Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986. 27 Kóngurinn er á leið til g3 en um leið leggur hvítur lúmska gildru íyr- ir andstæðinginn. 35. - Hxf4? 36. He2 Rc3 37. Hxa8 Rxe2 38. Bxe2 Hf2+ 39. Rg2! Hxe2 40. Ha7 Svartur tapar manni og framhaldið þarfiiast ekki athugasemda. 40. - Kg6 41. Hxd7 Kxg5 42. Hxd6 Hb2 43. Hb6 Hd2 44. He6 Kf5 45. He8 Hd4 46. Kgl h5 47. Kfl Hd2 48 b4 Hb2 49. d6 Hd2 50. Re3+ Kf4 51. Rc4 - Og svartur gafst upp. Skákþing Sovétríkjanna stend- ur yfir í Kiev Kænugarður í Ukraínu komst í heimsfréttimar i vikunni vegna slyss sem varð í kjamorkuveri skammt norðan við borgina. Er slysið varð stóð 53. Skákþing Sovétríkjanna sem hæst í borginni en fréttir hafa ekki borist af því hvort mótinu' var frest- aö, það fært úr stað, eða hvort skákmeistaramir héldu áfram að tefla af stóískri ró í geislavirku and- rúmsloftinu. Eins og fyrri daginn sveik innsæi sterkustu skákmannanna þá ekki. Flestir héldu sig heima, hvort sem það var ríkri hættutilfinningu þeirra að þakka eða ekki. Tíu stigahæstu Sovétmennimir tefldu ekki í Kiev að einum undanskildum. Samt er mótið sterkt og ungir og upprenn- andi skákmenn setja svip sinn á það. Að loknum 9 umferðum af fyrir- huguðum 17 var staðan þessi: 1.-2. Balashov og Lerner 6. v. 3.-4. Khalifman ogTseshkovsky 5'A v. 5- 7. Eingom, Malantsjúk og Bareev 5. v. 8-14. Beljavsky, Dolmatov, Gav- rikov, Lputjan, Gurevich, Rashkov- sky og Judasjín 4'A v. 15.-17. Dvoiris, Jakovich og Azmaiparashvili 3 v. 18. Smagin 2 'A v. Beljavsky er langsterkastur kepp- enda á pappímum og sá eini sem hefur yfir 2600 Eló-stig. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar og nú er mótið er liðlega hálíhað hefur hann aðeins 50% vinningshlutfall. Athygli vekur annars góð frammistaða Alex- anders Khalifmans sem er aðeins 19 ára gamall og kemur frá Leningrad. Hann varð Evrópumeistari unglinga um áramótin og fékk tveimur vinn- ingum meira en næsti maður. Balashov er íslendingum kunnur írá taflmennsku sinni hér á landi. Rólegur skákmaður sem gerir mörg jafhtefli en er hann hrekkur í gír er hann stórhættulegur. Konstantín Lemer, sá er deilir með honum efsta sætinu, er hins vegar lítt þekktur utan síns heimalands. Hann er írá Odessa, alþjóðlegur meistari, með 2530 Eló-stig og fæddur 1950 - ári eldri en Karpov. Hér er snaggaraleg sigurskák Lemers fi"á mótinu. Hvítt: Lemer Svart: Judasjín Nimzo-indversk vöm. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 c5 5. Bd3 Rc6 6. Rge2 cxd4 7. exd4 d5 8. cxd5 Rxd5 9. 0-0 Rf6 10. Bc2 h6 11. Dd3 Bd6 12. a3 Re7 13. Bf4 Bxf4 14. Rxf4 Dd6? Betra var að hróka og svara 15. Rh5 með 15. - Rg6. Nú lendir svart- ur í miklum erfiðleikum. 15. Dg3! Magnaður leikur. Pyttimir em nú á hverju strái. Ef 15. - 04) þá 16. Rfd5! og svartur tapar manni (16. - Dxg3 17. Rxe7+ eða 16. - Dd8 17. Rxffi + ) og ef 15. - g6 þá 16. Rh5! Dxg3 17. Rxffi+ og aftur missir svartur mann. Þá er 15. - Kf8? engin lausn vegna 16. Rg6+ og nú fellur sjálf drottningin. Eftir stendur að- eins 15. - Hg8, sem svo sannarlega er ekki fagur og textaleikurinn. 15. - Dxd4 16. Hadl De5 Hann verður að valda riddarann á ffi svo hann geti svarað 17. Dxg7 með 17. - Hg8. En nú fellur sprengj- an. 17. Rxe6! Dxe6 Snyrtileg lok hefðu verið 17. - Dxg3? 18. Hd8 mát. 18. Hfel 0-0 Drottningin er dauðans matur því að eftir 18. - Dg4 kæmi 19. Hxe7! Kxe7 20. Dd6+ Ke8 21. Dd8 mát og eftir 18. - Da619. Dxg7 hrynur svarta staðan - ef 19. - Hg8 20. Ba4 + og vinnur. 