Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Blaðsíða 12
56
DV. LAUGARDAGUR 8. MARS 1986.
Ljóðskáldið Evtúsénkó
snýi sér að kvikmyndagerð
- Kindergarten lýsir æskuárum hans
í viðtali við sovéska ljóðskáldið
Évgení Evtúsénkó, sem Serge Sche-
mann tók nýlega við hann í úthverfi
Moskvu, segir skáldið að verkum
sínum megi líkja við grænmetissúpu.
Leyfilegt sé að nota hvaða grænmeti
sem er í hana ef bragðið af henni
verður gott.
Évtúsénkó segir að þetta sé grund-
vallarreglan sem hann hafi í huga
er hann yrki og skrifi skáldsögur;
eftir henni hafi hann einnig farið er
hann skrifaði handritið að fyrstu
kvikmynd sinni, sem var fyrst sýnd
í Sovétríkjunum 1983 en nú er verið
að sýna í New York. Hún heitir Kind-
ergarten og segir frá því er Évtús-
énkó hélt frá Moskvu til Síberíu i
heimsstyrjöldinni síðari, aðeins níu
ára gamall. Á leiðinni hitti hann
göfuga þjófa og vonda spákaupmenn,
en kynntist jafnframt dauðanum og
ástinni og lenti að sjálfsögðu í mörg-
um ævintýrum.
Misjöfn gagnrýni
Kindergarten hefur fengið misjafna
gagnrýni í Sovétríkjunum og er
ástæðan sennilega reglan sem skáld-
ið hefur lagt til grundvallar í verkum
sínum; en Évtúsénkó er vanur
misjafnri gagnrýni því hann hefur
ætíð leitað fanga víða. Myndin ein-
kennist að hluta af hörðu raunsæi,
en að hluta til er hún súrrealísk.
Þannig er lýst reynslu unga drengs-
ins í Síberíu, en svo er sýnd skrúð-
ganga á Rauða torginu þar sem
þúsundir unglinga ganga með gull-
fiska í skálum.
Gagnrýnendur eystra hafa því bæði
lastað og lofað myndina, en flestum
ber þó saman um að fjör og kraftur
búi að baki gerð hennar.
52ára
Évtúsénkó er nú 52 ára, en þótt
hárið sé farið að þynnast minnir
hann enn nokkuð á unga ljóðskáldið,
sem haslaði sér völl í upphafi sjöunda
áratugarins. Þá tvo áratugi, sem
síðan eru liðnir, hefur hann þó mátt
þola bæði velgengni og mótlæti. Á
síðari árum hefur hann stundum
verið sakaður um að hafa lagt gagn-
rýnina á hilluna og hafa tekið upp
háttu þeirra sem lifa í sátt og sam-
lyndi við kerfið. Er þetta er borið á
hann bregst hann við með því að
segja að í rauninni séu baráttumál
hans þau sömu og fyrr. Hann hafi
hins vegar ekki alltaf fengið þá við-
urkenningu sem hann hafi átt skilið
er hann hafi beitt pennanum gegn
stjórnvöldum; að hluta til sé skýring-
in sú að frá því hafi stundum ekki
verið sagt opinberlega. Þannig
minnir hann á baráttu sína fyrir því
að hús Boris Pasternaks í úthverfi
Moskvu yrði látið standa sem
minnisvarði um verk hans.
Síðustu árin þó frjósöm
Þótt einum sýnist því þetta og
öðrum hitt um mörg verka Évtúsén-
kós virðast flestir, sem eitthvað
þekkja til verka hans, sammála um
Évgení Évtúsénkó í
hlutverki sérviturs
skákmanns í einu
atriði myndar hans
sem er í rauninni
sjálfsævisaga Ijóö
skáldsins.
að síðustu árin hafi gætt hvað mestr-
ar frjósemi í þeim. Þá er fyrst og
fremst nefnd skáldsagan Villiber,
sem er bæði í óbundnu máli og
bundnu, og Fuku, langt ljóð, sem
fjallar um hið illa sem miklir menn
hafa gert. Það var birt í fyrrahaust
í tímaritinu Novy Mir.
Umdeild ræða
Hafi einhverjir talið á því þörf að
skáldið ræki af sér slyðruorðið með
nýrri gagnrýni á yfirvöldin þá verður
víst ekki um það deilt að liann hafi
gert það á ráðstefnu sovéskra rit-
höfunda í Moskvu í desember síðast-
liðnum. Þar krafðist hann þess að
starfsbræður hans hættu að leiða hjá
sér ýmislegt það sem ekki hefur mátt
minnast á, svo sem afbakanir á sögu
Sovétríkjanna. Stalínisma, forrétt-
indi, ritskoðun og skort. Þessi ræða
virtist að hluta til áskorun á nýju
valdhafana undir stjórn Gorbatsjovs,
en þeir höfðu lagt áherslu á hrein-
skilni é ýmsum sviðum. Þegar ræðan
birtist siðar á prenti var hins vegar
þeim, sem á hana höfðu hlýtt, ljóst
að ritskoðararnir höfðu beitt penn-
anumfimlega.
Um Kindergarten
Er talið barst aftur að Kindergart-
en, spurði Schemann: „Kindergarten
var fyrsta myndin þín. Hvers vegna
gerðirðu hana? Hvers vegna snerirðu
þér að kvikmyndagerð?"
Évtúsénkó svaraði: „Ég hef haft
skáldskap að atvinnu síðan ég var
15 ára. Ég hef birt ljóð, sem telja
samanlagt rúmlega 100.000 línur.
Maður getur ekki eytt ævinni í að
búa til venjuleg reiðhjól. Maður
verður að breyta þeim; búa til hjól
með þremur hjólum, fjórum hjólum
og jafnvel einu hjóli, sem hægt er
að fljúga á. Svo kemur að því að
maður vill búa til eitthvað ólíkt. Það
getur til dæmis verið flugvél.
Annars hef ég alltaf haft gaman