Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1986, Blaðsíða 40
40 DV. LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 Ymislegt Fyrirlestur á vegum rannsókn- arstofnunar um uppeldismál Þriðjudaginn 25. febrúar flytur Hreinn Pálsson heimspekingur fyrir- lestur á vegum rannsóknarstofnunar um uppeldismál og nefnist hann Hvað ávinnst í skólastarfi með heim- spekilegum samræðum við 11-12 ára börn? Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Björgunarsveitin Ingólfur fær ^farsíma að gjöf frá Georg Ámundasyni & Co. Nýlega afhentu fulltrúar fyrirtækis- ins Georg Ámundason & Co björgun- arsveitinni Ingólfi í Reykjavík að gjöf farsíma í hinn r>ýja snjóbíl sveit- arinnar. Þetta var björgunarsveit- inni hin kærkomnasta gjöf því með þessum farsíma næst talsamband úr Aðstandendur Alzheimersjúklinga „Prútt og prang“ á húsgögnum að Flókagötu 53 Félag aðstandenda Alzheimersjúkl- inga og velunnarar þess munu halda eins konar uppboð eða útsölu á húsgögnum í dag, laugardag, að Flókagötu 53 frá kl. 14-16. Þessi húsgögn eru þannig til komin að þegar húsnæði það, sem starfsemi félagsins er í, var tekið í notkun var auglýst eftir húsgögnum, nýjum eða notuðum, fyrir húsnæðið. Svo góð bílnum nánast hvar sem er á landinu. Farsíminn er af Ericson-gerð og er fyrirferðarlítill og samþykktur af Pósti og síma til tengingar inn á báta- og bílaþjónustu stofnunarinn- ar. Afhending farsímans fór fram í Gróubúð, höfuðstöðvum Ingólfs. Þar voru mættir fyrir hönd Georgs Ámundasonar & Co þeir Birgir og Vilhjálmur Georgssynir og forystu- menn Ingólfs. urðu viðbrögðin að miklu meira barst til heimilisins en not var fyrir. Þ>að var enda reiknað með slíku og þeir sem létu húsgögnin af hendi sögðu að ef þeirra hlutur yrði „um- fram“ skyldu aðstandendur sjúkling- anna bara koma þeim í verð með öðrum hætti svo að framlag þeirra nýttist. Þarna er að finna margan eigulegan hlut og er þess vænst að velunnarar og hugulsamir borgarar líti inn á Flókagötunni í dag og styðji gott málefni með viðskiptum sínum. Úr tapaðist á bílastæði Landspítalans Stálúr með keðju og nælu tapaðist föstudaginn 14. febrúar sl. líklegast á bílastæðinu við Landspítalann (Hringbrautarmegin). Finnandi vin- samlegast hringi í síma 27924 eða 29000 (innanhúss 611). Orgelverk Bachs í Dómkirkjunni Á síðastliðnu ári var hleypt af stokk- unum tónleikaröð með öllum orgel- verkum J.S. Bachs. 1 allt er um að ræða 15 tónleika og er það söng- málastjóri þjóðkirkjunnar, kirkju- kórasamband íslands og félag ís- lenskra orgelleikara sem standa að þessum tónleikum, en á þeim koma fram fjölmargir organleikarar. Nú er komið að 8. tónleikunum og verða þeir haldnir í Dómkirkjunni mánu- daginn 24. febrúar kl. 20.30. Á efnis- skránni eru eftirtalin verk: Prelúdía og fúga í C-dúr (BMW 547), Partíta við „Allein Gott in der Höhe sei Ehr“, sónata nr. 1 í Es-dúr, Fúga í g-moll, sálmforleikur: „Wenn wir in höchsten Nöten sein“ (BMW 668) og loks hin svokallaða dóríska Toccata og fúga (BMW 538). Á þessum tón- leikum leika organleikararnir: Guð- mundur H. Guðjónsson, Árni Arin- bjarnarson og Guðmundur Gilsson. Aðgangur að tónleikunum' er ókeyp- is. Prestafélag Suðurlands heldur fund mánudagskvöldið 24. febrúar kl. 20.30 í safnaðarheimili Grindavíkurkirkju. R1MISSAN CHERRY it Sparneytinn ir Lipur it Traustur it Rúmgóður it Ódýr it Spennandi Hjá okkur er fjölbreytnin mest og kjörin best Munið bflasýningar okkar laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 ISbnf ~||| INGVAR HELGASON HF. ^ ; ^m/■ . . , Sýningarsalurinn Rnuðayerði, simi _ er hæsta trompið Verð f rá kr. 398.000.