Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Blaðsíða 2
2
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986.
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Landhelgisgæsla
í brennidepli
Þyrlurekstur Landhelgisgæslunnar hefur verið gagnrýndur harðlega, sér-
staklega í kjölfar slyssins á TF-Rán í Jökulfjörðum 1983.
Málefrii Landhelgisgæslunnar
hafa verið í sviðsljósinu undanfama
daga. Upphafið var grein, sem ungur
íslendingur með sjóliðsforingja-
menntun frá Noregi, Jón Sveinssor
skrifaði eftir 5 mánaða reynslu sem
3. stýrimaður á einu varðskipanna.
Var hann mjög harðorður í garð
Gæshmnar og sagði að á meðan
engar siðferðilegar og faglegar kröf-
ur væm gerðar til Landhelgisgæsl-
unnar, væri réttast að leggja hana
niður. Miðað við ástand Landhelgis-
gæslunnar núna væri rekstur
hennar einungis sóun á íjármunum
skattborgarans. Jón sagði að skip-
verjar á varðskipunum eyddu tíma
sínum um borð í spilamennsku og
fyllerí, allan ága skorti, fagmennska
væri engin og ekki vottaði fyrir
heildarskipulagi, t.d. varðandi út-
köll. Þá væm öryggismálin í molum,
þjálfun skipverja engin og þyrlu-
reksturinn vafasamur.
Forstjórinn
Fljótlega var haft samband við for-
stjóra Landhelgisgæslunnar,
Gunnar Bergsteinsson, vegna þess-
ara ásakana. Hann varðist allra
frétta, sagðist ekkert hafa um grein
Jóns að segja og allra síst við blaða-
menn.
Einnig var haft samband við Stein-
grím Hermannsson forsætisráð-
herra, sem gegndi störíúm
dómsmálaráðherra í fjarvem Jóns
Helgasonar. Sagði hann þessar
ásakanir kalla á rannsókn á málefn-
um Landhelgisgæslunnar. Stein-
grímur sagðist ekki vita annað en
að Jón Sveinsson væri traustur mað-
ur og að á hann bæri auðvitað að
hlusta. „Ef ásakanir Jóns em réttar
verður að laga það sem aflaga hefur
farið. Landhelgisgæslan verður að
hreinsa sig,“ sagði Steingrímur.
Eftir boðaðar aðgerðir Steingríms
var aftur haft samband við forstjóra
Gæslunnar og sagðist hann því feg-
inn að málefhi Gæslunnar yrðu
skoðuð.„Ég hef oft óskað eftir endur-
skoðun á málefnum Landhelgis-
gæslunnar," sagði forstjórinn.
Þegar síðan blaðamaður spurði
hvað það væri sem þyrfti endurskoð-
unar við og hvað væri helst að í
rekstrinum, sagðist forstjórinn
minnst lítið vilja ræða það við blaða-
mann.
Ráðherrar
Haft var samband við Jón Helga-
son í Istanbul í Tyrklandi þar sem
hann sat ráðstefhu. Sagði hann að
fara bæri að ráðum forsætisráðherra
og rannsaka máiið. Hann mundi sjá
til þess, þegar hann kæmi heim, að
rannsókninni yrði framfylgt. Jón
sagði að honum hefðu komið þessar
ásakanir á óvart, hann hefði ekki
vitað til þess að málefni Gæslunnar
væm athugunarverð. Forsætisráð-
herra sagði það sama í samtali við
blaðamann.
Ekki í fyrsta sinn
En þetta er ekki í fyrsta sinn sem
málefhi Gæslunnar em til umræðu.
Innan hennar hefur borið á margs
konar samskiptavandamálum og
hún hefur sætt gagnrýni, sérstaklega
Fréttaljós
Katrín
Baldursdóttir
fyrir hvemig staðið hefur verið að
þyrlurekstrinum.
Er skemmst að minnast þyrluslyss-
ins í Jökulfjörðum 1983. TF Rán,
þyrla Landhelgisgæslunnar, fórst
þar í æfingaflugi með þeim afleiðing-
um að fjórir menn dóu. í skýrslu
Flugslysanefndar og Flugmála-
stjórnar, sem kom út að lokinni
raniisókn slyssins, segir að rann-
sóknin hafi leitt i ljós að í mörgum
tilfellum skorti aga innan Land-
helgisgæslunnar og ekki sé farið að
settum reglum stofriunarinnar. I
skýrslunni segir að þyrlurekstrinum
sé um margt ábótavant og eru lagð-
ar fram margar tillögur til úrbóta.
