Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRUAR1986. TANGINN Vestmannaeyingar. Ódýru austur-þýsku matar- og kaffistellin loksins komin aftur. Skoðið úrvalið í sýningar- glugganum. VERIÐ VELKOMIN Nauðungaruppboð sem auglýst var í 112., 115. og 118. tbl. Logbirtingablaös 1985 á hluta í Bragagötu 22A, þingl. eign Einars S. Valdimarssonar og Guðrúnar Guðjóns- dóttur, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands á eigninni sjálfri mánudaginn 3. mars 1986 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 134., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Baldursgötu 6, þingl. eign Benedikts Árnasonar, fer fram eftir kröfu Baldurs Guðlaugssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 3. mars 1986 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Eskihlið 16, þingl. eign Karls V. Þorsteinssonar, fer fram eftir kröfu Baldurs Guðlaugssonar hrl., Veðdeildar Landsbankans, Árna Guðjónssonar hrl., Björns Ólafs Hallgrímssonar hdl., Arnar Höskuldsson- ar hdl. og Landsbanka Íslands á eigninni sjálfri mánudaginn 3. mars 1986 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 112., 115. og 118. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Njörvasundi 31, þingl. eign Agnesar Gestsdóttur, fer fram eftir kröfu Lands- banka íslands og Árna Vilhjálmssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 3. mars 1986 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 111., 116. og 121. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Selás- bletti við Suðurlandsbraut, þingl. eign Gunnars B. Jenssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík og Jóhannesar Johannessen hdl. á eign- inni sjálfri mánudaginn 3. mars 1986 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 111., 116. og 121. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Hellusundi 6A, þingl. eign Vilhjálms Ósvaldssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 3. mars 1986 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 134., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Fagrabæ 13, þingl. eign Gunnars Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 3. mars 1986 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Fiskakvisl 14, þingl. eign Geirs Jóns Grettissonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 3. mars 1986 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 86., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Baldurshaga 4, þingl. eign Ölafs Rúnars Björgúlfssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 3. mars 1986 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 111., 116. og 121. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Ljósheimum 6, þingl. eign Gunnars P. Jenssonar og Nönnu Arthursdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 3. mars 1986 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Neytendur Neytendur Neytendur Litskyggnur þóttu einu sinni góðar og gegnar og teknar fram á hátíðleg- um stundum til ánægju fyrir vini og vandamenn. Svo komust menn að því að það var rækals vesen að taka slíkar myndir til sýningar. Það var nauðsyn- legt að myrkva sýningarsalinn,- skyggnumar urðu að vera í ákveðinni röð, máttu ekki vera á hvolfi,- sýning- arvél og tjald varð að vera við höndina o.s.frv. Og unglingamir nú til dags nenna ekki að horfa á slíkar myndasýningar, nenna ekki að horfa á myndir sem ekki „hreyfast“. Þá er ekki þar með sagt að lit- skyggnur séu að eilífu glataðar. Það nýjasta nýtt er að láta setja þær yfir á myndbönd. Þá er hægt að horfa á þær í myndbandinu sínu án nokkurrar