Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Blaðsíða 17
61
DV. LAUGARDAGUR 8. MARS1986.
Sérstæð sakamál - Sérstæð sakamál
••
Fangelsi það á Saipaneyju sem sumir segja að Hvítklæddi maðurinn er prestur á Saipaneyju.
Amelia Earhart og Fred Noonan hafi verið í. Hann heitir Jesus Bacha Salas og kveðst um tíma
hafa verið i fangaklefa við hliðina á „bandarískri
flugkonu".
Þessi mynd er tekin áður en hnattflugið hófst i fyrra sinnið. Hún er frá Honolulu, og iengst til vinstri
er Paul Mantz, ráðgjafi flugkonunnar, þá hún, en síðan Harry Manning, sem hætti síðar við þátttöku,
og loks Fred Noonan.
ur komst á málið. Þá hóf Columbia-
útvarpsfélagið í San Francisco rann-
sókn og gerði fjórum sinnum út leið-
angur til Saipaneyju í Maríanaeyja-
klasanum og tvisvar til Majurokór-
aleyjunnar í Marshalleyjaklasan-
um. Nokkur hundruð íbúar Saipan-
eyjar voru spurðir spjörunum úr og
þá sögðu rúmlega þrjátíu þeirra
sögur sem renndu stoðum undir að
tveir bandariskir fiugmenn, kona og
maður. hefðu verið á Saipan fyrir
styrjöldina og dáið þar.
Er lög um upplýsingaskyldu tóku
gildi í Bandaríkjunum 1968 fengu
áhugamenn um málið aðgang að
skýrslum sem höfðu verið leynilegar
fram til þessa. Þannig hafa nú verið
lagðar fram um 20.000 síður um málið
hjá sjö bandarískum stjórnardeildum
en þó eru enn til skjöl sem ekki hefur
fengist heimild til að gera opinber.
Á vegum Purduerannsóknar-
stofnunarinnar
Skjölin leiða í ljós að hugmyndin
um hnattflugið varð til í Purdue-
rannsóknarstofnuninni við Pur-
dueháskóla í Lafayette í Indíana-
fvlki. Amelía Earhart hafði verið
fyrirlesari við háskólann en stofnun-
in hafði beitt sér fyrir „öflun nýrrar
þekkingar á flugi með sérstöku tilliti
til landvarna". Átti stofnunin um
þetta leyti allnáið samstarf við her-
málaráðuneytið og flugsveitir land-
hersins og flotans.
Ekki hrein njósnaferö
Skjöl þau sem fyrir liggja virðast
ekki gefa til kynna að um hreina
njósnaferð hafi verið að ræða þótt
ýmsir liafi um tíma talið það líklegt.
Hins vegar kemur vmislegt fram sem
bendir til þess að Earhart og Noonan
hafi stundað það sem nefnt er „hvítar
njósnir". Þau voru óbreyttir borgar-
ar og fengu tækifæri til að fljúga til
staða sem fulltrúar hersins sáu sjald-
an eða aldrei. Það sem fyrir augu
þeirra bar gat því haft hernaðarlega
þýðingu.
Lengi hafði legið á því grunur að
Japanir hefðu á laun hafið hernaðar-
framkvæmdir á nokkrum eyjum sem
þeir réðu í Kyrrahafinu þrátt fyrir
samning Bandaríkjanna og Japans
1923 um að takmarka mjög slíkar
framkvæmdir. Beinar sannanir lágu
þó ekki fyrir um það. Mun það hafa
verið ein af ástæðunum til þess að
bandaríski flotinn hóf samstarf við
Pan Americanflugfélagið um þróun
stefnumiðunar og smíði stefnuvita á
þremur Kyrrahafseyjum.
Handtóku Japanir þau?
Þótt beinar sannanir liggi ekki
fyrir um að Earhart og Noonan hafi
lent i höndum Japana eftir nauðlend-
ingu þykir það ekki óhugsandi og
sumir líta jafnvel þannig á að það
sé mjög líklegt. Má í'því sambandi
minna á leiðangra Columbiaútvarps-
félagsins í San Francisco.
