Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 8. MARS1986.
63
Sigue Sigue
Movoder og glöggir menn hafa lýst
'þessu óvenjulega samstarfi á þann
veg að þetta væri einsog að blanda
brennivíni í mjólk.
Sjálfir líta SSS-mennirnir á sig
sem stjörnur og spyrja sisona:
Hvernig stendur á því að það
standa ekki lengur neinir uppúr í
rokkinu? Þeir segja að Frankie
Goes to Hollywood hafi eitt sinn
verið góðir en skyndilega sé allur
vindur úr þeim skekinn. Nú sé
þeirra að kasta sprengjunni.
Tony James stofnaði ásamt Billy
ldol og John Towe hljómsveitina
Generation X á sínum tíma en þeir
höfðu allir áður verið í hljómsveit
að nafni Chelsea. Þegar Generat-
ion X lagði upp laupana uppúr 1980
-hljóm-
sveit sem
■II
meiri
spennu í
rokkið
segir Tony að á döfinni hafi verið
að stofna pönksúpergrúppu en í
þeirri sveit áttu að fá inni eftirtald-
ir: Billy.Idol og Tony James úr
Generation X og Steve Jones og
Paul Cook úr Sex Pistols. Hljóm-
sveitin æfði lítillega en að sögn
Tony var andríkið ekki til staðar.
Ekkert varð þvi úr þeim áformum.
Tony fór því á atvinnuleysis-
bætur og hefur í fjögur ár verið að
koma fótunum undir Sigue Sigue
Sputnik. Til þess að leita að liðs-
mönnum í hljómsveitina og spara
kostnaðarsamar auglýsingar sat
Tony löngum stundum á kaffibar í
Kensington og mældi út gesti og
gangandi. Með þessu móti nældi
Tony sér í samstarfsmenn, þá Chris
Kavanagh, Neal X. Martin Deg-
ville og Rav Mavhew. Enginn
þeirra kunni á hljóðfæri og Tony
segir að það sé eitt það besta við
Sigue Sigue Sputnik því þegar
menn byrji með tvær hendur tómar
gefist fullkomið frelsi til þess að
þroskast og læra.
..Öll okkar tónlist hljómar eins.
Er það ekki dásamlegt? Ef ég fer
út og kaupi mér plötu vil ég að
tónlistin á þeirri plötu hljómi öll
eins. Fólk vill 'hevra mikið af
áþekkri tónlist, það vill ekki hlusta
á fávíslegar tilraunir alla tíð."
Hljómsveitin mun nýlögð af stað
í sína fyrstu hljómleikaferð og
Tonv James hafði þetta að segja
um þá ferð í nýlegu viðtali:
„Einsog þið vitið er ekkert nýtt
undir sólinni og við munum því
leika þessu gömlu góðu þrjá hljóma
sem allir kunna. En - þeir hafa
aldrei verið spilaðir svona áður og
þar skilur á milli feigs og ófeigs:
við lokkum að okkur unga krakka
sem vilja villt rokk og ról. Hljóm-
leikar okkar verða stórviðburðir,
ekki staðir þar sem fólk kemur og
stendur í skugganum í nokkra
klukkutíma og nær síðasta strætó
heim. Á okkar hljómleikum eiga
gestir að sýna sig og sjá aðra, rölta
um með höfuðið hátt og vera stolt-
ir.“
Það er fleira óvenjulegt við Sigue
Sigue Sputnik og fæstir myndu
trúa því ef ólyginn segði það ekki
að liðsmenn SSS eru allir miklir
líkamsræktarmenn. Þeir byggja á
lífsstíl sem er heilsusamlegur,
sneiða hjá dópi og búsi, hafa að
sönnu ekki vöðva á við Sylvester
Stallone, en trimma heilmikið.
„Ég held að gamli rokk og ról
lífsstíllinn með drykkjuskap og
dópáti eigi að heyra sögunni til.
