Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1986, Blaðsíða 8
8
DV. LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986
Ferðamál Ferðamál Ferðamál Ferðamál
Lestin brunar í dag
Við höldum áfram að líta aðeins á páskaferðir, tökum upp
þráðinn þar sem frá var horfið um síðustu helgi. Framboðið er
geysilega mikið og verður ekki öllum páskaferðum gerð skil hér
í Ferðamálum.
Skíðaferðirnar hafa fengið mesta umfjöllun en það er líka af
svo mörgu að taka.
Sólarlandaferðirnar eru einnig fjölmargar en ekki sérstaklega
bundnar við páskana. Við höfum aðeins stiklað á stóru yfir
þann flokkinn. Auk upplýsinga um páskaferðir látum við fylgja
með fróðleiksmola um gjöld sem ferðaskrifstofur taka af ferða-
mönnum.
Aðalþáttur ferðamála í dag eru lestarferðir um Evrópu. Sá ferða-
máti nýtur nú geysimikilla vinsælda og má þær m.a. rekja til
þess að miklar endurbætur hafa verið gerðar á lestunum. I boði
eru lúxusferðir með lestum sem jafnast á við Austurlandahrað-
lestina. Tæknilega séð eru þessar lestir að sjálfsögðu miklu full-
komnari og hraðskreiðari en sú gamla og íburðurinn ekki minni.
Lúxusferð með lest um Evrópu er eitthvað til að láta sig dreyma
um, ekki satt? Sjáumst síðar. Þórunn.
Með skíðin til
Austurnkis....
Skíðaferðir til Austurríkis um
páskana eru enn á dagskrá því af
mörgu er að taka þar. Við höfum
sagt frá ferðum til Mayrhofen og
Lech í Austurríki en fleiri eru stað-
irnir. Við höldum okkur við staði
sem íslenskar ferðaskrifstofur eru
með á sínum snærum.
Þeir eru, auk tveggja áðurnefndra,
m.a. Sölden sem er rétt við ítölsku
landamærin og Saalbach Hintergl-
emm. í Sölden er skíðafæri allan
ársins hring. Hálfsmánaðarferð til
Sölden, ferðir og gisting með morg-
unverði, kostar tæpar 28 þúsund
krónur fyrir manninn. Það er flogið
til Salzburg og þaðan haldið til Söld-
en sem er þriggja tíma akstur.
Saalbach Hinterglemm er rétt hjá
Zell am Zee sem er gamalgróinn
skíðastaður. Það er líka flogið til
Salzburg til að komast til Saalbach
en aðeins klukkustundar akstur
þangað frá Salzburg. Gisting í Saal-
bach á þriggja stjörnu hótelið með
hálfu fæði (og ferðum) kostar tæpar
40 þúsund krónur. Samvinnuferðir--
Landsýn eru með hópferðir á þessa
tvo staði í Austurríki.
Ferðaskrifstofan Víkingaferðir í
Keflavík er með ferðir á tvo staði í
Austurríki líka. Það er Zell am Zee,
sem áður er nefndur og er einn elsti
skíðastaðurinn í Austurríki. Hinn
staðurinn er Finkenberg í Zillertal.
Hálfsmánaðarferð til Zell am Zee hjá
Víkingaferðum kostar rúmar 27
þúsund krónur, innifaldar eru ferðir
og gisting. Ferðir og tveggja vikna
uppihald í Finkenberg kostar tæpar
30 þúsund krónur. I báðum tilvikum
er flogið til Salzburg. Til Zell am Zee
er um klukkustundar akstur þaðan
en hálfrar klukkustundar lengri
akstur til Finkenberg.
Islenskir skíðaáhugamenn, sem
hyggjast bregða sér á skíði um pásk-
ana til Austurríkis, eiga því nokkuð
margra kosta völ. Staðirnir eru enn
fleiri en hér hafa verið nefndir, t.d.
