Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1986, Blaðsíða 2
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir EF þegar á toppnum Ef marka skal niðurstöður skoðanakönnunar DV er gerð var síðastliðið miðvikudagskvöld þá hefur lagið EF þegar sigrað í undankeppni söngvakeppni sjónvarps- stöðva. Hin raunverulega úrslitakeppni verður hins vegar haldin í beinni útsendingu í sjónvarpssal í kvöld og þar geta úrslitin að sjálfsögðu orðið önnur. Sjónvarpsáhorfendum til glöggvunar birtum við hér DV-úrslitin. Lögunum er raðað eftir vinsældum en í sjón- varpinu í kvöld mun dómnefnd láta sér nægja að velja eitt lag. Önnur verða ekki dregin í dilka: 1. EF(Björgvin Halldórsson) ..................................................... 28,4% 2. GLEÐIBANKINN (Pálmi Gunnarsson) ............................................ 17,6% 3. VÖGGUVÍSA (Erna Gunnarsdóttir) ............................................. 13,5% 4. MITT Á MILLI MOSKVU OG WASHINGTON (Eiríkur Hauksson) ....................... 12,2% 5. GEFÐU MÉR GAUM (Eiríkur Hauksson) .......................................... 9,5% 6. MEÐ VAXANDI ÞRÁ (Björgvin og Erna) ......................................... 6,7% 7-8. l’TVILEK(PálmiogErna) ......................................................... 5,4% 7-8. ÉG LIFI í DRAUMI (Björgvin Halldórsson) .................................. 5,4% 9. ÞETTA GENGUR EKKILENGUR (Eiríkur Hauksson) ................................. 1,3% 10. SYNGDU LAG (Pálmi Gunnarsson) .................................................. o,0% -EIR GLAÐAR OG RÍKAR - Bobbysocks! neita að ræða um peninga en þáðu morgunmat í rúmið frá DV Stelpumar í Bobbvsocks! sváfu vel í nótt, fyrstu nótt sína undir íslensk- um himni, og þær vöknuðu af sælum draumi með morgunverðarbakka frá DV í fanginu. Betra gat það varla verið. Þær Elisabet Andreaswn og Hanne Krogh þvertóku fyrir að láta mynda sig í rúminu með DV-rún- stykkin, enda óhægt um vik þar sem önnur var í sturtu og hin með stírur í augum. Með þeim í för eru þeir Terje Engen, sem stýrir hljómplötu- fyrirtæki þeirra. og nmboðsmaður- inn Tryggve Sunbo. Sá síðarnefndi deilir herbergi með Hanne Krogh. Allirkunna lagið I kvöld gefst sjónvarjrsáhoifendum kostur á pð sjá þær stöllur kyrja sigurlagið úr síðustu söngvakeppni sjónvarpsstöðva í beinni útsendingu sjónvarpsins þar sem íslenska sigur- lagið verður valið. Það verður ekki fyrsta sjónvarpsútsendingin sem Bobbysocks! taka þátt í því þær hafa verið á þeytingi frá því að La'det svinge vann hug og hjörtu evrópskra sjónvarpsáhorfenda fyrir tæpu ári. Bobbysocks! hafa komið fram í vfir 50 sjónvarpsþáttum á undanförnum mánuðum, ferðast til Astralíu, Sov- étríkjanna og Singapore, svo eitt- hvað sé nefnt, og alls staðar kunna íbúamir norska lagið og „svinga" með. Peningar leyndarmál „Nei, við segjum ykkur ekki hvað við höfum grætt mikla peninga," sagði Hanne Krogh er DV forvitnað- ist um fjárhagsstöðu Bobbysocks! á Hótel Loftleiðum í gær. „Núna eru meiri peningar í veltunni en áður en á móti kemur að útgjöldin eru snöggtum meiri." sagði Hanne Krogh og umboðsmaður hennar og herbergisfélagi, Ti-yggve Sunbo, bætti við: „Eg veit hvað stelpumar em búnar að græða en segi ekki frá því.“ Bobbysocks! hafa allavega ráð á að klæða sig sómasamlega. I gær voru þær i nýstárlegum gallabuxna- sámfestingum, eins og tvíburar á leið í afrnæli. Þær léku á als oddi enda á leið í Broadway að hlýða á Gunnar Þórðarson og stórhljómsveit hans. En íjörið byrjar fyrst í kvöld rétt eftir klukkan 21 þegar íslenska úr- slitakeppnin hefst. Þá fá Bobby- socks! að hlýða á verðlaunalagið sem þær eiga vonandi eftir að krýna sem sigurlag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Björgvin í Noregi 3. maí næstkomandi. „Det er sá vakkert og morsomt í Bergen," sögðu Bobbysocks! -EIR Elisabet Andreason og Hanne Krogh á Hótel Loftleiðum í gær: Við segjum ykkur ekld hvað við_ höfum grætt mikla peninga. DV-mynd PK. Dóm- nefnd fer huldu höfði -óttivið þrýsting Fimm manna dómnefnd mun velja besta lagið í söngvakeppni sjón- varpsins í kvöld. Dómnefndin hefur þegar verið valin en aðeins á fárra vitorði hverjir nefndarmenn eru. „Við erum hræddir um að þeir fái ekki frið fyrir landsmönnum með Björn Björnsson ákveðnar skoðanir á því hvaða lag sé best," sagði Björn Björnsson hjá Hugmynd sem annast framkvæmd keppninnar hér á landi, -EIR Hljóðfærin eru þógnuð -en söngurinn lifir Hljóðfæraleikararnir í stórhljóm- sveit sjónvarpsins þurfa ekki að hafa af því áþyggjur að slá fcilnótur i beinu útsendingunni í kvöld. Búið er að taka upp allan undirleik og verður hann spilaður af bandi. Hljómsveitarmeðlimir hreyfa sig síðan í takt. Söngvararnir syngja hins vegar lögin fyrir framan myndavélarnar og fimm manna dómnefnd sem staðsett verður í sama sal. Gestir útvarpsstjóra, höfundar iaga og texta, makar og fleiri fylgj- ast með keppninni af skjá á öðrum stað í sjónvarpshúsinu. Þar verður Helgi Pétursson, fyrrum ritstjóri, einnig til staðar með hljóðnemann og tekur gesti tali. í lok útsendingar, er dómnefnd hefur komist að niðurstöðu, verður innsigli á unislagi, er geymir nafn vinningshafans, rofið af borgarfó- geta og sigurvegarinn krýndur með farmiða til Björgvinjar og 200 þús- und króna ávísun frá Ríkisútvarp- inu. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.