Ég er hlessa á því að rokkstjörnur
skuli enn vera að svolgra í sig
flöskur af Bourbon og kvænast
stórbrjósta tískusýningarstúlkum
með ekkert roilli eyrnanna.11
Þetta sagði Tony James. Hann
er orðhákur einsog tilsvör hans
gefa til kynna en hvort Sigue Sigue
Sputnik verður það stórveldi sem
hann segir verður víst tíminn að
leiða í ljós. Og þá er ekki átt við
bændablaðið.
-Gsal.
Sumura þykir það blátt áfram vera
ein af frumskyldum rokksins að
ganga fram af fólki, hneyksla og
vekja andúð; til eru menn sem
þykir það miður að sú spenna, sem
rokkinu fylgdi fyrir margt löngu,
skuli ekki enn vera fyrir hendi. En
það er ekki um að villast: rokkið
hefur um árabil siglt nokkuð lygn-
an sjó, tónlistin að því .er best verð-
ur séð sátt við guð & menn og flytj-
endurnir einnegin. Miðaldra fólk í
dag er enda af rokkkynslóðinni og
sem foreldrar getur það tæpast sett
stórlega ofaní við börnin þó þau
taki upp eitthvert háttalag í nafni
rokksins sem gengur á skjön við
almenna hegðan.
En hljómsveitir, sem vilja sinna
fyrrnefndri frumskyldu, fmnast
enn og ein slík á góðri leið með að
hrista uppí breska rokkinu. Breskir
poppblaðamenn hafa verið ólatir
við að auka á spennuna og segja
að frá tímum Sex Pistols hafi ekki
komið framá sjónarsviðið merkara
fyrirbæri. Hljómsveitin sem hér um
ræðir heitir: Sigue Sigue Sputnik.
Þetta eru fimm breskir strákar
og býsna lítillátir. Þeim er það eitt
kappsmál að taka stjórn heimsins
í sínar hendur og finna jafnframt
nógu sterkt hárlakk til þess að
halda lokkunum á sinum stað í
vætutíð!
Einsog þið sjáið á myndunum er
töluvert lagt í útlitið og klæðnað-
inn enda er tónlistin ekki það
aðalatriði sem hún er öðrum hljóm-
sveitum. Málpípa hljómsveitarinn-
ar Tony James segir að Sigue Sigue
Sputnik muni verða stærstu sam-
tök í veröldinni. „Við munum láta
Dallas líta út einsog Síðasta bæinn
í dalnum. Sigue Sigue Sputnik
verður heimsveldi. Við höfum á
okkar stefnuskrá að láta okkur
ekkert í afþreyingariðnaðinum
óviðkomandi frá matadorspili til
kaupa á raunverulegum fasteign-
um.“
Tony segir að það sé aðeins á
færi tveggja hljómsveita í heimin-
um nú um stundir að skapa ein-
hverja spennu í kringum rokkið,
þeirrá og Big Audio Dynamite.
Allar aðrar hljómsveitir séu leið-
indin uppmáluð. Síðan pönkið
sneri upp tánum hafi stóru út-
gáfufyrirtækjunum leyfst að koma
rokkinu í þægilegan farveg og
hipparnir fært sig uppá skaftið á
nýjan leik.
Slík var eftirvæntingin eftir
fyrstu smáskífu SSS að strax í
fyrstu viku stökk lagið þeirra, Love
Missile Fl-11, beint í sjöunda sæti
breska listans sem verður að teljast
frábær árangur hjá nýliðum. En
tónlistin er sem fyrr segir aðeins
hluti af starfsemi SSS og hljóm-
sveitin stærir sig af því að upptökur
á laginu hafi aðeins tekið sex
klukkutíma! „Það er ekki lengur
rokk og ról ef það tekur lengri tíma
en þennan að taka upp eitt lag; það
er ekki nauðsynlegt að eyða mán-
uðum íhljóveri."
Það vekur athygli að upptöku-
stjóri er diskókóngurinn Giorgio