Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1986, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 25 mér nauðsynleg, hún veitir mér ótakmarkað yndi. - Hvernig tónlist höfðar mest til þín? Ég er fremur gamaldags hvað tónlistarsmekk varðar, en hef þó lært að hlusta á nýrri tónlist, stend mig að því að láta mér líða vel með hana á fóninum. Mikið af mínum ljóðum er ort undir áhrifum frá tónlist, það er að segja: ég hef fengið kveikjuna frá tónlistinni. En efnislega er það ekki tónlistin sem ræður. Hún kveikir bara í mér. - Ertu alltaf viss um að það sem þú ert að skrifa séu ljóð en ekki laust mál? Já, það eru ljóð. En stundum leik ég mér og yrki rímað, hefðbundið og rimað. En það er bara leikur og hvíld. Ég hef gaman af að ríma en hirði minnst af því. - Leggur þú metnað í rímið? Já, ég legg ævinlega metnað í það. Annars er það svo að þegar ég geri almennilega vísu þá kemur hún eins og skot. - Varla þó dýrar vísur eins og hringhendur? Jú aðallega hringhendur, mér finnst auðveldast að gera þær. Ég á mjög auðvelt með að ríma en má ekki láta það eftir mér, er svo hætt við að það verði billegt, af þvi rímað ljóð „getur“ staðið á skraut- inu. í hefðbundnum ljóðum eru yfirleitt einhver uppfyllingarorð sem ættu ekki að vera, gott skáld notar ekki uppfyllingarorð í órím- uðu ljóði, ég vil að hvert orð sé þrungið merkingu. Og þó ég segi að mér finnist auðveldara að yrkja rímað, þá er ég alls ekki að segja að mín rímuðu ljóð séu góð. En hefðbundinn stíll er vissulega svo- lítið freistandi, hann hljómar svo fallega í eyrum fólks. Ég yrki hins vegar ekki í þeim tilgangi. Að hafa ákveðna hrynjandi er eins og að semja einfalda tónlist. Texti og mynd: Jónas Skagfjörð Þorbjörnsson SORTLA og BRÆÐURNIR Surtla úr Herdísarvík, ærin sem helgarblað DV fjallaði um þann 8. febrúar sl., á enn ítök í hugum fólks. Haustið sem hún féll fyrir byssukúlu í hömrunum vestan við Herdísarvík, síðust kinda úr gamla, íslenska fjárstofninum sem skorinn var 1952 vegna riðu, voru tveir hópar manna að leita hennar. Annars vegar voru þrír menn, sem skutu svo á kindina þar sem hún var komin í sjálfheldu, og hins vegar fjórir menn sem eltu hana lengi dags, komu henni í sjálfheld- una og ætluðu að taka hana lifandi. Eftir að Surtla var fallin fyrir kúlu „vígamannsins" upphófst heilmikið karp í blöðum (einkum þó málgagni sauðkindarinnar, Tímanum) og deildu nú skotmenn og smalar hart um réttmæti þess að skjóta Surtlu. Margir höfðu við orð að rétt hefði verið að ná henni lifandi og flytja í eyjar - til minn- ingar um gamla, íslenska fjárstofn- inn. „Æsingur í Reykvikingum“ Hákon Kristgeirsson, einn þeirra fjögurra sem eltust við Surtlu og ætluðu að ná henni lifandi, hafði samband við helgarblaðið og sýndi okkur úrklippur úr Timanum frá því í október 1952. Þar deilir bróðir hans, Jón, við skotmennina (Sigur- geir Þ. Stefánsson hét sá sem ban- aði Surtlu með skoti í hnakkann eftir að hafa dúndrað á hana nokkrum sinnum) og gerir greinar- mun á veiðieðli þeirra og smalaeðli sínu, Hákonar og Hallgríms bræðra sinna. „Það var heilmikill æsingur í bænum þegar þetta var,“ sagði Hákon í samtali við helgarblaðið. „Og þetta með Surtlu fór nú ekki eins og til stóð. Okkur bræðrum þótti það einkennileg skepna, sem ekki var hægt að ná, og vildum láta reyna á það hvort við gætum ekki handsamað hana.“ „Þarna stóð hún...