Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Side 33
DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRtJAR 1986. 45 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviósljós Kav\s- Ungfrú heiniuv, Ho\m dóttir, ^tWbessað SSEKÍJErí*** SugmiW « SÍðirf<"»r'"g'“teiS’*1° ' Það er víst löngu kominn tími til að selja Baunanum eitthvað íslenskt og skref var stigið í þá áttina í Kaup- mannahöfn á dögunum. Boðið var til veislu og kynningar á Nimb í Tívolíinu danska, þar sem gestir fengu íslenskan mat og drykk, íslenska tónlist, tísku og svo mætti lengi telja. Orðrómur um feg- urð íslenskra kvenna var endanlega staðfestur með nærveru Hólmfríðar Karlsdóttur, handhafa titilsins ungfrú heimur, og Islendingar í Kaupmanna- höfn mættu á staðinn talandi móðurmál- ið til þess að auka á stemmninguna. Fyrir framtakinu stóðu Flugleiðir, Ferðamálaráð, íslenska sendiráðið, Ut- flutningsmiðstöð iðnaðarins og Sölu- stofnun lagmetis. Einar Ágústsson, sendiherra Islands í Danmörku, bauð gesti velkomna, handhafar boðskorta mættu, ljóslega allir sem vettlingi gátu valdið, fylltu salina og sýndu staðarins valkostum mikinn og einlægan áhuga. Tívolí Ballerí - ballera - ballettferðir. Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- manni DV á Akureyri: Krúttmagakonur á Akureyri kunna að kitla hláturtaugamar. Það sáu þeir gestir sem komu í Alþýðuhúsið á Akureyri síðastliðið laugardags- kvöld þegar sumaráætlun Samvinnu- ferða-Landsýnai- var kynnt. Kunnáttukonur í faginu. Ferðimar kynntar og þær léku rnidir með því að bregða sér í gervi ferðalanga. Frábær leikur og skellihlátur í troð- íullum Alla. Vel á minnst. Þær heita krútt- magakonur vegna krúttmagakvöld- anna frægu sem þær halda, en þau eru til að vega upp á móti kútmaga- kvöldum karlpeningsins. Og á krúttmagakvöld fær enginn karlmaður að koma inn - nema auð- vitað heiðursgesturinn. Austurrísku Alparnir heilla. Krúttmagar kitla Ættfræðiágrip til- vonandi foreldra Prinsessan í Belgíu, Astrid, á von á sér einhvem næstu daga. Faðirinn er austurrískur erki- hertogi og þau hafa ákveðið að setjast að í Basel. Astrid er eina dóttir prinsessunnar Paolu og prinsins Alberts. Hún heitir i höfuðið á ömnm sinni, Astrid drottningu, sem var systir krónprinsessunnar Mörtu. Hún er því skyld Maríu Astrid í Lúxemborg sem er dóttir belgískrar prinsessu. Það skemmtilega við þetta er svo það að eiginmaður Maríu Astrid og erkihertoginn Lorenz eru náskyldir. Faðir Lorenz, erkihertoginn Roþert, er nefni- lega eldri bróðir Karls, en sonur hans, Kristján, er giftur prins- essunni í Lúxemborg. Náðuð þið þessu? Gæinn hennar G race Grace Jones þykir með betrí búkum og ekki er sambýlismaðurinn Dolph slorlegri á því sviði. Hann rekur eigin heilsuræktar- stöð í USA, gefur út bækur og leikur í kvikmyndurr, allt af krafti. Til þess að geta staðið í þessu lagði hann niður verk- fræðinám föður sínum heima í Svíþjóð til mikillar skapraunar. Sá gamli heldur því fram að sonurinn hafi allt í einu tmflast í toppstykkinu og er lítt hrifinn af núverandi brambolti. En Dolph þarf nú að hafa eitt- hvað til þess að geta dílað við Grace sem hnyklar vöðvana aftur og aftur, öskrar og hendir búsáhöldum í kappann við öll mögu- leg tækifærí. Það síðasta er af þeim að frétta að Dolph brá sér í heimsókn til Svíþjóðar og hefúr verið myndaður í þrígang með þarlendri ljósku. Enn hefur hann ekkert Joncs Qvaec Óðva gefið upp um hvort hann þorir heim aftur og þá hvenær sá mikli atburður verður á áætlun. Við gerum það sama og Grace á meðan - bíðum átekta með bros á vör. Ólyginn Magnús Magnússon varð yfir sig glaður þegar dótt- irin Sally mætti með soninn James Magnússon Stone í upptökusalinn til hans á dög- unum. Tók sér hié til að sinna barnabarninu og lét aðstoðar- menn við vinnslu Mastermind- þáttanna bara bíða á meðan. Janni Spies er klædd og komin á ról, laus við kossageitina sem allir grunuðu Gunnar He.llström um að hafa orsakað. í tilefni heilsunnar lét hún i-akarann sinn um nýsköpun hárstílsins, pönk skal það vera, sagði hann, og tætti vandlega i hár- réttar flyksur. Diana Ross hafði nef fyrir Næss segja Norsarar alsælir með hina nýju tengdadóttur lands- manna. Þau náðu heimsins frægasta kossi i sjálfri sam- pússunarseremoniunni og herma fréttir að presturinn Graham Kerguson Lacey sitji ennþá við hliðina á sjálfum sér yfirkominn af feimni. Ghita Nörby hin danska gerir það gott í hlutverki Elisabetar á sviði Þjóðleikhússins þarlendis. Stykkið er Maria Stuart og tveir fyrrveraxxdi eiginmanna Ghitu í raunveruleikanum eru mótleikarar hennar- í stórum hlutverkum. Eiginmennirnir á sviðinu heita Jörgen Reenbei-g og Jesper Christiansen en úti í sal situr Svend Skipper sem er eiginmaður númer þrjú og stendur það hjónaband ennþá. Með sama áframhaldi getur orðið þröngt á sviðinu og i salnumfyrirsuma... I í \ • i Christian Vadim segir að pabbi hans hljóti að hafa haft ótrúlegan sjcns í konur. Hann er sonur Roger Vadim og Catherine Deneuve cn dáir Jane Fonda og Birgitte Bardot sem karl faðir hans var í sambandi við á yngri árum. Annars bætir hann við að þær séu kannski ekki alveg hans týpur, að hans áliti er Laureen Bacall afbragð annarra kvenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.