Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Side 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986. Spurningin Heldur þú að verðbólgan náist niður fyrir 10% á árinu? Magnús Gunnarsson húsvörður: Ég veit það ekki. það væri ágætt ef þeir gætu það - væri til stórra bóta. Páll Hannesson félagsfræðingur: Það hugsa ég ekki og það færi nú eftir því á hverra kostnað það yrði hvort það væri jákvætt eða ekki. Það er náttúrlega jákvætt í sjálfu sér að hafa hana sem lægsta en það er ekki sama hver borgar hana niður. Guðrún Guðmundsdóttir nemi: Það efa ég stórlega en mér þætti mjög gott ef það tækist. Haraldur Teitsson ellilífeyrisþegi: Ég hef ekki neina trú á því. Verðbólgan hefur nú verið að lækka en samt hækka vörur. Ég veit ekki hvernig þetta er reiknað og efast um að fólk hafi það nokkuð betra þó verðbólgan hverfi. Marteinn Marteinsson póstur: Ég tel það afar hæpið og ætli það verði þá nokkuð betra, það kemur bara annað ístaðinn. Þorvaldur Guðlaugsson teiknari: Við skulum vona það, dana ....dana! Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Skemmti- legur Lukku- Hddari 3919-4848 skrifarf.h. saumaklúbbs: Eitt kvöldið tókum við okkur saman og fórum í leikhús í stað þess að skrafa og baka kökur. Við fórum í Hjáleiguna í Kópavogi og sáum Lukkuriddarann. Þetta er stór- skemmtilegur gamansöngleikur og urðum við mjög ánægðar í alla staði. Leikfélag Kópavogs er áhugaleik- félag sem greinilega hefur á að skipa úrvalsleikurum. Allur leikur var mjög góður og gat maður ekki fundið neinn mun á því að þama voru á ferð áhugaleikarar en ekki atvinnu- leikarar. Við ætlum ekki að gerast neinir gagnrýnendur, látum aðra um það, en viljum þakka fyrir okkur og mæla með þessu leikhúsi ef fólk vill virkilega skemmta sér. Úr sýningu Leikfélags Kópavogs á Lukkuriddaranum. „Munið að allir verða stjörnur í Hollywood.“ Allar „brjost- góðar“ stelpur á íslandi K.V. 5945-5265 skrifar: Loksins, í fyrsta skipti á íslandi fer ffam blautbolskeppni á ekki ómerkari stað en í Hollywood. Loksins datt einum af hinu ÆÐRA kyni í hug að innleiða þessa stórgóðu menningu erlendis ffá, þökk sé Óla Laufdal (sem er alltaf að hugsa um okkur stelpumar og auðvitað sjálfan sig líka) að við fáum tækifæri til að sýna á okkur kroppinn almennilega. Óg hugsið ykkur hvað við gleðjum augu karlmannana, því að það er okkar takmark að láta þeim líða vel. Síðan reynum við að skrækja svolítið vel þegar við fáum vatnsgusuna á okkur, sem fær litla, pínulitla bolinn (sem sést varla) til að límast við kropp- inn svo að allt sjáist nú örugglega, það finnst karlmönnunum, „þessum el- skum“, líka svo spennandi, svo að ég tali nú ekki um alla athyglina sem við fáum í Hollywood. Ef við verðum nú nógu duglegar að mæta í þessa keppni, hver veit þá nema að Óla Laufdal detti fleiri svona „menningarlegar" keppnir í hug, eins og t.d. að slást í leirbaði eða í jarðar- berjahlaupi, jafhvel væri hægt að innleiða keppni um ungffú blautnær- buxur með titli sem væri UNGFRÚ LÍFBEIN. Ég skora því á ykkur, kvenfplk á íslandi, að valda Ólafi og hinum karl- mönnunum ekki vonbrigðum og munið að allir verða stjörnur í Hollywood. Rauðri Hondu stolið Stolinn skrifar: „Ég er handviss um að þeir sem stálu hjólinu þekkja eitthvað til því það er svo sjaldgæft að það sé skilið eftir utan húss. Hjólið var skilið efitir í hálftíma við bílskúrinn, en hann stendur langt inni í lóðinni, þannig að mér þykir þetta meira en lítil bí- ræfhi,“ sagði móðir sem hringdi til okkar vegna þess að skellinöðru var stolið frá 15 ára syni hennar. „Þetta er tilfinnanlegt tjón fyrir son minn, en hann hefur sjálfur unnið sér fyrir andvirði þessa hjóls. Þar að auki vinnur hann eftir skólatíma og þarf að nota hjólið til þess að komast í vinnuna á réttum tíma,“ sagði móðir- in. Um er að ræða skellinöðru af gerð- inni Honda MT 50, númer R-1231, árgerð 1982, rautt á lit. Hjólinu var stolið af lóðinni að Langagerði 52 að kvöldi sunnudagsins 16. febrúar milli kl. 21 og 21:30. Þeir sem hugsanlega hafa orðið varir við hjólið eru beðnir að hringja í síma 687862 eða gera lögreglunni viðvart. Hundavinur vill ekki að hundar séu í Reykjavík, í sveit með hundana Runólfur hundavinur skrifar: Hér eru nokkrar línur til „hundavin- arins“ sem skrifaði Lesendasíðunni fyrir nokkrum vikum. Ég verð að segja það að þú ert ekki hundavinur, heldur hundahatari. Heldur þú að hundum líði vel hér í Reykjavík? Þar sem lítið er af stórum, auðum svæðum en mikið af fólki, bílum, húsum og menguðu lofti. Og brjáluðum Víkingasveitar- mönnum sem hlaupa imi og skjóta niður hunda. Nei, staður hunda er dreifbýli og hvergi annarsstaðar. Þar líðurþeim vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.