Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1986, Blaðsíða 18
18
DV. LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986
Svipmynd af Söd e r
„Þú verður að gera þetta
vegna annarra kvenna“
Karin Söder, fyrrverandi utanrík-
isráðherra Svia, er fyrsta konan
þar í landi sem hefur gegnt embætti
formanns í stjómmólaflokki. Hún
er formaður Miðflokksins sænska
og hefur verið það síðan í haust.
Forveri hennar í embætti er gamall
vinur hennar, Torbjöm Fálldin.
Þegar Fálldin kom ungur maður
til stórborgarinnar og hóf afskipti
af stjórnmálum var hann heima-
gangur hjó Karin og manni henn-
ar, Gunnari Söder.
„Fálldin var alltaf hjá þeim í
sunnudagssteikinni,“ sagði sam-
herji þeirra á pólitíska sviðinu,
Páll Pétursson, formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins, við
greinarhöfund.
Páll, sem er núverandi forseti
Norðurlandaráðs, tók við fundar-
hamrinum í Þjóðleikhúsinu í mars
sl. úr höndum Karinar Söder, en
hún gegndi því embætti um eins
árs skeið, svo sem venjan er. Norð-
urlandaþing verður haldið í Kaup-
mannahöfn í marsbyijun og þá
tekur Anker Jörgensen við forseta-
hamrinum af Páli Péturssyni.
Karin var á útleið
En Karin Söder, formaður
sænska Miðflokksins, er umfjöll-
unarefni okkar í dag. Frá því hún
var i Reykjavík fyrir tæpu óri hefur
hún tekið við formannsembættinu,
eftir að hún hafði gefið út þær
yfirlýsingar að hún væri að hætta
í stjórnmálum. Hún hefur verið
varaformaður Miðflokksins síðan
1979 og tvisvar hefur hún tekið
sæti í ráðherrastólum. Frá 1976 til
1978 var hún utanríkisráðherra
Svía og á órunum 1979 til 1982 var
hún félagsmálaróðherra.
Fálldin sparkað
Torbjöm Fálldin var látinn segja
af sér í haust eftir ósigur Mið-
flokksins í síðustu kosningum.
Margir segja að illa og ódrengilega
hafi verið komið fram við hann því
hann hafi átt betra skilið af sam-
herjum sínum eftir 14 ára feril sem
formaður. En einhvern blórabögg-
ul varð að finna til að kenna um
ósigurinn. Fálldin hefur sjálfur
sagt í sænskum fjölmiðlum, bitur
mjög, að honum hafi verið sparkað.
Nýlegar fréttir herma að hann sitji
heima við eldhúsborðið og skrifi
bréf til fyrrverandi stuðnings-
manna og nú þegar hafi hann skrif-
að á þriðja þúsund bréf. Innihald
bréfanna er um afsögn hans. Fréttir
herma líka að Miðflokkurinn
greiði póstkostnað formannsins
fyrrverandi.
Enginn rykfellur í gusti
„Eg var ung þegar ég lærði að
axla ábyrgð," hefur verið haft eftir
núverandi formanni sænska Mið-
flokksins, Karin Söder. Hún hefúr
líka sagt að engin hætta sé ó að
stjómmálamaður „rykfalli" ó með-
an gusti um hann. Það hefur gustað
um hana en hún er vinsæl bæði
innan flokks og utan.
Þegar afsögn Fálldins var í bren-
nidepli var birt niðurstaða skoð-
anakönnunar í Svíþjóð þar sem
fólk nefndi eftirmann hans. Um
fjörutíu prósent aðspurðra töldu
Karin Söder heppilegasta eftir-
manninn en sextán prósent töldu
Olof Johansson vera rétta arfta-
kann.
Og Karin tók við, en allar líkur
benda til að hún sitji aðeins til
vors eða fram að landsfundi Mið-
flokksins. Leitað er að krónprinsi
til að taka við og nú hafa augu
forystumanna flokksins beinst að
nánast óþekktum flokksmanni.
Embættið þykir hafa gengið Olof
Johansson úr greipum fyrir fullt
Karin Söder, formaður sænska Miðflokksins.
