Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 8. MARS1986. 51 Leiðtogar hægri flokkanna: Chirac, Giscard d’Estaing, Barre. Þeirsitja á svikráðum hver við annan. Refurinn Mitterrand verður að tjalda öllu sem til er ef hann vill komast heill út úr þeirri togstreitu sem ein- kennir nú frönsk stjórnmál. Svo gæti farið að Jacques Chirac (t.h.) yrði íor- sætisráðherra á ný. verða 1988. En víst er að óvenjulegt ástand mun ríkja í frönskum stjórn- málum ef þessi staða kemur upp. Þriðji leiðtogi stjórnarandstæð- inga er þingmaðurinn frá Lyon, Raymond Barre. Hann vill láta kné fylgja kviði og neyða Mitterrand til afsagnar ef hægri menn fá meirihluta á þingi. Barre telur að Mitterrand verði að hlíta þjóðarvilja og segja af sér tapi sósíalistar, hvað sem laga- bókstaf líður. Taka verður fram að Barre segir ekki berum orðum að reka eigi Mitterrand frá völdum en þverneitar að starfa með honum. Áætlun hans virðist felast í því að þingið neiti að fallast á að veita forsætisráðherra, útnefndum af Mitterrand, traustsyfirlýsingu, hver sem hann sé. Sögulegt fordæmi er fyrir þessu því á þennan hátt var Millerand forseti neyddur til afsagn- ar á þriðja áratugnum, er þriðja lýðveldið var upp á sitt besta. Flokksmaskínur RPR, undir stjórn Chiracs, og UDF, þar sem áhrifa Giscards d’Estaing gætir enn mjög, hallast að samstarfslausninni. Barre er félagi í UDF, eins og d’Estaing, en vill ekki binda sig á flokksklafa. Talið er að hann stefni á framboð til forseta 1988 enda nýtur hann mests trausts hugsanlegra frambjóðenda um þessar mundir. Jacques Chirac, borgarstjóri París- ar og forsætisráðherra Giscards 1974-76, er ekki allur þar sem hann er séður í þessum málum. Er fyrst var tekið að ræða þessi mál var helst á honum að heyra að hann vildi neyða Mitterrand til afsagnar ef hægri nienn sigruðu. Tónninn í honum hefur verið að mýkjast. Áður fyrr sagði hann að Mitterrand ætti einungis að fá leyfi til að samþykkja ákvarðanir hægri sinnaðs meirihluta eftir kosningar eða hypja sig ella. Nú virðist hann fylgjandi málamiðlunarleið en reyndar er hann talsvert ’.oðinn í svörum. Hann segir: „Auðvitað virð- um við ákvæði stjórnarskrárinnar um völd forseta.“ Þau ákvæði eru hins vegar svo teygjanleg að erfitt er að túlka orð Chiracs. Sumir þykjast sjá þess merki að tilhugalífið sé byrjað milli Chiracs og Mitterrands. Ráðgjafi Chiracs lét hafa eftir sér að mönnunum kæmi vel saman persónulega. Þeir væru báðir pólitískir refir sem hefðu gam- an af snjöllum leikfléttum. Enda þótt Chirac virðist einstrengingslegur í málflutningi, eins og títt er um góða ræðumenn, virðist hann eiga mjög létt með að skipta um skoðun. Chirac þarf engu að síður að kyngja ansi miklu ef hann gerist forsætisráð- herra Mitterrands. Sókn sósíalista Fyrir einu ári töldu aðeins 36% Frakka Francois Mitterrand hafa staðið sig vel í embætti. Frá því að forsetinn hóf þátttöku í kosninga- baráttunni hefur fylgi flokks hans aukist hröðum skrefum. Samkvæmt skoðanakönnunum telja nú 45% Frakka Mitterrand hafa staðið sig vel. Sósíalistar hafa fengið stuðning 27,5-28,5% kjósenda undanfarinn mánuð. Það er ágætur árangur því í júní 1984 fengu þeir aðeins 20,8% atkvæða í kosningum til Evrópu- þingsins. Vissulega eiga þeir langa leið í þau 37% atkvæða sem þeir fengu 1981 en engu að síður er ekki ólíklegt að þeir eigi eftir að brjóta 30% múrinn eins og flokkurinn ein- setur sér. Fylgishrun kommúnista Franski kommúnistaflokkurinn hefur löngum verið mun öflugri en aðrir slíkir flokkar í Vestur-Evrópu, að þeim ítalska einum undanskild- um. Eftir síðari heimsstyrjöld naut flokkurinn stuðnings nær 30% kjós- enda. Georges Marchais, foringi komm- únista, má prísa sig sælan ef flokkur- inn nær 10% atkvæða. Sá sem hefði spáð þessu áður en Mitterrand varð forseti hefði vafalaust verið álitinn meira en eilítið skrítinn. Enn meira áhyggjuefni er þó að fylgið minnkar eftir því sem nær dregur kosningum. Það hefur fallið úr 11% i 9,5% á einum mánuði í skoðanakönnun SOFRES stofnunar- innar sem talin er mjög áreiðanleg. Enn verra fyrir flokkinn er að hann aflar sér lítils fylgis meðal unga fólksins og reyndar virðist fylgið vera nánast eingöngu meðal verka- manna. Front National Þjóðfylkingin (Front National) nær tæplega að verja fylgi sitt frá því í kosningum til þings Evrópu- bandalagsins. Þá hlaut flokkurinn 11% atkvæða en er nú