fyrirhafnar. Sigurðurívinnustofusinni. DV-myndPK Fermingin og fímmtugsafmælið á myndbandi Nú dugar ekki lengur að eiga myndir í albúmi eða skoða skyggnur uppi á vegg Nú er líka hægt að fá myndbands- upptöku af merkisatburðum og tíma- mótum í fjölskyldunni. Það væri ekki amalegt að eiga á myndbandi skímar- athöfn bamanna, fermingu, giftingu og hvaða aðra merkisatburði sem gjaman hafa verið geymdir i albúmum eða á litskyggnum hingað til. Nú verður allt að hreyfast og gerast fyrirhafnarlaust og því hefur mynd- bandavæðingin haldið innreið sína í fjölskyldulífið,- auk þess sem farið er að taka upp á myndbönd alls kyns námskeið, eins og t.d. namskeið i matreiðslu í örbylgjuofnum, í meðferð saumavéla o.m.fl. Öryggisnámskeið fyrir starfsfólk „Það er búið að panta gífurlega mikið fyrir fermingamar í vor. Þá er einnig orðið talsvert um að félagasam- tök hiðji um upptökur á fundum og skemmtunum. Iþróttafélög úti á landi biðja um myndbandaupptökurá mikil- vægum leikjum í höfuðborginni. Þá höfúm við verið að taka upp námskeið í meðferð saumavéla og örbylgjuofna og er mér sagt að það sé ódýrara fyrir alla aðila og er augljóslega til mikilla þæginda fyrir viðskiptavinina. Og loks höfum við verið í því að mynda örygg- isbúnað og meðferð hans á sjúkrahús- um og hótelum," sagði Sigurður Agústsson hjá nýstofnuðu fyrirtæki er nefiiist Heimildir samtímans á myndbandi. „Sérstaklega hafa myndbönd af ör- yggisbúnaði hótela þótt koma sér vel. Hótelin ráða nýtt fólk á vorin og í stað þess að leiða hvem mann um allt hótelið er hægt að sýna þetta allt skilmerkilega á myndbandi. Sömuleiðis er sýnd meðferð öryggis- 0g slökkvibúnaðar og hvernig tækin virka. Einnig hefur þótt til mikils hagræðis að mynda alls kyns nám- skeið í meðferð heimilistækja. Og loks em ýmis fyrirtæki farin að láta útbúa kynningarmyndir af fyrirtækjum sín- um og af vömm sem koma á á framfæri t.d. úti á landi,“sagði Sigurður. Stórveisla á 4-5000 kr. -Hvað kostar svo að láta festa fermingu barnsins á myndband? „Fyrsti klukkutíminn í mynda- tökunni kostar 2 þús. kr. og svo 1 þúsund kr. eftir það á klst. Klukku- tíma spóla kostar 4-5 þús. kr. tilbúin til sýningar. Ef við víkjum að fermingunni tekur athöfnin í kirkjunni alltaf um klukk- utíma þannig að ef fleiri foreldrar sameinast um myndbandið sparar það heilmikið. Við gerum ráð fyrir að geta tekið allt upp í tólf veislur yfir daginn. Þá myndi kostnaðurinn fyrir klukkutíma myndband vera um 2500 kr. og er spólan innifalin," sagði Sigurður. Þess má geta að tal er með þessum upptökum og einnig er hægt að setja fallega skrautritaðan texta innáefvill. Það kostar 800 kr. á klst. að færa skyggnur yfir á myndband en það fara um 300 skyggnur á klukkutíma myndband. Heimildir samtímans eru til húsa að Suðurlandsbraut 6. -A.Bj. Klippingar, taka; yfirfærsla? kvikmyndir ogskyggnurá myndbönd Jón Ingi Friðriksson hjá Gullfingri. DV-mynd PK. „Fyrirtækið er svona að komast af stað hjá okkur. Við sjáum um alls kyns vinnslu í VHS myndbönd, færum kvikmyndir og litskyggnur yfir á myndbönd og eitt, sem við ætlum að sérhæfa okkur í, er að yfirfæra mynd- bandsupptökur, sem teknar eru upp á bandaríska kerfið, yfir á okkar kerfi," sagði Jón Ingi Friðriksson sem rekur fyrirtækið Gullfingur hf. Gullfingur er í svipuðum rckstri og Heimildir samtímans. Fyrirtækið er til húsa að Snorrabraut 54, í húsi Osta- og smjörsölunnar. Klukkutíma veislumyndataka hjá Gullfingri kostar.um 1500 kr., 1200 kr. kostar að yfirfæra 8 mm filmur og skyggnur yfir á myndbönd. Jón Ingi er rafeindavirki að mennt og vann áður hjá Ismynd,-A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.