Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Síða 27
DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986. 39 Menning Menning Menning Menning Kammermúsíkklúbburinn í Bústaðakirkju Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins í Bu- staöakirkju 21. febrúar. Flytjendur: Laufey Siguröardóttir, Helga Þórarinsdóttir, Nora Kornblueh, Kristján Þ. Stephensen. Efnisskrá: Ludwig van Beethoven: Serenaða fyrir fiðlu, lágfiðlu og knéfiðlu í D-dúr op. 8 og Trió fyrir fiðlu, lágfiðlu og knéfiðlu í G-dúr op. 9 nr. 1; Wolfgang Amad- eus Mozart: Kvartett fyrir óbó, fiðlu, lágfiðlu og knéfiðlu i F-dúr, KV 370. Starfsemi Kammermúsíkklúbbsins hefur verið í allföstum skorðum um árabil. Auk þess að stuðla almennt að flutningi á kammermúsík hefur hann stuðlað að því að halda kammerhópum saman. Til að mynda hefur tríóið, sem lék á þessum tónleikum, verið stöðug- ur gestur á lista klúbbsins. Það er ekki ónýtt að eiga inni með tónleika hjá jafnágætum tónleikahaldara þegar halda á saman einum kammerhópi. Samstæður hópur Stöllurnar þrjár, sem mynda strengjatríóið, eru samstæður Tónlist EYJÓLFUR MELSTED hópur. Þær hafa ekki aðeins hlotið menntun og þjálfun við sama skóla og hjá sömu kennu- rum, heldur hafa þær ræktað samstarf sitt og samleik síðan formlegu námi lauk. Samvinna þeirra hefur borið drjúgan ár- angur. Stíll .þeirra er keimlíkur og leikur þeirra fellur mjög vel saman. Samstæður leikur þeirra gerir manni til dæmis auðvelt að líta fram hjá því að maður sé þeim ekki alltaf sammála um Beethoventúlkun. Stundum finnst mér þær vilja gera úr honum of mikinn og helst til værukæran stofutónlistarmann og gleymast hvílíkur tónrisi og skapmaður hann var. Þó er rétt að geta þess að þetta álit mitt átti fremur við um Serenöðuna, sem var fyrst á dagskrá, en miklu síður um Tríó- ið, sem er líka mun heijsteyptari og kjarnmeiri tónsmíð. Englapípa Mozartkvartettinn, sem kom inn á milli Beethoventríóanna, er að mikl- um hluta óbósóló við samfléttaðan tríóundirleik. Það er gott að eiga óbóleikara eins og Kristján Þ. Step- hensen að við flutning á slíku verki. Maður velti því ósjálfrátt fyrir sér fyrir hvers konar súpermann Mozart hefur samið svona músík þegar maður heyrir Kristján líða jdir ómanneskju- lega erfiða liggjandi tóna adagio- kaflans. Menn ætla jú að hljóðfærin hafi ekki verið nærri eins góð og tónörugg þá og nú, þótt ýmsum kunni nú að finnast lítið fyrir örygginu fara við myndun tóns á óbói. í höndum Kristjáns er óbóið sú englapípa sem menn dreymir um að það eigi að vera og hér var óbókvartettinn hápunktur á góðum stofutónleikum. EM Helga Þórarinsdóttir, Nora Kornblueh og Laufey Sigurðardóttir. Á myndina vantar Kristján Þ. Stephensen. Blásið í Firðinum Tónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar í íþróttahúsinu við Strandgötu 22. febrúar. Stjórnandi: Hans Ploder Franzson. Það virtist komið vor í Firðinum daginn sem þeir kusu um það hvort leyfast skyldi að selja áfengi þar i bæ eða ekki. Veðm-blíðan ýtti.undir þann- ig tilfinningu en annar vorboði var einnig á ferð, nefnilega lúðrasveitar- tónleikar. Nú kann sumum að þykja undarlegt að tengja lúðratónleika Tónlist EYJÓLFUR MELSTED vorkomunni, en rétt eins og karlakór- ar og önnur áhugafélög um alþýðlegan tónlistarflutning, ætla lúðrasveitir sér venjulega veturinn allan til undir- búnings því að leika svo sem eina létta tónleika. Svo vinna þær að sjálfsögðu sína föstu þegnskylduvinnu fyrir ríki og sveitarfélög á hátíðum sumarsins, sumai-daginn fyrsta, sjómannadag og sautjánda júní - þessa daga sem allir aðrir eiga frí, eða fá að minnsta kosti tvöfalt greitt fyrir að leggja fram vinnu. í slíkum glymhúsum verða gallarnir áberandi . En burt frá slíkum hugrenningum, að tónleikum lúðurþeytaranna í Hafn- arfirði. Þeir kusu að leika í glymhúsi miklu, íþróttahúsinu við Strandgötu. Líkast til er vart í önnur hús að venda þar syðra, en ósköp er nú hljómurinn óheppilegur í svona húsum. Þar renn- ur allt saman í eitt og hvergi verður sú árátta margra lúðrasveitarmanna, að þurfa jafhan að þenja sig sem mest sárvorkenndi tréblásurunum, sem í Lúðrasveit Hafnarfjarðar eru í eðli- legu hlutfalli við aðra hljóðfærahópa við venjulegar aðstæður, að þurfa að berjast þarna á móti hinum sterku lúðrum. Hljómur af betra taginu Annars ríkir í Lúðrasveit Hafnar- fjarðar betra jafnvægi milli einstakra hljóðfærahópa en í mörgum sveitum öðrum. Þar er til dæmis betur skipuð miðja og botn en víða tíðkast. Það naut sín til að mynda vel í útsetning- um stjómandans og þeim útsetningum sem sveitin lék, evrópskrar ættar. Mér þótti samt slagverkið merkilega þungt hjá jafngóðum slagverksmanni og stjórnandinn er sjálfur. En þjálfað lúðrasveitareyra gat þrátt fyrir glym í salnum og aðra óáran greint að hljómur sveitarinnar í heild er af betra taginu og hún er gjörsamlega laus við margan þann groddahátt í leik sem loða vill við lúðrasveitir okkar. Að upp úr þeim barnaskap vaxi ég ekki Sumt er það sem undirritaður ekki skilur. Til dæmis það dálæti sem sumir lúðrasveitarmenn á íslandi hafa á Emst nokkrum Majo. Það em ær og kýr Majo þessa að hirða þemu sem ætla mætti að ættuð væm frá Robert Stolz, Stephen Foster og öðrum slík- um, blanda úr þeim einn endemis hrærigraut en hafa síglymjandi sjö- undir og stundum níundir fyrir útá- kast. Eins verður sú árátta, að hafa kynni, þyljandi framburðarambögur á útlendum orðum í vanstillt og bjag- andi hátalarakerfi, uppsknófað á ólög- mætum styrk, mér ævinlega torskilið. Ég er að minnsta kosti svo mikið bam að mér nægir góður lúðrablástur einn og sér til skemmtunar - og vona að upp úr þeim barnaskap vaxi ég ekki. Lúðrasveit Hafnarfjarðar. Fyrirliggjandi í birgðastöð plötujárn ^ ST 02 Z DIN 17162 W Plötuþykktir: 0.5-2mm Plötustærðir: 1000 x 2000 mm og 1250 x 2500 mm SINDRAi lSTÁLHE Borgartúni 31 sími 27222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.