Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Page 30
42 DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986. s>VM SU BESTA CLANNAD + BONO- IN A LIFETIME (RCA) Þessi plata er vissulega ekki alveg ný af nálinni, en það verður bara ekki hjá því komist að skrifa um lög af þessu tæi, þau heyrast svo sjaldan. Hér drýpur nefnilega snilldin af hverj- um tón; allt hjálpast að, kynngimagnað lag, stór- brotinn söngur og frábær útsetning. Þeir gera ekki betur sem hafa lært. ÖNNUR STÓRGÓÐ HIPSWAY - THE HONEYTHIEF (PHONOGRAM) Nýir vendir sópa best og það sópar aldeilis að þess- um; virkilega gott lag, þétt- ur taktur, fæturnir fara ósjálfrátt á stjá, góð meló- día, venst afskaplega vel. Pottþétt. ÞRJÁR ÞÓ NOKKUÐ GOÐ- AR PRIME MOVERS - ON THE TRAIL (ISLAND) Þessir drengir eru svo sannarlega á réttu spori; glimrandi gott lag undir sterkum áhrifum frá Big Country og U2. Segiði svo að Bandaríkjamenn geti ekki lært. THOMPSON TWINS - KING FOR A DAY (ARISTA) Ekta tvíburalag, glaðværð- in í fyrirrúmi, góð melódía, ekki of eínföld, ekki of flók- in, mitt á milli það er galdurinn. Skemmtilegar raddbeitingar. DIANA ROSS- CHAIN REACTION (RCA) Gamla Motownsándið blandað saman við slatta af Gibbagibb, pottþéttur kokteill. TVÆR I TUNNUNA MODERN TALKING - BROTHER LOUIE (HANSA) Þetta er svo hallærislegt að manni er skemmt. Hörmuleg stæling á Boney M. Og þar er ekki úr háum söðli að detta. ARCADIA - GOODBYE IS FOREVER (PHARLOPHONE) Betur að satt væri. -SþS- w— DEPECHE MODE -14 SINGLES Flotttónlist 1 Þessi samsafrisplata er hinn eiguleg- asti gripur, enda Depeche Mode einn af merkilegri fulltrúum nýbylgjunnar. Samt verð ég að segja að þó þama séu öll bestu lög hljómsveitarinnar saman komin þá get ég ekki hælt plötunni fram úr hófi. Það er vissulega mikill elegans og sjarmi yfir þessari tónlist, en mér finnst að tilfinningin mætti vera meiri. Það er eitthvað svo yfir- gnæfandi hjá Depeche Mode að gera flotta tónlist að aðrir mikilvægir þætt- ir listarinnar vilja verða útundan. Tónlistin er tæknivædd og vönduð en ekki beinlínis hlý. Og hún er iðulega á mörkum þess að vera þreytandi, leiðinleg. Finnst mér. Tek það fram af því ég held að voða margir geti haft virkilega ánægju af Depeche Mode. Og ég get það líka ef þannig liggur á mér. En það er ekki oft. Helst ef ég spila hana eins hátt og húsreglur leyfa og enginn heima sem hlær að mér ef ég syng með. Depeche Mode er þannig grúppa sem syngur vel og raddar eins og þjóðlagatríó ef þvi er að skipta, mér dettur jafrivel í hug hljómsveit sem einu sinni var og hét Crosby, Stills, Nash og Young. En það er bara söngurinn, þessi vel útfærða röddun. Annars er Depeche Mode í rauninni hálfgerð súkkulaðigrúppa og ég verð mjög hissa ef hún gleymist ekki jafhskjótt og hún geispar golunni íyrir fullt og allt.. En það er svo með þessar súkkulaðigrúppur í dag að þær geta betur falið sig á bak við alls kyns tæknibrellur og fínheit heldur en áður þegar það fór ekkert milli mála hvern- ig hljómsveit Bay City Rollers var. Nú er ég búinn að segja miklu ljótari hluti en ég ætlaði að segja um Depeche