- Toyota kynnir Special Series Á bílasýningu, sem haldin var um síðustu helgi, kynnti Toyota-umboð- ið, P. Samúelsson & Co. hf., sérstak- lega útbúnar Corolla og Camry bif- reiðir. Viðtökur voru vægast sagt mjög góðar og um 3.000 manns mættu á sýninguna. Toyota Special Series eru sérstaklega útbúnir bílar þar sem saman fara aukin þægindi og útlit sem vekur athygli. Utbúnaðurinn, sem um ræðir, er m.a. vandaðri inn- réttingar en gengur og gerist, raf- drifnar sóllúgur, speglar og læsingar, fleiri mælar, auk þess sem sérstak- lega er lagt í útlit og frágang bílanna að öðru leyti. Vegna þess hvað við- tökur hafa farið fram úr björtustu vonum hefur verið ákveðið að hafa opið aftur nú um helgina (22.-23. febrúar) milli kl. 13 og 17. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Framvegis verður flóamarkaður á fatnaði annan hvern, mánudag að Garðastræti 3. Opið milli kl. 14 og 18. Fyrsta úthlutun verður 24. febrú- ar nk. Náttúrufræðidagurinn Ekki er allt sem sýnist - Eðlis- og efnafræðingar bregða á leik 10. náttúrufræðidagur áhugafólks um byggingu náttúrufræðisafns verður haldinn sunnudaginn 23. fe- brúar í húsi Raunvísindastofnunar Háskólans við Dunhaga (húsið á bak við Háskólabíó). Dagskráin stendur frá kl. 13.30-16. Þessi dagur markar nokkur tímamót. Hingað til hafa náttúrufræðidagarnir að mestu fjall- að um hinar hefðbundnari greinar náttúrufræða, en nú verður farið út fyrir það svið til þess að leggja áherslu á að eðlis- og efnafræði telj- ast einnig til náttúrufræða og ber því sess í væntanlegu náttúrufræði- safni. Starfsmenn raunvísindastofn- Blómastofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 Reykjavik ísland Simi 31099 Avocado- áburður fyrii sprungnar hendur Góð reynsla „Ég vil endilega koma á framfæri reynslu minni af EVORA-handá- burðinum. Dóttir mín, 16 ára gömul, hefur verið með exem frá barnæsku og hefur það versnað með árunum. Avocadoáburðinn fór hún að nota fyrir mánuði og exemið er næstum horfið. EVORA-handáburðurinn er hú- inn til úr avocadoávöxtum og er alveg laus við að vera feitur og eða smitandi og lyktin er góð.“ Sigrún Runólfsdóttir. Útsölustaðir: Árbæjarapótek. Mosfellsapótek Kaupfélagið á Sauðárkróki. Kjalfell, Gnoðarvogi 78. Heilsumarkaðurinn, Hafnarstræti 11. INGRID, Hafnarstræti 9. Póstsendum, simi 62-15-30. Heildsölubirgðir Hallgrímur Jónsson. Simi24311. unar ætla m.a. að sýna okkur hvern- ig hversdagsleg fyrirbæri í lífi okkar tengjast eðlisfræði og efnafræði og þar með rannsóknum þeirra. Fræðsla í fermingarfræðum ffyrir forráðamenn fermingar- barna verður mánudagskvöldið 24. febrúar kl. 20.15 í safnaðarheimili Bústaða- kirkju. Séra Ólafur Oddur Jónsson, Keflavík, ræðir um heilaga kvöld- máltíð sem samfélag. Allir velkomn- ir. Tónlistarhátíð M.H. Tónlistarfélagi M.H. vantar hljóm- sveitir á tónlistarhátíð M.H., síðari hluta (fyrri hlutinn var consert Ske- leton Crew og Leo Smith í haust). Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í tónleikunum, sem verða haldnir um miðjan mars, geta hringt í síma 39010 milli kl. 13 og 14.30 alla virka daga. Danskeppnl 1986 Fimmta Islandsmeistarakeppnin í freestyle dönsum er á næsta leiti. Tónabær og íþrótta- og tómstundar- áð standa að keppninni fimmta árið 1 röð. íslandsmeistarakeppnin hefur mælst mjög vel fyrir og verður keppt um titilinn „fslandsmeistari ungl- inga 1986“ vegleg verðlaun fylgja þeim titli. Keppnisflokkar eru tveir: Einstaklingsdans og hópdans (hópur er minnst 3 einstakl.) Allir íslenskir unglingar á aldrinum 13-17 ára, þ.e. fæddir 1969-1972, að báðum árum meðtöldum, hafa rétt til þátttöku. Dagana 6., 7. og 8. mars fer forkeppni fram um land allt. Líklega verður keppt á sjö stöðum, þ.e. Reykjavík, Egilsstöðum, Akranesi, Akureyri, Vestmannaeyjum, ísafirði og Hafn- arfirði. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist hverjum forkeppnis- stað þrem dögum fyrir keppni. Úr- slitakvöldið verður haldið föstudag- inn 14. mars með miklum glæsibrag í Tónabæ og þar verða nýir íslands- meistarar krýndir úr hópi þeirra hópa og einstaklinga sem komust áfram úr forkeppnum. Unglingar, sem hyggja ó þótttöku, geta fengið æfingartíma sér að kostnaðarlausu á viðkomandi stað og er þeim bent á að panta tíma sem allra fyrst þar sem búist er við mikilli aðsókn. Að öllum líkindum verður sjónvarpað fró úr- slitakvöldi keppninnar. Árbók bóndans komin út Árbók bóndans 1985, sem er fylgirit tímaritsins Bóndans, er komin út fyrir nokkru og er ritstjóri Árbókar- innar sem fyrr Grétar Guðbergsson, starfsmaður Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. í árbók bóndans eru birtar ýmsar viðamiklar greinar, sem ékki rúmast með góðu móti í venju- legu tímariti, og einnig er haft í huga að hentugt sé fyrir bændur og aðra áhugamenn um landbúnað að geta gengið að vísindalegum ritgerðum af þessu tagi á einum stað. f Ár- bókinni 1985 er m.a. að finna eftirfar- andi efni: Grein um þurrkun heys á velli, eftir Bjarna Guðmundsson, grein um votheysverkun, eftir Gunn- ar Guðmundsson. Ýmislegt um súg- þurrkun, eftir Guðmund H. Gunnars- son. Nokkur atriði varðandi hey- kögglagerð á bóndabýlum eftir Þór- arin Lárusson. Grein um veðurspár eftir Markús Á. Einarsson. Grein um landbúnað og veðurfræði eftir Hrein Hjartarson. Þá er einnig í Árbókinni viðamikil grein um hrossakynbóta- búið á Hólúm í Hjaltadal eftir Jón Friðriksson, bónda á Vatnsleysu í Skagafirði. Þetta er í fyrsta skipti sem birt er jafnviðamikil grein um ræktun Svaðastaðahrossanna á Hólabúinu, en Jón Friðrikssori er í stjórn búsins. Af öðru efni má einnig nefna grein eftir Leó M. Jónsson véltæknifræðing um dísilvélar og aukna endingu þeirra með réttu viðhaldi. Þá ritar Grétar Guðbergs- son um ýmislegt er lýtur að hagsæld og menningarþróun á Islandi frá landnámi til vorra daga með sér- stöku tilliti til landbúnaðarfram- leiðslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.