
þá er hún í miklu uppáhaldi meðal
þeirra sem halda upp á íslenskt sauð-
fé - til dæmis meðal rannsóknar-
manna á Keldum þar sem hausinn
af henni fær að tróna hátt á vegg. GG
Á BAKINU
V
•./
MORAVIA
ítalski rithöfundurinn
Alberto Moravia er nýgeng-
inn í það heilaga enda
þekktur fyrir áhuga sinn ó
veikara kyninu. Sú útvalda
heitir Carmen Lelera og er
32 óra. Moravia er hins
vegar sjálfur orðinn 78 ára
og hefur því verið 46 óra
þegar Carmen fæddist og
löngu þekktur sem lífslista-
maður og heimsborgari.
Þetta er annað hjóna-
band þeirra beggja; Alberto
Moravia var áður kvæntur
rithöfundinum Elsu Mor-
ante en hún lést í nóvemb-
ermánuði siðastliðnum.
SUPERMAN
Kínveijar eiga bágt með
að festa augun á Superman
þessa dagana. Hetjan er
nefnilega flogin af hvíta
tjaldinu þar í landi og gerð-
ist það bæði snöggt og
óvænt.
13. desember voru Super-
man-myndir sýndar í 25
kvikmyndahúsum i Beijing
en daginn eftir voru þær
horfnar af tjaldinu. Menn
vissu ekki hvaðan á sig stóð
veðrið og skáskutu ská-
eygðir augum til himins. 17.
desember kom svo skýring-
in í dagblaðinu Beijing
Evening News í formi árás-
argreinar ó Superman. Þar
er honum lýst sem hinu
mesta úrhraki, afkvæmi
auðvaldsscggja sem ætlað
er að draga athy gli almenn-
ings frá þeirri kreppu er
ríkir á Vesturlöndum.
Opinberir talsmenn vildu
ekkert láta hafa eftir sér
um brotthvarf Supermans
úr kínverskum kvik-
mvndahúsum.
MASTRO-
IANNI
Marcello Mastroianni er
á leið til Sovétrikjanna þar
sem hann ætlar að lcika í
kvikmynd sem byggir á
þremur smásögum eftir
Anton Tjekov. Kvikmyndin
hefur enn ekki fengið nafn
en Mastroianni var í
Moskvu fyrir skömmu til
skrafs og ráðagerða um
ýmis framkvæmdaatriði.
Fékk hann ákaflega góðar
viðtökur og var fagnað sem
sannri stjörnu. Leikhús eitt
í Moskvu bauð honum að
leika í Tjekov-verki að eig-
in vali og það á ítölsku ef
hann vildi.
Slíkt tilboð hefur enginn
ítalskur listamaður fengið
siðan Eleonora Duse dans-
aði i Rússlandi skömmu
eftiraidamótin.
BAKARl OG
BARDAGAR
Don Kíkóti ferðaðist sem
kunnugt er um á hrörlegri
meri og barðist við vind-
myllur. í fylgd með honum
var félagi hans, Sancho
Pancha, og reið sá ó asna.
Nú er það einu sinni svo
að bókmenntakennsla er
ekki fyrirferðarmikil í Iðn-
skólanum og kemur líklega
ekki að sök í daglegu lifi
iðnaðarmanna. En um
daginn var prentari nokkur
að lýsa vinnufélaga sinum
og vildi líkja honum við
Sancho Pancha. En það
tókst ekki sem skyldi:
„Hann er eins og Sambó,
þessi sem var alltaf með
Dónkikóti og barðist við
bakarí...“