Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Blaðsíða 6
Gytmir
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKADSTORG
TÆKIFÆ RANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö
nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV
lesíö.
Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og
eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný-
komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa
keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum
Þaö er bara aö grípa þau
- sigulegar þingkosningar
í Frakklandi 16. mars
Árni Snævarr skrifar:
Allt bendir nú til þess að kosningar
til franska þingsins, sem haldnar
verða 16. mars, verði æsispennandi.
Bandalag hægrisinnaðrar stjórnar-
andstöðu virðist líklegt til að ná
meirihluta. Sósíalistaflokkur Mitter-
rands forseta hefur sótt talsvert í sig
veðrið undanfarna mánuði og virðist
nú líklegur til að verða áfram stærsti
flokkur þingsins.
Það sem gerir kosningabaráttuna
jafnspennandi og raun ber vitni er
fyrst og fremst að kosningalögum
hefur verið breytt og að svo getur
farið að í fyrsta skipti í sögu 5. lýð-
veldisins verði andstæðingar forseta
í meirihluta á þingi.
Hlutfallskosning: mistök?
Ákvörðun Mitterrands um að
breyta kosningalögum í ])á veru að
taka upp hlutfallskosningu í stað
þess að kjósa í tvöfaldri umferð var
mikið gagnrýnd á sínum tíma. Innan
flokks Mitterrands var það einkum
Michel Rocard landbúnaðarráð-
herra sem gekk fram fyrir skjöldu
og sagði af sér í mótmælaskyni. Hann
sagði að með því að taka upp hlut-
fallskosningu væru sósíalistar að
viðurkenna ósigur fyrirfram.
Skjótt skipast veður í lofti. Á þeim
tíma, sem þetta var ákveðið, naut
Mitterrand minnsta trausts sem
nokkur Frakklandsforseti i sögunni
hefur notið. Hlutfallskosning hefði
því komið betur út en meirihluta-
kosning. Nú hefur Sósíalistaflokkur-
inn heldur betur sótt í sig veðrið.
Hann nýtur fylgis 27,5-28,5% kjós-
enda og stefnir á 30%. Vissulega
nægði þetta fylgi ekki til að fá meiri-
hluta þingmanna samkvæmt gamla
kerfinu en hætt er við að sósíalistar
eigi erfiðara með í framtíðinni að
komast í stjórn á eigin meirihluta.
Þeir fengu samkvæmt gamla kerfinu
meirihluta á þinginu út á fylgi 37%
kjósenda árið 1981, í kjölfar þess að
Mitterrand var kosinn forseti.
Stjórnarandstaðan
Stjórnarandstæðingar í RPR og
UDF hafa gert kosningabandalag í
% hlutum kjördæma en annars stað-
ar berjast frambjóðendur þeirra um
þingsæti. Þeir þurfa að fá á að giska
43% atkvæða til að fá meirihluta á
þingi en annars verða þeir að leita
samstarfs við aðra flokka hugsan-
lega Front National eða sósíalista
sjálfa.
Og hvað gerist ef ríkisstjórnin
verður í minnihluta á þingi eftir
kosningar? Hún verður vissulega að
segja af sér en Mitterrand forseti
getur ráðið miklu um hver foringja
stjórnarandstæðinga verður forsæt-
isráðherra. Valery Giscard d’Estaing
og Jacques Chirac, tveir af þremur
helstu foringjum hægrisinnaðra
stjórnarandstæðinga, telja óhjá-
kvæmilegt að hugsanlegur meiri-
hluti þeirra á þingi starfi með forset-
anum. Kæmi þá upp sú undariega
staða að Mitterrand yrði að skipa
einhvern pólitískan andstæðing
sinn, kannski Chirac sjálfan, forsæt-
isráðherra.
Hvernig ættu þeir að skipta á milli
sín völdum? I stjórnarskránni, sem
de Gaulle lét samþykkja í þjóðarat-
kvæðagreiðslu 1959, er ekki kveðið
skilmerkilega á um það. Af éinhverj-
um ástæðum hafa höfundar stjórnar-
skrárinnar ekki haft miklar áhyggj-
ur af því að húgsanlegt væri að for-
seti hefði ekki meirihluta þings á bak
við sig. Ef Mitterrand verður að velja
hægri mann sem forsætisráðherra er
óhjákvæmilegt að gert verði sam-
komulag um hvernig skipta beri
völdum. Forsetinn mun líklegast
hafa áfram völd á sviði utanríkis- og
varnarmála, auk þess að gegna
venjulegum störfum þjóðhöfðingja.
Þannig gæti þetta ástand varað í tvö
ár eða þar til nýjar forsetakosningar