“ Þeir fjórir sem fundu Surtlu og komu henni í sjálfheldu voru bræð- urnir Jón (kennari í Reykjavík, nú látinn), Hákon og Hallgrímur (báð- ir bílstjórar hjá Steindóri) og Óskar Ólafsson brunavörður. í grein sem Jón Kristbjörnsson skrifaði um Surtluför bræðranna segir á einum stað: „...Þarna stóð hún, hin of- sótta, stolt og hrein. Bar höfuðið hátt, grafkyrr eins og steingerving- ur. Ein af skaparans meistara- myndum, mátturinn greyptur í hold og blóð. Hún var hrafnsvört á lagðinn og féll dásamlega saman við umhverfið. Það var auðséð að hér var hennar rétta heimkynni. Hafði ég rétt til að rjúfa þetta dásamlega samræmi?" „Ber þá að fjóra menn, vopnaða" Síðar í grein Jóns segir: „Ber þá að fjóra menn vopnaða neðan frá undirlendinu, þrjá úr Reykjavík og einn úr Sandgerði, að ég hygg. ...Einn er svo óðfús að skjóta, að hann gáir þess ekki, að er hann miðar á ána, þá hefir hann Hákon líka í sigtinu. Hallgrímur bendir honum á þetta og biður hann bless- aðan að skjóta ekki bróður sinn. Hákon hrópar upp og biður þess að ærin sé ekki skotin. En orð hans báru sama árangur og orð Snorra forðum, er hann sagði: „Eigi skal höggva“, þegar öxi böðulsins var reidd að hálsi hans. Skotin gullu við hvert af öðru. Loks tókst Sigur- geiri Stefánssyni úr Reykjavík að fella hana í þriðja skoti sínu. Var það eina skotið sem hæfði hana, sem betur fór. Aldrei áður hefur kind verið skotin í smala- mennsku..." Surtla á Keldum Eins og helgarblaðið skýrði frá 7. febr. sl. var öilu fé útrýmt af svæðinu milli Hvalfjarðar og Rangár haustið 1952. Niðurskurð- urinn gekk vel, nema hvað fótfrá, stór og sterk sex vetra ær i eigu Hlínar í Herdísarvík komst sífellt undan. Loks var sett fé til höfuðs ærinni - sem m.a. varð til þess að skotmenn úr Reykjavík lögðu af stað að eltast við hana. Surtla hefur án efa verið forystu- kind - og hafði víst ekki komið á hús síðan hún var lamb. Hausinn af henni er varðveittur á Keldum þar sem er rannsóknastofnun Há- skólans í meinafræði - en visna eða riða í íslensku sauðfé er sá búfjár- sjúkdóma sem hvað rækilegast hefur verið rannsakaður - og i seinni tíð eru menn farnir að tengja þær rannsóknir frumurannsóknum vegna sjúkdómsins eyðni (aids) sem nú leggst á fólk. Kannski Surtla skepnan eigi eftir að verða samnefnari fyrir gamla, sýkta sauðfjárstofninn sem ýtti undir rannsóknir á visnu. -GG LAUS STAÐA Staða löglærðs fulltrúa við embætti sýslumanns Þin- geyjarsýslu og bæjarfógeta Húsavíkur er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 20. mars 1986. Húsavík, 15. febrúar 1986. Sýslumaður Þingeyjarsýslu, bæjarfógeti Húsavíkur. Húsfélög, leikskólar, garð- og sumarbústaðaeigendur! Framleiðum i öllum stærðum: Hús undir garðáhöld, leikhús fyrir börnin, garðbekki og borð, barnastóla og borð. Sýnishorn á staðnum Verktakafyrirtækið STOÐ, Skemmuvegi 34 l\l. Sími 41070 - heimasími 21608. BRAUTARHOLTI 33 - SIMI: 6212 40 Fiat 127 Special árg. 1983, ekinn Audi 100 árg. 1981, ekinn 51.000 km, 28.0000 km, 5 gira, blár. Verð kr. grár. Verð kr. 440.000,- 220.000,- BMW 316 árg. 1985, ekinn 10.000 Suzuki Alto árg. 1982, ekinn 37.000 km. Verð 750.000,- km. Verð kr. 210.000,- MMC Cordia SR árg. 1983, ekinn M. Benz 250 árg. 1981, ekinn 105.000 50.000 km, rauður. Verö kr. 360.000,- km, brúnsans. Verð kr. 725.000,- Gott úrval notaðra MMC Pajero-bíla á staðnum. RÚMCÓÐUR SÝNINGARSALUR — REYNDIR SÖLUMENN — OPIÐ: Mánud.—föstud.kl. 9.00—19.00. Laugard. kl. 10.00—19.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.