Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Page 2
2
DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986.
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Framtíð Amarflugs
ræðstánæstu dögum
Örlög Amarflugs ráðast á næstu tveim
vikum. Þeir aðilar í ferðaþjónustu,
sem Amarflugsmenn hafa rætt við um
að leggja íjármagn til félagsins, munu
koma saman um helgina til að ræða
um hvort og með hvaða hætti þeir
leggi til aukið hlutafé. Frestur til að
ákveða kaup á hinum nýju hlutum er
til 14. mars.
Fáist ekki aukið hlutafé bíður Am-
arflugs fátt annað en rekstrarstöðvun.
Eiginflárstaða félagsins er talin nei-
kvæð um 160 milljónir króna og
veltufjárstaða neikvæð um rúmar 200
milljónirkróna.
„Er Ijóst að ef ekki koma til sérstak-
ar aðgerðir gæti slík staða leitt til
greiðslustöðvunar," segir í áliti End-
Fréttaljós
Kristján Már
Unnarsson
urskoðunar hf., sem lagt var fyrir
hluthafafundinn síðastliðinn þriðju-
dag.
Vilja að Flugleiðir hafi sam-
keppni
Fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem
standa utan Flugleiða, telja það brýnt
hagsmunamál fyrir sig að Amarflug
lifi áfram. Ferðaskrifstofur vilja geta
samið um leiguflug til sólarlanda við
fleiri en Flugleiðir. Hótel og bílaleigur
vilja að fleiri en Flugleiðir fljúgi með
ferðamenn til landsins.
Þess vegna er það sem fulltrúar
ferðaskrifstofanna Atlantik, Sam-
vinnuferða og Útsýnar, hótelanna
Holts og Sögu og Bílaleigu Akureyrar
um 27 milljónum króna. Er söluhagn-
aður þvi talinn verða minnst 26 millj-
ónir króna, sem bætir bókfærða eigin-
fjárstöðu sem þvi nemur.
Ráðamenn Amarflugs hafa rætt við
ráðherra um stuðning hins opinbera.
Telja Amarflugsmenn allgóðar líkur
á að ríkisvaldið taki þátt í lausn
vandans. Fordæmi er meðal annars
fyrir niðurfellingru lendingargjalda.
Til að auka hagkvæmni í rekstri
hefur verið rætt um að skilja ákveðna
rekstrarþætti félagsins, svo sem innan-
landsflugið, frá öðrum rekstri og gefa
þeim starfsmönnum, sem þar starfa,
tækifæri til að snúa áralöngum tap-
rekstri í hagnað, jafnframt því sem
móðurfélaginu sé tryggð endur-
greiðsla sameiginlegs kostnaðar.
Viðræður við stærstu erlendu lánar-
drottnana hafa borið þann árangur
að um 65 milljóna króna viðskipta-
skuldir verða greiddar eftir næstu
áramót, í flestum tilfellum án vaxta.
Greiðslufrestur er allt að fimm ár.
Fyrirhugaðar em viðræður við fleiri
lánardrottna.
Erlent leiguflug á að skila 64
prósentum tekna félagsins
A rekstraráætlun, sem stjórn félags-
ins lagði fyrir hluthafafundinn, er
áætlað að heildarvelta félagsins á
þessu ári verði 25,8 milljónir dollara
og að hagnaður verði 1,1 milljón doll-
ara.
Gert er ráð fyrir að 31 prósent af
tekjum félagsins komi af áætlunar-
flugi milli íslands og Evrópu, 5 prósent
af innanlandsflugi og 64 prósent af
leiguflugi erlendis, þar af 11 prósent
af leiguflugi í Líbýu en 53 prósent af
„DC-8 leiguverkefhi“.
Hlutur Flugleiða í Amarflugi minnkar úr 44 prósentum niður í 14 prósent seljist
alltnýjahlutaféð.
DV-mynd PK.
Frá hluthafafundinum á þriðjudag. Stjóm Arnarflugs og framkvæmdastjóri við háborðið. Fundarstjóri í ræðustól.
