Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1986, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR15. MARS1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur', auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKU R H F. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Ný viðhorf Alþýðusambandið og Alþýðuflokkurinn eiga 70 ára afmæli um þessar mundir. Alþýðusambandið var lengi bundið Alþýðuflokknum. Nú er auðvitað hverjum manni ljóst, hversu fráleitt er að fasttengja verkalýðs- samtök stjórnmálaflokki. Þó vilja sumir flokkar þykjast meiri verkalýðsflokkar en aðrir, eins og gjarnan er komizt að orði. Verkalýðssamtökin eiga stóran þátt í því, hversu lífskjör almennings hafa batnað hér á landi. Mikið brautryðjendastarf var unnið í baráttu við harðsvírað vald atvinnurekenda í upphafi. En tímarnir hafa breytzt. Því er það tímaskekkja, þegar sumir stjórnmálaflokkar og forystumenn þeirra koma enn fram eins og yfir standi harðvítug stéttabarátta, stétt gegn stétt. Enn tala sumir þessara manna eins og stefna skuli að alþýðuvöldum, eins og það er kallað. í raun hefur verkalýðshreyfingin ekki gott af að tengjast stjórnmálaflokkum. Hagsmunirnir fara gjarn- an ekki saman. Þetta sýnir reynsla síðustu ára. Berum saman kj arasamningana nú og samningana veturinn 1984. Nú á þessu ári voru gérðir samningar með friðsemd milli verkalýðsfélaga og atvinnurekstrarins og þátttöku ríkisstjórnar. Árið 1984 voru gerðir samningar, eftir að götuvirkin höfðu verið mönnuð, enda fóru þeir samning- ar strax forgörðum. Staða þjóðarbúsins leyfði ekki þá leið, sem þá var farin. Staða mála nú á dögum ýtir nefnilega ekki undir myndina af atvinnurekendaböðli og örmum verka- manni. Taka þarf tillit til margra hluta. Verði kaup- hækkanir miklar, þýðir það ekki sjálfkrafa bætt kjör verkafólks. Það þýðir fremur, að verðbólgan magnast og kjarabæturnar brenna upp. Gengi krónunnar fellur, af því að útflutningsgreinar geta ekki tekið á sig hinn aukna kostnað. Reynsla Alþýðusambandsins af mörg hundruð prósenta kauphækkunum var á verðbólgutím- unum sú, að kaupmátturinn óx sama og ekkert. Séu alþýðusamtökin tengd stjórnmálaflokkum kemur gjarnan upp sú staða, að hagsmunir flokksins eru allt aðrir en verkafólks. Hagsmunir Alþýðubandalagsins, sem gjarnan þykist mestur verkalýðsflokkur, voru nú í vetur, að til átaka kæmi. Flokkurinn hefði haft hag af þeim skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Flokk- urinn hefði getað unnið fylgi með því að gera ríkis- stjórnina tortryggilega, helzt að stilla stjórninni upp sem andstæðingum verkafólks. Þetta vissu alþýðu- bandalagsmennirnir í forystu Alþýðusambandsins mætavel. Engu síður kusu þeir að fara þá leið, sem í stöðunni tryggði bezt hag launafólks, þótt ríkisstjórnin kynni að hagnast á. Þannig er nú örðugt að semja beinlínis um kaup og kjör, án þess að tekið sé tillit til allrar stöðu efnahags- og atvinnumála. Alþýðusambandið getur mætavel samið um önnur pólitísk mál við ríkisvaldið, svo sem skatta- eða húsnæðismál. En Alþýðusambandið á ekki að hlusta á þá stjórnmálamenn, sem þykjast hafa ráð þess í hendi sér. Því er úrelt að tala um verkalýðs- flokka, einkum hér á landi, þar sem þjóðfélagið er svo samtvinnað. Enda eru forystumenn Alþýðusambandsins í skamm- arkróknum í Alþýðubandalaginu. Þá skyldu menn muna, að stærsti launþegaflokkur landsins er auðvitað Sjálfstæðísflokkurinn. Haukur Helgason. yvicb¥v°mm- Afturtil mannúðar ,.Við verðum ekki skyndilega ást- fangin heldur er okkur uppálagt að leita ástarinnar. Mannúðleg ást, hvort sem hún beinist að einstakri manneskju, ástvini, barni eða að mannkyni, sjá fordæmi Alberts Schweitzers og Móður Teresu, kviknar ekki allt í einu heldur verðum við að stefna að henni, vinna fyrir henni.