St. Anton og Kitzbúhl, að ógleymdri
höfuð^org Tyrol, Innsbruck. Þar
voru vetrarólympíuleikarnir haldnir
árið 1964. ÞG
I
TIL SOLU 4X4 DISIL
Chevrolet Scottsdale pickup '79.
'84árg., V8 disil 5,7 lítra.
Ekinn aðeins 10.000 km.
Ný turbo 350 sjálfskipting.
Nýleg dekk og felgur.
Nýklæddur að innan.
Álhús á skúffu sem má taka af á augabragði.
Upphækkaður, veltistýri.
i
Flogið er héðan til Salzburg til að komast á skíðastaðina i Austurríki. Sú
borg er þess virði að litast sé um í henni.
„og Sviss
Innlendir skíðastaðir hafa verið
tíundaðir á þessum vettvangi og
flestir þeir sem bjóðast í Austurríki
fyrir ferðahópa héðan. Áður en skilið
er alveg við valkosti á páskaskíða-
ferðum er rétt að nefna Sviss.
Tveir aðilar hér innanlands hafa á
dagskrá skíðaferðir til Sviss um
páskana.
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónas-
sonar hefur í nokkur ár farið með
hópa í páskaferðir til Crans Montana
í Sviss og því verður framhaldið í ár.
Flogið verður til Zúrich og þaðan
farið í ökuferð á áfangastað. Crans
Montana hefur verið valinn sem
keppnisstaður fyrir heimsmeistara-
keppnina á skiðum 1987. Fjallstopp-
ar, eins og Matterhorn, Mont Blanc
og Weisshorn, gnæfa þar yfir aðra
Alpatoppa.
Þessi páskaferð til Crans Montana
er tíu daga ferð sem kostar með hálfu
fæði um 35 þúsund krónur. Lagt
verður af stað á pálmasunnudag
(22.mars).
Hin páskaferðin til Sviss er á veg-
um ferðaskrifstofunnar Atlantik.
Það er líka 10 daga ferð og kostar
hún tæpar 32 þúsund krónur fyrir
manninn með hálfu fæði. Áfanga-
staður Atlantik í Sviss heitir Morsc-
hac og er það er lítið fjallaþorp. Það
er sama ferðatilhögun og til Crans
Montana, flogið á pálmasunnudag
til Zúrich og síðan ekið á staðinn.
Forfallatrygging
Forfallatryggingar, sem sumar
íslenskar ferðaskrifstofur hafa haft
í einhvern tíma, hafa farið fyrir
brjóstið á mörgum viðskipta-
mönnum þeirra.
Menn greinir á um hvort forfalla-
trygging á að vera fastbundin með
í kaupum eða í höndum hvers við-
skiptavinar hvort hann kýs slíka
tryggingu eða ekki. Iðgjald af for-
fallatryggingu er 400 krónur fyrir
fullorðna og 200 krónur fyrir börn.
En til glöggvunar fyrir ferða-
menn þá nær þessi trygging til
nokkurra atriða er snerta forföll á
fyrirfram ákveðnum ferðum sem
búið er að greiða að hluta til eða
að fullu.
Ef þátttakandi forfallast vegna
líkamsmeiðsla, af völdum slysa,
veikinda, þúngunar, barnsburðar
eða sóttkvíar og vottað af hæfum
skráðum lækni greiðast bætur.
Eins ef þátttakandi fer í staðinn í
ferðina löngu eða andast fyrir
skemmtiferðina þá greiðast bætur
eða fargjöld endurgreiðast að-
standendum. Þetta eru meðal at-
riða sem forfallatrygging nær yfir.
Forfallatrygging er í boði bæði
hjá innlendum og erlendum ferða-
sicrifstofum. En útfærsla á fram-
kvæmd er misjöfn hvort sem trygg.
ingin er boðin sem þjónusta við
viðskiptavinina eða fastbundin
þannig að um leið og ferð er keypt
þá greiðist iðgjald af tryggingunni.