Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Page 3
DV. FOSTUDAGUR 28. FEBRUAR1986. 3 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Smygl meðÁlafossi: Varningur víða um bæinn Tollverðir hafa undanfama daga verið að leggja hald á margvíslegan smyglvarning sem kom með Álafossi til landsins fyrr í vikunni. Við leit í skipinu fundust 20 kg af kjúklingum og 15 kg af nautakjöti og var skipið tollafgreitt við svo búið. Eftir að skipið hafði lagst að bryggju veitti tollvörður athygli bif1 reið sem ók frá skipshlið. Þegar stöðva átti bifreiðina sinnti ökumað- ur hennar engum bendingum og ók á brott. Var þá kallað á lögregluna til aðstoðar. Tókst henni að stöðva bifreiðina eftir nokkum eltingarluik. Við leit í bifreiðinni fundust sex lítr- ar af áfengi og myndbandstæki sem ökumaðurinn viðurkenndi að hafa smyglað með skipinu. Nokkru síðar var gerð húsleit heima hjá einiun skipverja. Þar fundust 15 kg af svínakjöti, 12 flösk- ur af áfengi og hljómflutningstæki. Viðurkenndi húsráðandi að þessutn varningi hefði verið smyglað með Álafossi. -GK NÝTT HÓTEL í SIGTÚNI -loksveröur byggtá Alto-lóðinni „Ég er búinn að fá lóðina, teikning- amar em klárar og ég byrja að grafa um leið og ég fæ leyfi til þess,“ sagði Guðbjöm Guðjónsson sem rekur samnefnt fyrirtæki í Reykjavík. Guð- bjöm ætlar sér að reisa 100 herbergja hótel á homi Kringlumýrarbrautar og Sigtúns, á Alto-lóðinni víðfrægu þar sem Jóhanna Tryggvadóttir vildi byggja heilsuræktarstöð. Guðbjöm Guðjónsson hf. flytur inn fóðurvömr og annað tengt landbúnaði og forstjórinn er ekki alls ókunnugur hótelrekstri; rak Hótel Bifröst í Borg- arfirði í nokkur sumur fyrir 30 árum. „Nýja hótelið okkar verður í þremur álmum, hver þrjár hæðir, og á að standast allar þær kröfur sem gerðar em til hótela í dag. Þama verður veitingasalur, sundlaug og reynt að vanda sem best til allra hluta,“ sagði Guðbjöm. Arkitekt hótelsins er Gunnar Hans- son. -EIR NÝIR STRAUMAR - NÝIR BÍLAR Tökum flesta notaða bíla upp í nýja NISSAN PICKUP King Cab Sýnum í fyrsta sinn á íslandi nýju palibílana frá nissaim fjórhjóladrifs og tvídrifs. SÝNUM EINNIG VINSÆLUSTU NISSAN FÓLKSBÍLANA Valágreiöslukjörum; 20.000.-staðgreiðsluafsláttureðalánagreiðslur í allt að2ár. Munið bílasýningar okkar laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 PAÐ ER ALLTAF HEITTÁ KÖNNUNNl - VERIÐ VELKOMIN NISSAN PICKUP 4x4 King Cab

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.