DV-myndKAE,
Þegar Karin Söder var hér á fundi Norðurlandaráðs í fyrra bauð Framsóknarflokkurinn henni til veislu ásamt öðrum pólitískum samheijum. Hér
er hún ásamt formanni Framsóknarflokksins, Steingrími Hermannssyni, og Eddu Guðmundsdóttur. Gott ef Steingrímur var ekki með fingurmein á
þeim tíma og að það hafi verið í athugun þegar myndin var tekin. DV-mynd GVA.
og allt en hann hikaði við í haust
þegar hann var tilnefndur.
Ovíst er hvenær endapunkturinn
á pólitískum ferli Karinar Söder
verður settur. Hún er 58 ára að
aldri, kennari að mennt „eins og
faðir minn“, sagði hún er við hana
var rætt um fortíðina.
Vegnakvenna
„Móðir mín hefur alltaf verið
mjög pólitísk og það var hún sem
ýtti mér í stjórnmálin," sagði Kar-
in. „Ég fór ung frá Vármlandi til
náms í Gautaborg. Það þótti alveg
sjálfsagt að ég gengi menntaveg-
inn. í Gautaborg dvaldi ég hjá
skyldfólki en mér rann til rifja
aðstöðumunur unglinga til náms,
annars vegar unglinga úr sveitinni
og hins vegar borgarbamanna.
Þennan aðstöðumun vildi ég jafiia
og ég held að þetta sé helsta óstæð-
an fyrir því að ég gekk til liðs við
æskulýðssamtök bændaflokksins.
Það var snemma leitað til mín um
að taka að mér óbyrgðarstörf og
ég man að ég bar undir móður mína
hvað ég ætti að gera. Hún sagði,
þú verður að taka að þér það sem
þú er beðin um. Þú verður að géra
það vegna annarra kvenna.
Foreldrar mínir hafa verið mjög
hrifnir af íslandi, þau komu síðast
til íslands í sumarleyfi fyrir þremur
árum. Ég hef sjálf heimsótt ísland
nokkrum sinnum og farið meðal
annars til Þingvalla, í Borgames
og til Vestmannaeyja."
Ung móðir í stjórnmálin
Karin er þriggja barna móðir og
amma. Þegar hún hóf sinn pólitíska
feril vom börnin mjög ung. Hún
segir að sá tími hafi verið erfiður
en maður hennar hafi alltaf verið
afar duglegur við heimilisstörfin.
„í hans huga var uppþvotturinn
okkar sameiginlega verk og það
þurfti að þvo þvottinn okkar sagði
hann. Hann leit ekki á þessi verk
sem mín verk eingöngu.“ Sá hugs-
unarháttur heimilisfoður var sér-
stakur fyrir rúmlega þrjótíu árum
að sögn Karinar.
Bömin þeirra Söder-hjónanna
heita Stefan, Annika og Torbjöm,
sem er yngstur og enn í heimahús-
um. „Torbjöm er íslenskt nafn,“
bætir móðir hans við upplýsingar
um bömin.
Annika, dóttir Karinar, hefur
hafið störf í utanríkisþjónustunni.
Eina konan í hópnum
Móðir hennar, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra, sagði um það starf
sitt: „Það var skemmtilegur tími.
Ég hitti margt merkilegt fólk á
þeim tíma sem ég var utanríkisróð-
herra. Ég man eftir fundi utan-
ríkisráðherra sem haldinn var í
París, mig minnir að só fundur
hafi verið árið 1976, þá sat ég eitt
hundrað og fimmtíu manna veislu.
Ég var eina konan í veislunni. Ég
minnist þess líka að þegar ég kom
til þessa fundar í París þó héldu
Frakkamir að ég væri ritari ein-
hvers róðherra eða ráðuneytis-
stjóra."
„Konur eiga ekki að vera hrædd-
ar við að segja sína meiningu á
pólitískum vettvangi," sagði for-
maður sænska Miðflokksins. Hún
hefúr reynsluna og um hana hefúr
gustað en hún hefur af mikilli reisn
gengið grýttan veg stjómmálanna.
Þeir sem á hana hlýða og fylgjast
með störfúm hennar finna að þar
fer einbeittur og óragur einstakl-
ingur. ÞG