Því hefur jafiivel haldið því fram
á prenti, að TF- Rán hafi verið í
ómerkilegri sendiferð fyrir ákveðinn
skipherra er slysið varð.
Samskiptaörðugleikar
Fjögur stéttarfélög; Félag ís-
lenskra atvinnuflugmanna, Félag
íslenskra loftskeytamanna, Flug-
virkjafélag íslands og Stýrimannafé-
lag íslands sendu á miðju ári 1984
dómsmálaráðherra, Jóni Helgasyni,
og þingflokksformönnum bréf, þar
sem vakin var athygli á samskipta-
örðugleikum innan Gæslunnar.
„Þannig magnast sambúðarvanda-
mál innan stofnunarinnar. Nokkur
ágreiningsmál eru nú þegar komin
eða á leið til dómstóla....Fjölmargir
gamlir og grónir starfsmenn eru í
alvöru að hugsa um að hætta störf-
um og nú þegar eru einhverjir
hættir," sagði m.a. í bréfinu.
í samtali DV við Ólaf Val Sigurðs-
son, sem starfað hefur sem stýrimað-
ur hjá Gæslunni um árabil og gegnir
nú starfi skipherra, kom fram að
stofhunin hefði lengi verið í uppnámi
og samskiptin gengið erfiðlega við
yfirstjóm Gæslunnar, einkum síðan
núverandi forstjóri tók vjð störfum.
Ólafur sagði að fiórir bestu menn
Gæslunnar hefðu hætt vegna slíkra
erfiðleika og mjög erfitt reyndist að
fá toppmenn i vinnu.
Þá sagði Ólafur að hann og aðrir
hefðu lengi barist fyrir því að þjálf-
unar- og æfingamál starfsmanna
yrðu lagfærð, en þeim málum hefði
ekki verið sinnt sem skyldi. „Skip-
herra eftir skipherra er sagt að spara
þegar hann fer með sitt skip út, og
þeir túlka það auðvitað þannig að
þjálfunaræfing''r eigi að sitja á hak-
anum. Sparsemin bitnar á því sem
auðveldast er að sleppa,“ sagði Ólaf-
ur Valur.
Óregla og spilamennska
Hins vegar sagði Ólafur að allt sem
Jón Sveinsson segði í grein sinni ufri
agaleysi, óreglu og spilamennsku um
borð væri uppspuni. Sagði hann að
maður, sem lært hefði hjá norska
sjóhemum, þekkti ekki Norður-
Atlantshafið. Og sá sem hefði aðeins
unnið hjá Gæslunni í fimm mánuði
væri ekki maður til að dæma um
störf hennar.
í sama streng tók Sigurður Áma-
son, sem verið hefúr skipherra hjá
Gæslunni í 25 ár. Hann sagði ásak-
anir Jóns Sveinssonar orðum
auknar. „Hvað varðar áfengi þá er
það nú einu sinni svo að íslenskir
sjómenn neyta alltaf áfengis." Taldi
Sigurður að vandamál Gæslunnar
snemst ekki um áfengi, agaleysi og
spilamennsku. Þau snemst aðallega
um verkefhaskort. Endurskoða
þyrfti starfsramma stofriunarinnar.
Sjómenn fæm nú betur eftir boðum
og bönnum á sjónum og eins væri
mun minna um það að erlend skip
fiskuðu í íslenskri lögsögu.
Meira og minna lygi
Helgi Hallvarðsson, skipherra á
varðskipinu Tý, sama skipi og Jón
Sveinsson starfaði á í ftmm mánuði,
lýsti því yfir að skrif Jóns væm
meira og minna lygi og lýsti hann
ósannindamann. Hvað varðaði hlut-
deild Jóns í þjálfunarmálum starfs-
manna, þá sagði Helgi, að ákveðið
hefði verið á fundi með Jóni og yfir-
mönnum skipsins, að Jón tæki að
sér að þjálfa starfsmennina í bruna-
vömum. Jón hefði hins vegar ekki
sinnt þessu verki, og ekkert hefði
orðið af þjálfúninni. Það væri því
lygi er Jón héldi því fram að allri
þjálfun hafi verið hafnað er hann
var um borð.
