Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1986, Blaðsíða 22
22
DV. LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986
Auður Jónsdóttir leikstjóri - Saumastofan í uppsiglingu.
Þórshöfn, Langanesi
- Kaldur staður, hugsaði blaða-
maðurinn með sér - kaldur og langt
í norðri, eilífur kuldagjóstur og löng
bið eftir næstu flugvél suður. En
ákvað samt að skella sér norður,
rannsaka íslenskt sjávarþorp að
vetrarlagi.
Þórshöfn er kuldalegur staður. Að
minnsta kosti að vetri til þegar höfn-
in er lögð ísi, fjöllin í nágrenninu
snævi þakin og aflandsvindurinn
rífur í vangann.
Oft er það svo þegar ferðamaður
kemur á ókunna slóð, rambar inn í
þorp eða bæ sem hann hefur ekki
áður heimsótt að honum finnst hann
kannast við ýmislegt, jafnvel hafa
komið þar áður. Þórshöfn færir þeim
nýkomna enga slíka tilfinningu,
énda ekki beinlínis hlýlegur staður,
enginn þorpskjami, aðeins ný eða
nýleg hús dreifð um holtið upp frá
höinmni. Ef bryggjurnar tvær eru
undanskildar og flæðarmálið þá gæti
Þórshöfn verið reykvískt úthverfi:
nýju villurnar, skrifstofa hreppsins,
kaupfélagsbyggingarnar, heilsu-
gæslustöðin og sjoppan. Aðeins örfá
gömul íbúðarhús á bakkanum - flest
hin tilheyra nútíðinni.
Nýju húsin eru eflaust vel byggð,
rúmgóð og"hlý. Og þau gömlu senni-
lega farin að gefa sig - væntanlega
þröng og köld. Samt er það svo að
þessir nýju, steyptu kastalar fylla
mann næsta kuldalegri tilfinningu.
Það er langt á milli þessara húsa,
þau mynda engan þorpskjarna - en
segja manni sögu af fólki sem býr á
einhverjum tilteknum stað í tilefni
af atvinnuhorfum fremur en af því
að það sé bundið honum tilfinninga-
böndum.
Björgunarsveit, leikfélag, læ-
ons...
En auðvitað er allt á Þórshöfn -
allt sem fólk gerir kröfu um að sé til
staðar í íslensku sjávarþorpi sem
stundum er einangrað, skorið af frá
samskiptum við umheiminn sökum
ófærðar og illviðra. Björgunarsveitin
er þarna með sinn fjallabíl og knáa
kappa. Leikfélag Þórshafnar er að
æfa leikrit í vetur, eins og um mörg
undanfarin ár; þeir syngja svo tekur
undir í félagsheimilinu Þórsveri fe-
brúarkvöld eitt um daginn. Verkefni
vetrarins heitir „Saumastofan" og
er eftir Kjartan Ragnarsson. Leik-
stjóri er Auður Jónsdóttir. Auk
björgunarsveitar og leikfélags er
auðvitað læons. Það lætur ýmis líkn-
armál til sín taka, starfar í samkrulli
við annað læons í landinu og hefur
reynst félagslífinu lyftistöng.
Næg atvinna...
íbúar í Þórshafnarhreppi eru 418
talsins. Þeim hefur fækkað undan-
farin ár. Og það eins þótt atvinna
hafi verið næg.
„Fólk flytti héðan í stórum stíl, ef
það bara gæti losnað við eignir sín-
ar,“ sagði Pálmi Ólafsson, skólastjóri
grunnskólans á staðnum. Pálmi hef-
ur verið skólastjóri á Þórshöfn í nær
30 ár. Hann segir að þeir sem fari frá
Þórshöfn í menntunarleit komi ekki
aftur. Sjálfur byggði hann sér fallegt,
.-.-reisulegt hús utan við þorpið - og
nú búa þau þar ein, hjónin, þrjú börn
flogin til náms og koma áreiðanlega
ekki aftur norður á Langanes. Hvað
á doktor í þjóðhagfræði að gera á
Þórshöfn, Langanesi?
En það er „næg atvinna“ á staðn-
um eins og sagt er. Næg vinna fyrir
þá sem vilja eða geta starfað með
höndunum - þeir fá eflaust vinnu hjá
öðrum eða kannski báðum stóru
vinnuveitendunum á Þórshöfn:
Frystihúsinu eða Kaupfélagi
N-Þingeyinga. Kaupfélagið er allt í
öllu. Það rekur verslanirnar, sjopp-
una, verkstæðin, tekur við mjólk af
bændum, slátrar lömbum og stór-
gripum, hefur útibú austur á Bakka-
firði. Eiginlega er vonlaust að kom-
ast hjá því að eiga meiriháttar sam-
skipti við kaupfélagið. Þeir sem hafa
reynt að standa að einhvers konar
rekstri á Þórshöfn framhjá kaup-
félaginu hafa ekki átt auðvelt upp-
dráttar. En það eru dæmi slíks.
Auðvitað. Til dæmis Hótel Jórvík.
Því var lokað í haust. Meira um
Jórvík hér á eftir.
Breytt hugarástand
Þegar Pálmi skólastjóri flutti til
Þórshafnar fyrir 30 árum var andinn
annar en nú, segir hann. „Þá var hér
allt annað yfirbragð - ekki þetta
sterka suðurstreymi. Þá bjuggu hér
um 450 manns, urðu reyndar uppund-
ir 490 árið 1978. Þá var fólk ekki á
leið suður. Byggðastefnan," segir
Pálmi - „gengur eiginlega út á það
að hjálpa fólkinu úti á landi til að
flytjasuður.
Byggðastefnan gyllti mannlifið úti
á landi fyrir fólki. Það átti að vera
einhver sérstök sæld fólgin í því að
komast út á land. Á tímabili var fólk
keypt út á land, keypt með hærri
launum og öðrum fríðindum, svo sem
ókeypis húsnæði. En svo kemur að
því að þetta fólk sem einhvem tíma
sótti í fríðindin og „sældina" flytur
til baka. Það fer eftir að hafa valdið
óróa á staðnum þar sem það lenti.
Mér finnst ég heyra þetta víða í
sjávarplássum: fólk er óánægt á stöð-
unum, vill fara, færi ef það gæti. Það
er þetta einhæfa mannlíf sem veldur.
Fjölbreytnin er meiri í þéttbýlinu.
Ég færi sjálfúr strax og skóla lýkur
í maí, ef ég bara gæti, ef ég bara
gæti losnað við húsið mitt hér.“
Færri börn
Pálmi benti á að atvinnuhorfur eða
ástand í byggðarlagi hefðu ekki allt
að segja. Nú er atvinna næg á Þórs-
höfn. En fólk vill samt burtu.
„Hér áður fyrr var algengt að það
væru um og yfir 100 nemendur í
grunnskólanum. Nú fer börnum
fækkandi hér. Þau eru kringum 80
sem stendur."
Heilbrigðisþjónustan hefur sitt að
segja varðandi „suðurstreymið" sem
Pálmi talar um. Sem stendur er
enginn læknir á Þórshöfn þótt þar
sé prýðilega útbúin heilsugæslustöð.
Þar starfar ein hjúkrunarkona - en
það er ekki fullnægjandi. Þegar
þangað fást læknar, eru þeir hinir
sömu iðulega óútskrifaðir úr lækna-
deild. Og fólki er um og ó að treysta
þeim.
Hótel Jórvík
Þegar ekið er sem leið liggur frá
flugvellinum, sem er í landi Sauða-