Þá er einnig rétt að hafa í huga
að árið 1944 frétti Edgar A. Cruise
varaaðmíráll hjá túlki á Majuro-
kóraleyju að tveir bandarískir flug-
menn, maður og kona, hefðu verið
fluttir til Marshalleyja 1937. Um
sama leyti hitti einn fulltrúa banda-
ríska hermálaráðuneytisins, Eugene
F. Bogan, innfæddan mann á
Marshalleyjum sem sagði sömu
sögu.
Fjórir fyrrverandi hermenn hafa
einnie skvrt frá b\n oA boirhqfi fcne-
ið svipaðar upplýsingar í stríðinu.
Hafi Japanir komið með bandaríska
konu og mann til eyjarinnar Jalui í
Marshalleyjaklasanum en farið síðar
með þau til Majurokóralevjunnar og
Kwajaleineyju, en síðar til Saipan-
eyju. Aðalstöðvar japanska hersins
á Kyrrahafssvæðinu fyrir heims-
styrjöldina og í henni voru á Saip-
aneyju. í sumum frásagnanna er
sagt að fram hafi komið að konan
hafi látist úr blóðkreppusótt en
maðurinn verið líflátinn fyrir meint-
ar njósnir.
Skýrslur íjórmenninganna eru enn
leynilegar.
Loks er þess að geta að 1964 gáfu
tveir menn, sem verið höfðu í land-
gönguliði flotans í Kyrrahafinu í
stríðinu, Everett Henson Jr. og Bill
G. Burks, sig fram og sögðust hafa
verið með nokkrum öðrum land-
gönguliðum, er þeir hefðu fundið
jarðneskar leifar Amelíu Earhart og
Freds Noonan á Saipaneyju í júlí
1944. Hefðu þeir fundið þær i
ómerktri gröf og komið þeim fyrir í
sérstökum hylkjum sem síðan hefðu
verið send til Bandaríkjanna.
Bandaríski flotinn hefur hvorki vilj-
að staðfesta framburð þessara manna
né neita honum. Þótt sannanir liggi
þannig ekki fyrir um að flugkonan
og siglingafræðingur hennar hafi
lent í höndum Japaha þá bendir
vissulega margt til þess. Ekkert verð-
ur hins vegar fullyrt um örlög þessar-
ar frægu og vel þokkuðu flugkonu,
sem hafði hlotið heimsfrægð, og skip-
stjórans, sem hætti lífi sínu í þessu
hnattflugi, fyrr en öll skjöl um málið
hafa verið lögð fram, og þá því aðeins
að þau segi alla söguna.
\(
VIÐ BJÖÐUM EFTIRTALDA
ÞJÓNUSTU:
Tjöruþvott, teppa- og sætahreins-
un, mótorþvott, mössum bíla,
bónun og setjum á rendur.
Opið virka daga kl. 8-19,
laugardaga kl. 10-16.
BÍLEIGENDUR
Bón- og þvottastöðin Os,
Langholtsvegi 109, s. 688177.
LOPI - LOPI
Þriggja þráða plötulopi, 10 sauðalitir, að auki rauðir,
bláir og grænir litir. Opið frá 8-5 mánudaga til föstu-
daga og laugardaga 10-12. Sendum í póstkröfu um
landið.
ULLARVINNSLAN LOPI SF.,
Súðarvogi 4,104 Reykjavík.
Sími30581.
St. Jósefsspítali, Landakoti
Lausar stöður
Hjúkrunarfræðingar:
- Handlækningadeildir.
-Lyflækningadeildir.
-Svæfingardeild.
Sjúkraliðar:
- Lyflækningadeildir.
- Handlækningadeildir.
- Hafnarbúóir.
- Barnadeild.
Einnig óskast hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar til
sumarafleysinga.
Boðið er upp á aðlögunarkennslu fyrstu vikurnar.
Umsóknir ásamt upplýsingurrj um nám og fyrri störf
sendist skrifstofu hjúkrunartörstjóra sem veitir hanari
upplýsingar í síma 19600-220-300 frá kl. 08.00-16.00
allavirka daga.
Reykjavík 6. mars 1986.
Á ÍÞRÓTTAFRÉTTIR HE
NNAR
Þvð,- 4SG