Mode og hef kallað hana súkkulaðigr- úppu og hvað eina. En fyrir mér er það orð ekki það versta sem hægt er að segja um hljómsveit, alls ekki, og þó Depeche Mode risti ekki jafndjúpt og ég eitt sinn hélt þá eru þeir óneitan- lega mjög flott hljómsveit. Ef maður á góð hljómflutningstæki þá er alltaf dálítið freistandi að setja þá á fóninn og „fíla“ í botn. -JSÞ ROBIN GIBB-WALLS HAVE EYES Vandað skallapopp Eftir að Bee Gees hættu hafa þeir bræður, Robin, Maurice og Barry Gibb, reynt fyrir sér upp á eigin spýtur. Ekki hafa þeir þó náð sömu tökum á áheyrendum og þeir gerðu undir nafni Bee Gees. Það er helst að Robin Gibb hafi getað skapað sér sjálfstæðan feril. Má aðallega þakka það plötu, er hann gaf út fyrir rúmu ári, Secret Agent. Innihélt hún Boys Do Fall In Love sem naut töluverðra vinsælda. Robin Gibb hefur nú gefið út aðra sólóplötu, nefnist hún Walls Have Eyes. I heild er hún betri en fyrmefnd plata en inniheldur kannski ekki lag sem á jafngreiðan aðgang að hlustend- um eins og Boys Do Fall In Love. Þrátt fyrir að Bee Gees séu hættir að starfa saman opinberlega þá halda þeir greinilega hópinn því öll lögin tíu á Walls Have Eyes eru eftir þá bræður j og hafa þeir samið lögin í sameiningu. Þau leyna sér ekki, Bee Gees áhrifin, þegar hlustað er á Walls Have Eyes. Lögin eru eins og endurómur af lögum hljómsveitarinnar, melódískar bal- löður ásamt léttrokkuðum lögum og sammerkt er með lögunum að öll eru þau mjög áheyrileg og erfitt að taka eitt fram yfir annað. Þrátt fyrir áheyri- leika plötunnar held ég þó að Robin Gibb, sem hefur bestu rödd þeirra bræðra, hefði þurft að söðla um og taka meiri áhættu en hann gerir til að eiga einhverja möguleika að slá í gegn, svipað og Bee Gees þegar þeir voru upp á sitt besta. Hæfileikamir til að semja lög em fyrir hendi. Áhætt- an liggur í að breyta útsetningum, gera þær fjölbreyttari. Walls Have Eyes er, eins og hún kemur fyrir, átakalaus og þeir sem vilja fá þægilegt rokk ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. HK. THECLASH-CUTTHECRAP Kemur engu til leiðar Þar kom að því að krosstréð Clash brygðist. Allt frá því fyrsta plata hljómsveitarinnar kom út hefur hún verið með þeim betri í heiminum að mínu mati. En það var svo einkenni- legt með Clash að þótt mér þættu lögin yfirleitt hálfómerkileg og svo innilega auðveld var alltaf eitthváð í flutningn- um og strákslega söngnum sem hreif mig. i nýju plötunni er því öðmvísi varið' og fátt sem gleður jafnmikið og áður. En hún er svo sem ekkert slæm og alls ekki heldur mjög ólík þvi sem maður á venjast frá hljómsveitinni - nema hvað þetta er einhvem veginn yfirvegaðra og meira heft. Það vantar Clashkraftinn og mddaskapinn. Eins og þeir félagar séu ekki jafnreiðir og þeir vom. Jafnvel þó textarnir séu enn pólitískir (annað væri nú meira en lítil bylting) em þeir ekki jafnsannfærand: og í gamla daga. Mér hefur alltaf leiðst þegar orðið bergmál er notað í umsögnum - að hitt eða þetta sé nú bara bergmál þess sem það var. En ég fæ það mjög sterkt á tilfinninguna þegar ég hlusta á Cut the Crap að hún sé bergmál. Takturinn