Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Qupperneq 13
DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986.
13
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Hitastig I kælum
og frystum
í verslunum
I þessari grein ætla ég að íjalla um
hitastig í kælum og frystum í versl-
unum. Það er vegna þess að einn
lesenda blaðsins vildi fá að vita
hvaða reglur giltu um þessi efni í
verslunum.
Kælar
I öllum kælum á hitastigið að vera
frá 0°- +4° C, hvort sem um er að
ræða kjötborð, áleggskæli eða kæli
sem hefur að geyma mjólkurvörur,
eins og t.d. osta, smjör og því um líkt.
Ávaxtakælar þurfa ekki að vera
stilltir á svona lágt hitastig. Mega
þeir vera um 7°-8° C, sem er kjör-
hitastig fyrir flestallt grænmeti og
ávexti.
Mjólkurkælar
Áðrar reglur hafa gilt um mjólkur-
kæla. Leyfilegt hitastig í þeim hefur
verið frá 0°-+6° C. En með nýrri
reglugerð, sem kemur til fram-
kvæmda þann 1. mars næstkoinandi,
á hitastig að vera 0°- + 4° C.
Það má að vísu gera ráð fyrir að
kaupmenn fái einhvem aðlögunar-
frest til þess að breyta stiflingu á
kælivélum mjólkurkælanna.
-MATUROG
HOLLUSTA-
Gunnar Kristinsson
matvælafræðingur
skrifar
Frystar
Hitastig í frystum má ekki vera
hærra en -20° C, hvort sem um er
að ræða frysta undir kjöt, fisk, græn-
meti eða ísvörur.
Merkingar
Allar vörur eiga að vera merktar
með tilliti til geymslumeðferðar og
eftir þeim merkingum á að fara í
verslunum.
T.d. á ekki að geyma vöru, sem
merkt er „kælivara" eða „geymist
við 0°- + 4° C, í frysti. Á sama-hátt á
ekki að geyma vöru í kæli sem merkt
er „frystivara" eða „geymist í frysti
við-20°C“.
Hitamælar
í öllum kælum og frystum eiga að
vera hitamælar til þess að auðvelda
verslunarfólki að fylgjast með því
að hitastig sé samkvæmt gildandi
reglum. Jafnframt eiga þeir að auð-
velda neytendum að fylgjast með því
hvortsú vara, sem þeir eru að kaupa,
sé geymd við rétt hitastig.
Neytendur
Framleiðendur vilja að sú mat-
vara, sem þeir eru að framleiða, sé
eins góð og kostur er þegar neytand-
inn fær hana í hendur. Þess vegna
ákveða þeir sjálfir hvernig best er
að geyma vöruna.
Það er þvi nauðsynlegt fyrir neyt-
endur að skoða vel merkingai' á
matvörum. Þær matvörur, sem hafa
engar eða lélegar merkingar, eiga
þeir einfaldlega að leiða hjá sér.
Á þann hátt geta neytendur stuðl-
að að því að vörur séu merktar
samkvæmt gildandi reghmi.
Verkfræðingar
tæknifræðingar
Rafmagnsveita Reykjavíkur óska eftir að ráða raf-
magnsverkfræðinga eða tæknifræðinga til starfa við
áætlanagerð við raforkuvirki. Kunnátta í Fortran-forrit-
un æskileg.
Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og m.a. aðgang
að stóru tölvukerfi sem nota má við áætlanagerð.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma
686222.
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
í Kópavogi
Grétar NorðQörð
er þar
i kjon
Þekkingu hans á málefnum
aldraðra, iþrótta- og æsku-
lýðsmálum er nauðsynlegt
að nýta í bæjarstjórn.
Egg eru nú einhver ódýrasta matvaran
sem er á boðstólum, kg kostar allt
niður i 114 kr. af venjulegum eggjum.
Það er hægt að matreiða egg á marg-
víslega vegu, bæði hægt að borða þau
ein-sér, soðin eða steikt, með alls kyns
grænmeti steikt eða lu-ærð eða með
kjöt- eða fiskafgöngum, í eldaða rétti
eins og eggjabakstur og loks í hvers
konar bakstur.
Egg eru tilvalin sem megrunarfæði
Harðsoðin egg passa vel með næcOim öH.< m :i t
Skreytl egg
Harðsoðin egg er hægt að nota með
næsturn þvi öllum hugsanlegiun mat.
Skreytt harðsoðin egg éru líka puntu-
leg á veisluborð - eða bara á kvöld-
verðarborðinu. Hér eru nokkrar til-
lögur:
Skerið radísur í þunnar sneiðar og
stingið ofan í helming af harðsoðnu
eggi sem látið er vera á hvolfi.
Hrærið kavíar úr túpu simian við
örlítið mayones og sprautið ofan á
tómatsneiðar. Leggið sneið af harð-
soðnu eggi ofan á, skreytið með flís
af tómati og steinseljukvisti. -
Harðsjóðið egg, skerið í tvennt. Hræ-
rið rauðuna upp með svolitlu sinnepi
og örl. mayones, sprautið ofan í hvít-
una og skreytið með rækju og grænum
kvisti.
Þá er auðvitað alþekkt hvað egg og
síld fara einkar vel saman, alveg sama
um hvers konar síld er að ræða. Hún
passar öll vel með eggjum.
Harðsoðin egg skreyta mjög kartöflu-
salatið og gera það að algerum veislu-
rétti og sömu sögu er að segja um
venjulegan soðinn saltfisk. Prófið að
bera fram með honum smátt söxuð
harðsoðin egg. Það er mjög gott.
Verðivkkuraðgóðu. -A.Bj.
í fitulausa snai'heitakúi'num, en þeir
sem eru veilir fyrir hjarta eða er gert
að forðast of mikið kolvetni í matnum
skal ekki ráðlagt að borða meira en 4
egg í viku.
Hafið hugfast að egg eru kælivara
sem á að geyma í kæliborði verslana
en ekki í stæðum úti á miðju gólfi í
verslunum. Geymið eggin því í kæli-
skápnum og snúið þeim af og til ef þau
eru geymd í langan tíma.
Hrognabollur með eggjum
Við bjuggum til bollur úr nýjum,
soðnum hrognum og eggjum og brögð-
uðust bollurnar sérlega vel, voru léttar
og bragðgóðar. Hreinsið himnuna af
soðnum hrognunum og merjið þau í
skál. Bætið 1- 2 eggjimi út í, fer eftir
magni hrognanna, bætið örlitlu hveiti
út í og kryddið með fiskikryddi. Deigið
má vera i þynnra lagi og steikið úr
því bollui' í heitri feiti.
Berið fram með soðnmn kartöflum
og sýrðum gúrkum.
Nú eru egg
í allar máltíðir
Grétar er fulltrúi flokksins í félagsmálaráði og barna-
verndarnefnd og varafulltrúi i íþróttaráði. Hann átti sæti
i tómstundaráði.
Við hvetjum þátttakendur í prófkjörinu til að veita Grét-
ari Norðfjörð stuðning. _ . .
Stuðnmgsmenn.
• Frönsku málmrúmin eru tvímælalaust þau vönduöustu á
markaönum i dag.
• Þau eru sterk, stílhrein og falleg.
• Þau eru brakfrí.
• Margargerðir-Margirlitir.
BÚÐARKOT
Hringbraut 119. Simi 22340.