19. Hxe6 Bxe6 20. Re4 Rxe4 21. Bxe4 Had8 22. Hxd8 Hxd8 23. h3 Rd5 24. De5 b5 25. Dd4 a6 26. Da7 Rffi 27. Bffi - Og svartur gafst upp. JLÁ. ingur nr. 5005 þar sem hægt er að leggja inn gjafafé til sjóðsins. Mark- miðið er að kljúfa þessi kaup en hlutur okkar bridgemanna er yfir fimm milljónir króna. Vegna þessa verðum við að taka á með Guðmundi Kr. Sigurðssyni. Allar nánari upp- lýsingar um sjóðinn og framkvæmd þessarar söfnunar em veittar á skrif- stofu sambandsins, í síma 91-18350 (Ólafur). Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Vorhugur er nú kominn í Gaflara og er spilamennsku BH á starfsárinu því lokið. Síðasta keppni félagsins var board-a-match keppni (með saldo) með þátttöku 8 sveita. Þessar urðu efstar: 1. Sveit Bjarna Jóhannssonar 145 stig 2. Sveit Sigurðar Lárussonar 126 stig 3. Sveit Þrastar Sveinssonar 119 stig 4. Sveit Erlu Sigurjónsdóttur 105 stig Síðla starfsársins var keppt við 3 önnur félög, Bridgefélag kvenna, Bridgeklúbb Akraness og Bridgefé- lag Selfoss, og unnu Hafnfirðingar öll þessi félög með töluverðum mun. Viðureignin við Selfoss var sú fer- tugasta á 40 árum og er því væntan- lega elsta samfellda bæjakeppni í íþróttum hér á landi. Spilað var á Selfossi að þessu sinni og senda spil- arar BH þeim Selfyssingum bestu þakkir fyrir frábærar móttökur. í lok starfsársins var haldin sagn- keppni með gömlum spilum úr erlendum og íslenskum blöðum. í öðrum hópnum náðu þau hjónin Erla Sigurjónsdóttir og Kristmundur Þorsteinsson bestum árangri í 20 spilum eða 118 stigum. í hinum hópn- um urðu þeir Ásgeir Ásbjörnsson og Friðþiófur Einarsson langefstir með 141 stig. Úr seinni 10 spilunum fengu þeir hvorki meira né minna en 86 stig. Þau spil voru úr Bridge (blað- inu) í febrúar 1976 en þar náðu þeir Þórarinn Sigþórsson og Hörður Árn- þórsson 75 stigum, sem talið var „afburða skor“. Kerfi þeirra Ásgeirs og Friðþjófs mun vera mjög sérstætt enda botnuðu engir í sögnum þeirra. Aðalfundur BH verður haldinn föstudaginn 23. maí í Hraunbyrgi, húsi Skátafélagsins við Reykjavík- urveg, og hefst kl. 20. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar. Félagar BH óska öllum bridsurum landsins gleðilegs sumars og þakka umsjónarmönnum bridsþátta dag- blaðanna fyrir ágæta þjónustu í vetur. Bridgefélag Siglufjarðar Mánudaginn 7. apríl lauk Siglu- fjarðarmóti í sveitakeppni 1986. 11 sveitir tóku þátt í mótinu og var hart barist um efstu sætin. Lokaúrslit urðu þau að sveit V altýs Jónassonar sigraði með 235 stigum. I sveit Valtýs spila auk hans Baldvin Valtýsson, Sigurður Hafliðason og Sigfús Steingrímsson. f 2. sæti varð sveit Þorsteins Jóhannssonar með 230 stig og þriðja sveit Boga Sigur- björnssonar, 207 stig. Tveggja kvölda hraðsveitakeppni var spiluð 14/4 og 21/4. Þessa keppni sigraði sveit Valtýs einnig með 960 stigum, í 2. sæti varð sveit Birgis Björnssonar með 941 stig og í 3ja sæti varð sveit Þorsteins Jóhanns- sonar með 896 stig. Síðasta keppni félagsins á þessu starfsári verður þriggja kvölda tví- menningur sem jafnframt er firma- keppni. Mjög öflug starfsemi hefur verið hjá félaginu í vetur. Islensk tunga ,M þegja eins og heilt málleysingjahæli“ Seðlatætari og sukkari. völd að láta þar til skarar skríða. Og eru til samsvarandi lög þar um. Gaman væri að fá svar lögfróðra manna. Nokkur slanguryrði Þegar slangurorðabókin kom út báðu umsjónarmenn hennar les- endur að tína saman slanguryrði sem þeir rækjust á og senda. Það er orðinn kækur hjá mér að skrá niður slik orð sem ég sé eða heyri. Hér koma nokkur þeirra: Fyrst nefni ég orðtakið að þegja eins og heilt málleysingjahæli. Þetta kannast ég við frá fornu fari og hygg að hafi komist á prent í Stéttabaráttunni sem Kommúni- staflokkur íslands