Bitur reynsla
Meðan á þessari umræðu hefur
staðið hafa nokkrir fyrrum starfs-
menn Gæslunnar haft samband við
blaðið og sagt sínar farir ekki slétt-
ar. Segjast þeir hafa hætt í Gæslunni
vegna biturrar reynslu. „Það er allt-
of mikið fyllerí á starfsmönnum og
aginn er lítill," sagði einn. „Yfir-
menn fara illa með og líta niður á
undirmenn," sagði annar.„Aðgerða-
leysið er algjört," sagði sá þriðji.
Ólafúr Valur Sigurðsson, núver-
andi skipherra á varðskipinu Ægi,
sagði að ekki væri rétt að tala um
aðgerðaleysi. Starfið á varðskipun-
um byggðist fyrst og fremst á þolin-
mæði. „Við verðum að bíða og bíða
eftir því að ekkert gerist. Ef síðan
eitthvað gerist erum við reiðubúnir."
Þessi samantekt sýnir að menn em
yfirleitt sammála um að eitthvað
bjáti á í starfsemi Landhelgisgæsl-
unnar. Hins vegar veitist mönnum
erfitt að koma sér saman um hvað
sé að. -KB
Bann á innflutning
matvæla fiá austri
Vél stolið úr báti við verbúðimar í Reykjavík:
„Þjófamir hafa verið hraustir'
- segir Jón Guðmundsson sem stendur nú eftír með skrúfublað og dýptaimæli
„Þjófamir hafa verið mjög hraustir
eða þá að þeir hafa komið hingað með
vörubifreið með krana á þegar þeir
stálu vélinni úr bátnum," sagði Jón
Guðmundsson trillueigandi sem situr
nú með sárt ennið. Stolið var 400 kg
vél af Bowmans-gerð úr báti sem hann
á. „Það hafa aðeins örfáar vélar af
þessari gerð verið fluttar inn til lands-
ins. Ég á enn startara vélarinnar, sem
erfitt er að fá hér á landi,“ sagði Jón.
Jón, sem er að gera nýjan bát sem
hann á sjófæran, keypti fyrir stuttu
ónýtan bátsskrokk, sem hefur staðið
uppi á landi við gömlu verbúðimar í
Reykjavík, við slippinn. 1 bátnum vom
ný tæki sem Jón ætlaði að setja í nýja
bátinn sinn. „Ég var búinn að losa
vélina úr gamla bátnum við verbúð-
imar fyrir sl. helgi. Þá fékk ég tak í
Jón Guðmundsson trillueigandi.
bakið og ákvað að bíða með að taka
vélina upp. Þegar ég kom á staðinn á
sl. þriðjudag, til að ná í vélina, var
hún horfin,“ sagði Jón.
Jón sagði að þjófamir sem stálu vél-
inni, hefðu gefið sér góðan tíma til að
ná henni upp úr bátnum. „Þeir tóku
öxulinn einnig, en það hefur verið
klukkutima verk fyrir þá að ná hon-
um. Þetta er 260 þúsund króna tjón
fyrir mig. Ég hef nú aðeins skrúfublað
og dýptarmæli í höndunum, eftir að
þjófamir hafa látið greipar sópa um
bátinn,“ sagði Jón.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um
þjófnaðinn, hafa séð menn glíma við
bátsvél við verbúðimar um sl. helgi,
geta komið upplýsingunum á framfæri
við ritstjóm DV.
-SOS
Heilbrigðisráðuneytið ákvað í gær
að setja bann á allan innflutning mat-
væla, hverju nafiii sem þau nefnast,
frá austantjaldslöndunum Sovétríkj-
unum, Póllandi, Tékkóslóvakíu,
Búlgaríu, Ungverjalandi og Rúmeníu.
Þetta bann er tilkomið vegna kjam-
orkuslyssins við Kiev en mikil hætta
er á að í matvælum frá áðumefndum
löndum séu geislavirk efni. Bannið
stendur þar til annað verður ákveðið.
-SOS
Alvarlegt umferðar-
slys í Garðinum
Ungur maður hlaut höfuðmeiðsli í miðjum Garðinum. Maðurinn, sem
þegar létt bifhjól og vömbifreið lentu ók bifhjólinu, var fluttur á slysadeild
saman í Garðinum í gærmorgun kl. Borgarspítalans.
11.42. Slysið átti sér stað við gatnamót -SOS