og söngurinn er góður og gamalkunn- ur en utan um allt of lítið. Líklega er kominn tími til afgerandi breytinga hjá Clash eða þá að það er nauðsynlegt að gera gömlu hlutina upp, gera þá enn betur en nokkm sinni. Það vantar ferskleika í strák- ana, sjálft aðalsmerki þeirra. Cut the Crap er lágvær og kemur engu til leiðar, hvorki fyrir heiminn né hljóm- sveitina. Mikið væri gaman ef Clash færi að leita inn á einhverjar skemmtilegar og spennandi brautir, eins og til dæmis Stranglers gerðu þegar þeir hættu með reiðu, ungu mennina. Það er ekki svo langt á milli uppmna þessa hljóm- sveita að ekki megi nefna þær í sömu andrá. En ólíkt Stranglers hefur Clash að mest-u haldið sig á svipuðum slóðum allan sinn aldur, að visu með góðum árangri, nú hins vegar held ég að tíminn til að gera nýja hluti sé kominn. Annars á ég ekki von á öðm en að saga sveitarinnar verði sorgar- saga. -JSÞ SMÆLKI Sæl nú!... Myndbandið með laginu hans Billy Oce- ans. sein við sáum i Popp- korni á mánudaginn var, hefur verið bannað í Bret- landi að kröfu samtaka tón- listarmanna. Það sem fer fyrír brjóstið á tónlistar- mönnunum er þátttaka þriggja kvikmyndaleikara i myndbandinu en þeir eru jafnframt leikarar i kvik- myndinni The Jewel of the IMíle, en úr þeirri kvikmynd er lagið ættað. Vegna þessa varð Billy að koma fram „læf' i þættinum Top of the Pops í stað þess að mynd- bandið væri sýnt einsog venja er... Æ fleiri bætast nú í hóp þeirra hljómsveita og einstaklinga sem ætla að koma fram á styrktar- hljómleikum Greenpeace- samtakanna i apríl, þar sem safnað verður fé til aðgerða, meðal annars gegn fyrir- huguðum hvalveiðum Sslend- inga. Nýjustu nöfnin eru: Echo & The Bunnymen, Van Morrison, Mike Oldfield, The Waterboys, Ruby Tumer og Aswad. Fyrir hafa til- kynnt þátttöku Nik Kers- haw, Big Country og China Crisis, svo nokkur stór nöfn séu nefnd. Það þýðir vist litið að reyna að fá einhverja af þessum listamönnum á Listahátíð hjá okkur i sum- á ar... Hljómplötufyrirtæki Paul Wellers i Style Council, Respond Records, er farið á höfuðið. Ástæðan er verk- efnaskortur... Boy George og félagar i Culture Club eru nú loksins að vakna til lifs- ins á ný eftir að hafa legið i dvala um tveggja ára skeið. Ný smáskifa er á leíðinni og breiðskifa fylgir i kjölfar- ið. Goggí kallinn er annars i Los Angeles þessa dagana þar sem hann leikur stórt hlutverk í japanskri kvik- mynd þar sem þarlendur bjór, JIN að nafni, er veg- samaður i bak og fyrir; það heitir vist auglýsingakvik- mynd... Annar þekktur kappi, sem sömuleíðis hefur legið í dvala, er að hugsa sér til hreyfings i ný. Þetta er hans konunglega ótukt Prince, sem sendi frá sér smáskífuna Kiss síðastlið- inn mánudag og von bráðar kemur breiðskifan Parde út... Nýjustu fréttir: Smá- skifan Kiss með Prince stökk rakleitt upp i 52. sætí bandariska smáskífulistans og á þvi Prinsinn fjögur lög á topp sextiu: Kiss, Love Bizarre sem Sheíla E flytur, Manic Monday sem Bangles flytja og Do Me Baby sem Melissa Morgan flytur. Geri aðrir betur... sæl að sinni... SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.