ætla að hittast um helgina. Rætt verð-
ur meðal annars um stofnun sérstaks
félags, „holding“-félags, um kaup á
hlutabréfum í Amarflugi.
Fimm aðgerðir til að
bæta fjárhaginn
Á hluthafafundinum á þriðjudag
kom fram að stjóm félagsins vinnur
að því að bæta fjárhaginn með fimm
aðgerðum:
Auka hlutafé um allt að 97 milljónir
króna; selja Boeing 707-vöruflutn-
ingaþotu; semja við erlenda og inn-
lenda lánardrottna um greiðslufrest
á skuldum; fá aðstoð ríkissjóðs; og
auka hagkvæmni í rekstri.
Stjórn félagsins telur sterkar líkur
á að Boeing 707-þotan seljist innan
skamms fyrir minnst 53 milljónir
króna. Bókfært verð hennar nemur
Amarflug treystir því verulega á
erlenda leiguflugið, einkum það sem
fljúga á með DC-8 þotum. Stjóm fé-
lagsins skýrir DC-8 leiguverkefnin í
skýrslu til hluthafa með þessum orð-
um:
„Þetta flug byggist í meginatriðum
á samstarfssamningi sem Amarflug
hefur gert til næstu ára um slíkt flug.
Með stuðningi af þeim samningi tók
Arnarflug á síðastliðnu ári að sér
umfangsmikið pílagrímaflug fyrir
ýmsa aðila og einnig lét félagið ríkis-
flugfélögum Saudi-Arabíu og Alsír í
té flugvélar og mannafla til áætlunar-
og vöruflugs á leiðum þessara félaga
og er það flug að hluta enn í gangi.
1 þeim forsendum áætlunarinnar er
gert ráð fyrir að umfang þessa flugs
verði fast að því eins mikið og á árinu
1985 og er það byggt á árangri könn-
unarviðræðna sem þegar hafa farið
fram.
Þá er og^gert ráð fyrir að arðsemi
þessa flugs verði verulega meiri en á
síðastliðnu ári.“
í umsögn endurskoðanda um fjár-
hagsstöðuna kemur fram að 25 millj-
óna króna krafa vegna svokallaðs
Kúbuflugs, sem Amarflug hefur höfð-
að mál til innheimtu á, er færð meðal
viðskiptakrafha í efnahagsreikningi.
Övíst er hvort þessir peningar inn-
heimtast.
Aukning hlutafjár og sala Boeing
707-þotunnar nægja ekki
í skýrslu endurskoðanda segir að
aukning hlutafjár og sala vömflutn-
ingaþotunnar muni ekki nægja til að
rétta af neikvæða eiginfjárstöðu.
Endurskoðandinn telur að sú eign,
sem kunni að felast í áunnum kauj>
rétti á Boeing 737-farþegaþotu félags-
ins, geti skipt verulegri Qárhæð.
„Sá ávinningur sem leiðir at Kaup-
leigusamningnum ræðst annars vegar
af því hvort félagið getur staðið við
ákvæði samningsins til þess tíma er
kaupréttur myndast og hins vegar
hvort almennt markaðsverð slíkra
flugvéla verður hærra en það verð sem
greiða verður þegar kaupréttur mynd-
ast,“ segir endurskoðandinn.
í skýrslu stjómar Amarflugs kemur
fram að félagið á rétt á að kaupa
vélina á árinu 1989 og að markaðsverð
slíkra véla hefur hækkað verulega frá
þvi umræddur kaupleigusamningur
var gerður í ársbyrjun 1984. Ekki sé
talið að verð hennar muni lækka á
næstunni.
Veruleg verðmæti geta tapast
„Niðurstaða um heildarmat á stöðu
félagsins er mjög háð því hvort félagið
verður rekið áfram og skilar hagnaði
á næstu misserum. Komi til rekstrar-
stöðvunar eða aukinna vanskila
vegna áframhaldandi taprekstrar geta
tapast vemleg verðmæti, sem meðal
annars era fólgin í viðskiptasambönd-
um, áðumefndum kaupleigusamningi
og öðrum samningum sem félagið
hefur gert, en nýtast mundu i arð-
bærum rekstri," era lokaorð endur-
skoðandans.