spáð 8,5% atkvæða og virðist þó í einhverri sókn. Flest bendir til þess að banda- lag RPR og UDF nái meirihluta á þingi og þurfi ekki að treysta á stuðning þingmanna Front National. Styrkur flokksins í kosningunum fer eftir því hvort honum tekst að sann- færa sem flesta kjósendur um að RPR/UDF nái ekki meirihluta. Þetta tvíeyki mun hins vegar hamra á þvi að andstæðingar Mitterrands verði að vera samstiga og kasti ekki at- kvæðum sínum ú glæ með stuðningi við Front National. Allmikið fylgi til smáflokka Ýmsir smáflokkar ná talsverðu fylgi ef allt er reiknað. Samkvæmt áðurnefndri könnun Sofres fá flokk- ar vinstra megin við kommúnista alls 3% og ýmsir hægfara vinstri menn 1,5%. Umhverfisverndarmenn fá 2%. Á hægri kantinum fá óháðir hægri menn 3%. Hægri 37%, vinstri 36% Ef rýnt er í skoðanakannanir kemur margt forvitnilegt í ljós. Alls telja 36% Frakka sig vera til vinstri í stjórnmálum. en aðeins fleiri. 37°ó. telja sig vera hægra megin. 24% neituðu að segja af eða á og 3% höfðu enga skoðun. 1981 töldu hins vegar 42% Frakka sig vera til vinstri i stjórnmálum en aðeins 31° ó til hægri. 20% neituðu að gera þetta upp við sig og 7% höfðu enga skoðun. Nú er það svo að af sögulegum ástæðum er þessi skipting i vinstri og hægri mun rótgrónari en víðast hvar annars staðar. Hugmvndin um vinstri og hægri á 200 ára afmæli eftir rúm þrjú ár. Hinn ellefta sept- ember 1789, í upphafi frönsku bvlt- ingarinnar. settust þeir sem vildu einungis veita konunginum frestandi neitunarvald vinstra megin við for- seta þingsins en fylgismenn algjörs neitunarvalds settust hægra megin. íslenska kerfið Frá því de Gaulle komst aftur til valda og fékk samþykkta nýja stjórn- arskrá 1959 hafa línurnar milli vinstri og hægri verið ákaflega skýr- ar. Kosningalögin stuðluðu að þessu. Kosið var í einmenningskjördæmum. Ef enginn frambjóðandi náði 50% atkvæða í fyrstu umferð var kosið um tvo efstu frambjóðendurna í annarri umferð. Þetta varð til þess að ef flokkar vildu nýta atkvæði sin urðu þeir að gera bandalög á milli fyrstu og annarrar umferðar. Oft hafa líka verið gerð bandalög fyrir kosningar, til dæmis vinstri flokk- arnir árið 1978. Þetta kosningakerfi varð einnig til þess að sá flokkur, sem flest atkvæði hlaut, fékk mun fleiri þingmenn hlutfallslega en kjörfylgi hans sagði til um. Sósíalistar fengu yfirgnæf- andi meirihluta árið 1981, þrátt fyrir að þeir fengju aðeins 37% atkvæða í kosningunum. Búast má við þvi að nýju kosninga- lögin, sem gera ráð fyrir hlutfalls- kosningu, breyti mjög frönskum stjórnmálum. Samningamakk flokka um stjórnarmvndum að íslenskum sið mun halda innreið sína fvrr en varir inn í franska pólitík enda er vafasamt að einhver einn flokkur nái meirihluta á franska þinginu sam- kvæmt nýja kerfinu. Hægri flokk- arnir UDF og RPR eru í bandalagi sem stendur en grunnt er á því góða milli flokkanna. Sósíalistar vonast auðvitað til þess að þeir nái sem stærsti flokkur þings- ins úrslitaáhrifum eins og til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn hér á íslandi. Margt 'bendir til þess. er til lengri tíma er litið. að sósíalistar nái að hirða mestallt fvlgi kommúnista. Þeir hafa vitaskuld stefnt að því um úrabil og haft til fyrirmvndar systur- flokka sína á Norðurlöndum. Það er vissulega stormasamt í franskri pólitík þessa dagana. Mitt- errand forseti þarf vafalaust á allri sinni reynslu að halda á næstunni. Hann verður ekki öfundsverður af hlutskipti sínu ef hægri menn ná meirihluta á franska þinginu. Hann verður þá án efa að skipa einhvern úr þeirra hópi í embætti forsætisráð- herra. Það bendir allt til að hægri menn fari með sigur af hólmi 16. 'mars. Þá gæti hæglega komið upp sú staða að Jacques Chirac, borgar- stjóri Parísar, verði forsætisráðherra og upp hefjist svo tveggja ára tog- streita milli forsetans og forsætisráð- herra sem oddvita meirihluta þings- ins. Árið 1988 fara fram forsetakosn- ingar. Og þá mun verða hart barist. Líklegt er að Michel Rocard, Laur- ent Fabius, núverandi forsætisráð- herra, og Lionel Jospin, aðalritari sósíalista, berjist um útnefningu sósíalista. Á hægri kantinum stendur slagurinn á milli Raymonds Barres og Jacques Chiracs, þó aðrir, til dæmis hinn ungi Francois Leotard, geti blandað sér í baráttuna. Kosningarnar 16. mars eru af- drifaríkur forleikur. ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.