Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Blaðsíða 11
íslandi. Ríkisútvarpið, Tónlistarfé- lagið og Sinfónían eiga heiður skil- inn og eins margir einstaklingar. Við höfum notið þess að eiga ódrepandi hugsjónamenn og svo lengi sem við höfum menn sem hafa hugsjónir þá er framtíðin björt, hugsjónir eru ekki annað en sannleikurinn séður í fjarska. Poppið slæmt veganesti Mig langar líka til að minnast á að það má ekki svíkja unga fólkið. Það er ákaflega næmt og það er hægt að eyðileggja það í stað þess að byggja það upp. Það má ekki ofurselja það efni sem er slæmt veganesti fyrir framtíðina... “ - Bíddu nú hægur, hér áttu við popptónlist? „Já, einmitt. Fyrir þá sem kynnst hafa fjöllum er það leiðinlegt að ganga í hólunum í kring, þar sem yfirleitt ríkir glundroði og útsýni er slæmt. - Hafliði er ekki eins ókunnugur popptónlist og ætla mætti. I kringum 1970 lék hann í „blankheitum" inn á plötur með Denny Laine og Pink Flovd. Og fannst ákafiega lítið til koma. Að semja er eins og að skipu- ieggja ferðalag - Mér leikur forvitni á að vita, Hafliði. hvernig þú semur þína tón- list. kemur andinn yfir þig...? „Að semja tónlist er eins og að skipuleggja ferðalag. Maður bvrjar á því að safna bæklingum og vinsar smátt og smátt það úr sem manni finnst áhugaverðast hverju sinni. Maður leggur drög að ferðinni og er fvrr en varði farinn að hlakka ósköp mikið til. Maður telur sig vita nokk- urn veginn við hverju er að búast og vonast eftir að ferðin endi á ákveðnum stað. Maður vonast líka eftir ævintýrum og þau gerast stund- um. Það verður margt öðruvísi en ætlað var þegar lagt er upp. Og það er sama hversu verkið er skipulagt það koma alltaf fram viss innri ein- kenni án þess að ntaður fái við það ráðið. Þetta er eins og einhver falin hrynjandi sem rnaður kynnist ekki nenia að halda áfram að semja. Það er eins með þetta og forskriftina: fvrst fer rnaður eftir henni. maður æfir sig. lærir hana. og fer smátt og smátt að öðlast eigin stíl. Það er því rnikið atriði að vinna reglulega." - Þú trúirá inspírasjón? „Augnabliks innspírasjón sem halda verður á lífi i gegnum það tímabil sem tekur að semja verkið." Tónlist mín er ijóðræn - Tónlist þín er stundum kennd við nýrómantík. livað finnst þér um slíka flokkun? „Það er hægt að gefa tónlist ýrnis heiti en það hefur litla þýðingu. Ég held að tónlist mín sé í grundvallar- atriðum ljóðræn. Ég er hins vegar ekki sérlega hrifinn af orðinu ný- rómantík. Það er ekki hægt að endurskapa neitt timabil eins og þetta gefur í skvn. Og eiginlega veit ég ekki hvað orðið rómantík þýðir. Það er eins og hugtakið fegurð: skil- greiningarnar eru jafnmargar og mennirnir eru margir á þessari jörð." - Vitalið fer fram í geysifallegu húsi bróður Hafliða, Guðmundar, í Garðabænum. Þar hanga á veggjum nokkur málverk eftir Hafliða. Mér dettur í hug að spyrja hann að því hvort það séu mismunandi öfl sem brjótast út og finni sér farveg ýmist i málverki eða tónlist. Sný mér að málverkinu um sjötugt „Sjáðu til. Renaissance-tímabilið var að vissu leyti dýrlegt. Tónmeist- arar þess tíma léku auðvitað ekkert nema samtímatónlist. Það þótti sjálf- sagt að auk menntunar á sviði tón- listar gætu þeir málað og kynnu nokkur skil á bókmenntum og öðrum listum. Tilgangurinn var að ná sem mestum samruna við lífið sjálft með því að tvinna saman listgreinarnar og fá innri samhljóm. Ég fór út í tónlist í þeirri von að hún hjálpaði mér á þeirri braut að ná sambandi við sköpunarverkið. Að baki þessu býr löngun til að njóta þess í ríkum mæli að hafa skilningarvit. Ég er fyrst og fremst tónskáld sem leikur • á selló og skyggnist víða um af mikilli ástríðm En málverkið verður nú að bíða. Ég er búinn að gera samkomulag við almættið um að ég snúi mér að því á milli sjötugs og níræðs. Lífið er fvrst og fremst til að ' njótaþess." Tónlistin er alheimsmál Þegar hér er komið sögu tökum við til við að hella í okkur kaffi og borða súkkulaði. En hlífum lesandanum við frekari fregnum af því. F.g minnist á það við Hafliða að ágælur heimspekingur hafi furðað sig á því að jarðarbúar telji sig frekar geta náð sambandi við geimverur með rittáknum en tónlist. Ég er sammála. „Við tónlistarmenn erum mjög Vel settir. við tölum í rauninni alheims- mál." - Hafliði staldraði ekki lengi við í veðurblíðunni hjá bróður sínum í Garðabænum. Hann hélt til Skot- land nánast um leið og hann var búinn að taka við menningarverð- launum DV. Og í staðinn fvrir Snæ- fellsjökulinn. sem sést úti við sjóu- deildarhringinn þar sem við sitjum - uppi á hól í Garðabænum. kemur turn nokkur sem Walter Seott lét byggja. En ýmislegt annað bíður Hafliða en að horfa út um gluggann. Hann er önnum kafinn. . „Ég ætlaði að bvrja nýja árið mjög vel með því að halda áfram með tónverk fyrir pólsku kammersveit- ina. Pólland hefur lengi skipaði sér- stakan sess hjá mér. Líklega vbgna Chopin. Ég hef farið þangað og y\arð fyrir miklum áhrifum... það var ævintýralegt ferðalag. Ég kynntist ágætu fólki þarna. Hljómsveitar- stjóri kammersveitarinnar. sem er mikil virtúósasveit. pantaði hjá mér verk. Það er víst orðið langt sjð- an... Það hefur dregist hjá mér áð ’ klára það. Þetta er stórt verk. samið fyrir 14 strengjaleikara. Það þarf núna tíma. að fá að vaxa á eigm hraða. Og svo þarf að sinna pöntun- um og spilverki." Pólland sérstakt vegna Chopin i farteski Menuhins og Baren- boims - Hljómleikaferðir eru stóif hluti af lífi tónlistarmanna. Einhverju sinni fórstu í hnattferð með Yehudi Menuhin, var það ekki? „Ég hef stundum lent í farangri frægra manna og lært mikið af þeim. Menn eins og ég, sem leika á hljóð- færi, ramba stundum inn í tónlistar- veislur án þess að reyna það sérstak- lega. Ég hef slæðst inn í farteski Menuhins, Barenboims o.fl. og það hefur auðvitað verið ómetainleg reynsla." Að svo mæltu er kominn tími til að kveðja Hafliða. Á leiðinni í leigu- bílnum inn í bæinn ræðum við ifl.a. um hvernig það sé að vera Islending- ur i útlöndum. Það gleymist fljótt að Hafliði hefur verið búsettur á þriðja áratug erlendis. Honum finnst hann vera nýfarinn «g alveg að koma. Og kannski flytur hann heim áður en svo ýkja langt um líður. Að minnsta kosti þegar hann fer að mála. -ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.