Flugleiðir, sem nú eiga 43,7 prósent
í Amarflugi, lýstu því yfir fyrir hlut-
hafafundinn að félagið myndi verða
við þeirri ósk meirihluta stjómar
Arnarflugs að falla frá forkaupsrétti
sínum að nýju hlutafé og standa ekki
í vegi fyrir hlutafjáraukningu. Seljist
allt nýja hlutaféð minnkar hlutur
Flugleiða niður í 14 prósent.
Grétar Br. Kristjánsson, annar full-
trúi Flugleiða í stjóm Amarflugs,
ræddi á hluthafafundinum á þriðjudag
nokkuð um sögu Amarflugs og þátt
Flugleiða í henni. Lýsti Grétar þar
meðal annars þeirri skoðun sinni að
kaup Amarflugs á eignum Iscargo á
sínum tíma, sem stjóm Ffugleiða hefði
varað við og talið stefna afkomu fé-
lagsins í hættu, hefðu reynst félaginu
erfið og fylgtþví síðan.
Áætlanir byggðar á of mikilli
bjartsýni
Grétar sagði ennfremur að áætlanir
um afkomu Amarflugs, sem gerðar
hefðu verið undanfarin ár og Flugleið-
ir byggt sínar ákvarðanir á um þátt-
töku í hlutafjáraukningu, hefðu alfar-
ið verið byggðar á of mikilli bjartsýni.
Nefhdi Grétar sem dæmi rekstrartap
áranna 1984 og 1985 sem nema muni
3,2 milljónum dollara. Hagnaður hefði
hins vegar verið áætlaður 524 þúsund
dollarar.
Grétar Br. Kristjánsson sagði að
innan stjómar Arnarflugs hefði verið
sjálfstæður, óháður meirihluti sem virt
hefði minnihlutann lítils.
„Það virðist hafa verið sérstök stjóm
innan stjómarinnar. Meirihlutinn
virðist hafa haldið alla tíð að fulltrúar
Flugleiða væra þar til að grafa undan
Arnarflugi. Og þar hefur ríkt tor-
tryggni.
Ýmsar upplýsingar, sem beðið hefur
verið um, hafa ekki fengist. Meirihlut-
inn virðist hafa haldið að hann væri
að ljóstra upp viðskiptaleyndarmálum
og slík stjóm verður aldrei sterk
stjórn.
Fulltrúar Flugleiða hafa starfað af
heilindum I þessari stjóm. Og með
góðum vilja,“ sagði Grétar.
Agnar áfram framkvæmdastjóri?
Framtíð Arnarflugs ræðst á næstu
vikum, sem fyrr sagði. Ekki liggur
fyrir að hve miklu leyti aðrir hluthafar
en Flugleiðir koma til með að taka
þátt í hlutafjáraukningunni. SÍS-félög
eiga nú um 22 prósenta hlut, starfs-
menn Amarflugs eiga um 20 prósent
en fjölmargir smáir hluthafar eiga um
14 prósent.
Þá er ekki vitað hvort og hversu
mikið áðurnefndar ferðaskrifstofiir og
hótel leggja í Amarflug.
Agnar Friðriksson sagði fram-
kvæmdastarfi sínu lausu fyrir áramót.
Ekki hefur verið tímasett hvenær
hann hættir. DV hefur hins vegar
heimildir fyrir því að lagt sé að Agnari
að halda áfram. Meðal annars vilji
fyrmefndir aðilar í ferðaþjónustu að
Agnar haldi áfram sem framkvæmda-
stjóri Arnarflugs. Agnar' er sagður
ætla að bíða með lokaákvörðun þang-
að til nýir hluthafar hafa myndað
nýja stjóm. • -KMU