“ Einhvern veginn á þessa leið mæltist Erich Fromm sálfræðingi, heimspekingi og þjóðfélagsrýni í bók sinni Listin að elska, en Fromm lést í mars fyrir sex árum, áttræður að aldri. Fromm var aldrei sérlega vel séður af samfræðimönnum sínum vegna þess hve víða hann leitaði fanga : í trúarbrögðum, félagsfræði, sögu og hagfræði. Þeim fannst slík viðsýni jaðra við hringlandahátt. Ekki töídu þeir Fromm heldur til tekna að hann skrifaði bækur sínar ekki eingöngu fvrir kollegana heldur allan al- menning. Alvarlega þenkjandi mönnum levfist víst ekki að vera alþýðlegir í skrifum sínum. í seinni tíð verður mér æ oftar hugsað til bóka Fromms, Listin að elska, Flóttinn frá frelsinu og Hið heilnæma þjóðfélag. Afsiðun mannsins Lýsingar hans á því hvernig nú- tíminn afsiðar og niðurlægir mann- eskjuna eiga æ meira erindi til okkar eftir því sem tímar líða. Fromm taldi að nútíma íjölmiðlun og auðhyggja ætti stóran þátt í þessari niðurlægingu. Fjölmiðlar keppast við að gera fólk ónæmt fyrir ofbeldi og óréttlæti, til dæmis með því að spyrða saman myndir. af örbirgð og sælkeraauglýsingar, ruddaskap og glens. Allt verður afstætt og brátt sér heil kynslóð ungs fólks ekkert at- hugavert við að láta nota sig til sýninga á blautbolum og sadóma- sókískum leiktækjum. Ef ég man rétt var hlegið að Fromm þegar hann hélt því fram að til væru altæk siðferðislögmál. Nú sýnist mér margir fræðimenn um siðræna heimspeki vera famir að gera sumum siðferðislögmálum hærra undir höfði en öðmm. Undirvitund til trafala Fromm er venjulegast talinn meðal hinna svokölluðu ný-Freud- sinna sem höfðu sig talsvert í frammi í New York i byrjun fjórða áratugarins. Freud hafði haft heldur litla trú á skynsemi mannsins, taldi að ýmis öfl í undirvitundinni spilltu fyrir henni og væru manninum stórlega til trafala. Aðalsteinn Ingólfsson I talfæri Ný-Freudsinnar ítrekuðu hins vegar að maðurinn hefði alla burði, þ.e. hugarflug, vilja og brjóstvit, til að sigrast á neikvæðum hvötum. En þeir vissu einnig að mörg þau vandarriál, sem maðurinn á við að etja, eru samofin þjóðfélagsbreyt- ingum á hverju tímabili. Sem sagt, siðferðislögmái vom hafín yfir tíma og rúm on meinlokur einstaklingsins ekki. Þar sem ný-Freudsinnar töldu einsýnt að heilbrigð sál gæti aðeins þrifist í heilbrigðum þjóðarlíkama var eðilegt að Fromm tæki til við að rannsaka áhrif þjóðfélagsbreyt- inga á manninn. Um það efni fjalla í raun allar hans bækur. En Fromm hafði ekki aðeins stúd- erað Freud heldur einnig Marx karlinn og gerði heiðarlegar til- raunir til að samræma kenningar beggja. - Þar sem hann var fullviss um að ýmsir þættir þjóðfélagsins skertu frelsi mannsins lagði hann fram drög að nýrri þjóðfélagsmynd þar sem maðurinn fengi að njóta sin til fulls, jafnframt því sem hann rækt- aði náin og ástrík sambönd við aðra einstaklinga. Frelsi og helsi Sennilega var Fromm einn um það að skilgreina frelsi sem ævilanga baráttu mannsins við lægstu hvatir sínar og þrúgandi þjóðfélagsöfl í þágu eigin manngildis. Þessi hugmynd er aflvaki margra helstu kenninga Fromms. Mann- kynssagan er eins konar díalektík frelsis og helsis, segir hann. Maður- inn er ekki fyrr búinn að losa sig úr einu helsi en hann ánetjast öðru hvort sem það kallast trú, pólitísk hugsjón eða eitthvað annað. Fromm taldi að þroskaferill ein- staklingsins lyti einnig sömu lög- málum. Við erum öll órjúfanlega tengd móðurinni en verðum að losa okkur frá henni og öðlast sjálfstæði. Sá aðskilnaður er bæði nauðsyn- legur og sársaukafullur. Þegar við erum óttaslegin og kvíðafull þráum við helsi og áhyggjuleysi æskunnar. Frelsið getur því kostað okkur einsemd og einangrun. Húmanisti En ])ótt Fromm setti mark sitt bæði á sálfræði og þjóðfélagsfræði á vorum tímum kýs ég að líta á hann sem húmanista fyrst og fremst, í besta skilningi þess orðs. Sjálfur skilgreindi hann hug- myndafræði sína á eftirfarandi hátt: ., Hún er samansett úr þankagangi og tilfmningum sem snúast um manninn sjálfan og ekkert annað og varða þroska hans, einlægni, sjálfsvirðingu og frelsisþrá...um atgervi hans sem þátttakanda í sögunni og þá staðreynd að sérhver manneskja ber gjörvallt mannkyn innra með sér.“ Eg hugsa að fáir hugsuðir eigi meira erindi við okkur akkúrat í dag heídur en Erich Fromm. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.