Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1986, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 22. FEBRÍJAR1986
13
Ben Kingsley:
„Langar að leika
venjulegan mann“
Ben Kingsley, sá er varð heims-
írægur fyrir að leika Gandhi og
fékk Óskarsverðlaun fyrir, hefur
síðan breytt sér í ýmsar fígúrur á
sviði og tjaldi. Næst á eftir að leika
Gandhi lék hann apache-indíána
stríðsmann, síðan olíu-sjeik og nú
stendur hann á sviði og leikur
sjálfan márann í
Óthelló í samnefndu leikriti
Shakespeares
Ben Kingsley virðist breyta sjálf-
um sér í þær persónur eða fígúrur
sem hann leikur hverju sinni. Og
áhorfendur hafa fengið dálæti á
þessum leikara. Hann leikur Ót-
helló í Barbicanmiöstöðinni í
London og þar er jafnan uppselt
þessa dagana. Reyndar fer hann
með tvö hlutverk þar um þessar
mundir: annars vegar er það Ót-
helló, en hins vegar stríðsmaður-
inn, indíáninn í „Melons", leikriti
eftir bandaríska rithöfundinn
Bernard Pomerance.'
Óthelló líkur Gandhi
Kingsley segir að sitthvað sé líkt
með Gandhi hans og Óthelló.
Blaðamaður hitti leikarann eftir
að hafa leikið Óthelló eitt kvöldið.
Hann er sallarólegur, horfir á við-
mælandann brúnum, stingandi
augum: „Það er augljós þráður á
milli þeirra. Svona brjálæðingar,
menn sem eru alteknir einni hug-
mynd eða stefnu eru einkar heill-
andi persónur og þakklátar að
leika. Áhorfendur kunna að meta
svona persónur."
Kingsley segist glaður leika á
víxl á sviði og fyrir framan mynda-
vél. Hann segist snúa sér að fil-
munni aftur, þegar hann yfirgefur
núverandi heimili konunglega
Shakespeare-leikhússins í Bar-
bican.
„Þeir leikarar sem geta leikið á
víxl í myndum og á sviði geta prís-
að sig sæla,“ sagði Kingsley. „Þeir
eru ekki mjög margir - fólk eins
og ég og Glenda Jackson og Ant-
hony Sher.“
Hann segir að það að leika í
kvikmynd sé eins og að hlaupa
sprett - eins og íþróttamaður sem
hleypur 100 m, hann þarf að stilla
hraðann og kraftinn inn á vega-
lengdina. Leikhúsleikur er hins
vegar skyldari maraþonhlaupi seg-
ir hann. Þá fyrst kemur fram hvað
þú getur í raun og veru - og í þeirri
vinnu lærirðu.
Kingsley segist rannsaka hvert
nýtt hlutverk gaumgæfilega,
kanna sérhvert atriði persónunnar
sem hann ætlar að leika. Þegar
hann kafaði ofaní Gandhi léttist
hann um níu kg, lærði að spinna
úr baðmull, dekkti húðlit sinn með
sinnepsolíu, las ótal ævisögur
Gandhis.
„Vil leika venjulegan mann í
jakkafötum“
„Það var þarna svo yndislegt par
sem kenndi mér að spinna. Og einn
daginn komu þau með sokka sem
voru gerðir úr baðmullinni sem ég
hafði spunnið. Þeir sokkar verða
eflaust á endanum fjölskyldudýr-
gripur. Þeir hanga uppi á vegg
heima. Og þess er gætt að mölurinn
grandi þeim ekki.
Kingsley hafði leikið í nærri 20
ár á ensku sviði áður en kvik-
myndamenn uppgötvuðu hann.
Hann hét Krisnha Banji í upphafi,
sonur indversks læknis og enskrar
konu sem að hluta er rússnesk. Þau
bjuggu í borg í Mið-Englandi.
Hann valdi skírnarnafn föður
síns þegar hann lék sitt fyrsta
hlutverk og annað nafnið kemur
frá afa hans, sem einhverju sinni
varð skipreika við Zanzibar og þar
nefndur „King Clove".
Kingsley hefur orðið frægur á
sama hátt og sir Alec Guinness -
þ.e. hann hefúr leikið persónur sem
innbyrðis eru gerólíkar. Nú segist
hann vilja losna við'hinar hvítu
skykkjur Austurlandabúanna og
leika venjulegan mann í jakkaföt-
Paul Majendie/Reuter
Seljum í dag
Saab 900 GL árg. 1983. 4ra dyra, Saab 99 GL árg. 1980, 4ra dyra,
drapplitur, beinskiptur 5 gíra, ekinn brúnn, beinskiptur, 4ra gíra, ekinn
56 þús. km. Mjög fallegur bíll. 81 þús. km.
Saab 900 GLE árg. 1984, 4ra dyra,
silver, sjálfsk. + vökvast., topplúga,
rafmagnslæsingar o.fl., ekinn 46
þús. km, skipti á ódýrari möguleg.
Saab 900 GLE árg. 1984, 4ra dyra,
rauður, sjálfsk. + vökvast., topp-
lúga, rafmagnslæsingar o.fl., ekinn
aðeins 18 þús. km. Toppeintak.
Opið laugardag kl. 13—17.
TÖQGURHF.
UMBOÐ FYFUR SAAB OC SEAT
Bíldshöfða 16, símar 681530 - 83104.
SMÍÐUM ALLAR
GERÐIR STIGA
Trébarg hf.
Slmi 84730.