ml. gaf út á síðasta áratug. f bók Guðmundar Haraldssonar, Sögur og Ijóð, sem út kom í Reykja- vík 1971, hef ég rekist á nokkur orð sem mér er ekki kunnugt um að séu i orðabókum. Orðið róbinn notar Guðmundur um getnaðarlim. Orðtakið að allt gangi í stílnum kemur þar líka fyr- ir og sýnist mér merkingin vera að allt gangi í haginn. Á blaðsíðu 18 kemur fyrir orðið verelsi að sjálfsögðu í merkingunni herbergi. Þá má nefna nafhorðið snæðingur og að taka til snæðings. í smáauglýsingu í DV 28. feb. sl. var auglýstur til sölu bíll sem eyddi talsvert miklu bensíni. Seljandinn var heldur ekkert að leyna þessum ókosti bílsins og notaði um hann þessi tvö orð: •seðlatætari og sukk- ari. Að lokum langar mig að minnast á orð sem ég rakst á í ritgerð sem ég las nýlega. Höfundurinn er unglingur. Þar var notað orðið spé- legur um skemmtilegt ljóð eftir Þórarin Eldjárn: „Tvö sérlega spé- feg kvæði...“ Gaman væri að heyra hvort ein- hverjir kannist við þessi orð. Látum þessu síðan lokið að sinni. í síðasta þætti urðu pínulítil mis- tök. Ljóðlína sem ég vitnaði til og er eftir Sigurð Grímsson breyttist í millifyrirsögn sem hún alls ekki átti að vera. Að auki var hún ekki kórrétt, orðið ég á að vera eg. í sömu grein gerði ég að umtals- efni tvo menn sem hafa þann leiða kæk að vera að ráðskast með ann- að fólk og geta illa séð það í friði. Ég nafngreindi annan en ekki hinn. Einhveijir lesendur fóru að velta vöngum yfir því hver hinn maður- inn var og ónefndur hringdi i mig og spurði hvort ég hefði átt við flugmálastjóra; lýsingin ætti nefni- lega alveg við hann. Ég verð því að upplýsa að ég' hafði í huga Reagan Ameríkufor- seta. Hitt er svo annað mál að eflaust og því miður getur lýsingin átt við um enn fleirí menn. Og þá ber að hafa í huga að konur eru menn. En nú er ég líklega á leiðinni út fyrir mörk málfræðinnar. Lögbann á nafn Nýlega var opnaður veitinga- staður í Keflavík og heitir hann því ófrumlega nafni Starlight. Að vísu gengur staðurinn undir nafninu Surtshellir enda sækja hann mikið svartir menn í þjónustu ameríska hersins. Ekki veit ég hvort það nafn er sprottið af kvn- þáttafordómum. En hitt er víst satt að yfirvöld í Keflavík hafa farið fram á lögbann á Starlight vegna nafnsins. Ekki veit ég hvort sú krafa muni ná fram að ganga. Ég held að eng- in lög séu til í landinu sem banni mönnum að láta fyrirtæki sín heita erlendum nöfnum. Ég hef sagt. það áður og segi það enn að ég er andsnúinn því að þvinga menn með lagasetningu til að virða móðurmál sitt. Geri menn það ekki af eigin hvötum þá er or- Eiríkur Brynjólfsson sökin önnur og meiri en svo að lagasetning bæti þar úr. Þegar ég svo sit hér og skrifa þessi orð berst mér í hendur blað þar sem nýjustu fréttir málsins eru raktar. Nú hefur Starlight fengið nafnið Glaumberg. Þessa breytingu gerði eigandi staðarins eftir kröfu frá bæjarfógetanum í Keflavík. Bæjarfógetinn vitnar til laga um leyfisveitingar fyrir rekstri vín- veitingahúsa en þar er það skilyrði sett að nafn á fyrirtæki og/eða at- vinnustarfsemi falli að hljóðkerfi og beygingum í íslensku máli. Það fylgir fréttinni að ýms veitingahús hafi farið kringum lögin með því að reka skemmtistaði með erlend- um nöfnum i skjóli íslenskra fyrir- tækja. Þannig hugðist eigandi Starlights reka staðinn í skjóli fyr- irtækisins Veislu. Mér sýnist þó óumdeilt að áður tilvitnuð lög setja undir þann leka þar sem þar er tekið fram að um sé að ræða „fyrir- tæki og/eða atvinnustarfsemi". En mér er spurn: Hvað um aðra starfsemi, s.s. verslanir? Ætla yfir-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.